Innlent

Slysið við Hval­fjarðar­veg var bana­­slys

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sá sem lést var ökumaður fólksbifreiðarinnar.
Sá sem lést var ökumaður fólksbifreiðarinnar.

Einn lést í þriggja bíla árekstri við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í gærmorgun. 

Þetta staðfestir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við fréttastofu.

Slysið varð fyrir hádegi í gærmorgun, þegar tvö stærri ökutæki og einn fólksbíll skullu saman. Sá sem lést var ökumaður fólksbílsins.

Slysið og tildrög þess eru í rannsókn að sögn Ásmundar. Lögreglan sendi tilkynningu þess efnis rétt í þessu.


Tengdar fréttir

Þriggja bíla á­rekstur við Hvalfjarðarveg

Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi segir enn unnið á vettvangi alvarlegs umferðarslyss við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í morgun. Þar skullu saman þrjú ökutæki, tvö stærri ökutæki og einn fólksbíll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×