Innlent

Hand­tekinn á Húsa­vík með tölvert magn fíkni­efna

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Umræddur einstaklingur er karlmaður á þrítugsaldri sem handtekinn var á Húsavík.
Umræddur einstaklingur er karlmaður á þrítugsaldri sem handtekinn var á Húsavík. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Húsavík handtók karlmann á þrítugsaldri sem hafði töluvert magn meintra ólöglegra fíkniefna í fórum sér.

Lögreglan hafði afskipti af manninum rétt eftir hádegi í gær vegna gruns um fíkniefnamisferli er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra á Facebook.

Afskiptin leiddu af sér handtöku einstaklingsins, leit á honum og húsleit. Við húsleitina „fannst töluvert magn meintra ólöglegra fíkniefna.“

Að sögn Jóns Valdimarssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri, var farið með manninn upp á lögreglustöð í yfirheyrslu. Honum var sleppt að skýrslutökunni lokinni og öll efnin tekin af honum.

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar er málið enn í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×