Innlent

Myndir sýna gríðar­legt tjón á Hring­braut

Árni Sæberg skrifar
Þessum bílum verður sennilega ekki ekið í bráð, ef nokkurn tímann.
Þessum bílum verður sennilega ekki ekið í bráð, ef nokkurn tímann. Linda Björg Logadóttir

Af ljósmyndum af vettvangi að dæma varð mikið eignatjón þegar ungur maður ók á fjölda bíla á Hringbraut í morgun. Ljóst er að einhverjir bílanna eru ónýtir.

Greint var frá því í morgun að ungur maður hafi verið handtekinn vegna gruns um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ók á bílana laust eftir klukkan 06 í morgun.

Vísi hafa nú borist myndir af vettvangi en þegar blaðamaður renndi við á Hringbrautinni í morgun var þegar búið að fjarlægja bílana. Myndirnar benda til altjóns sumra bílanna.

Bílunum hafði verið lagt við Hringbraut skammt frá Bræðraborgarstíg.Linda Björg Logadóttir
Engin slys urðu á fólki í árekstrinum.Linda Björg Logadóttir

Val­g­arður Val­g­arðsson, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, sagðu í samtali við fréttastofu á ellefta tímanum að maðurinn hafi verið handtekinn og væri enn í fangageymslu. Hann yrði yfirheyrður þegar hann væri orðinn viðræðuhæfur.

Hann sagði að tilkynnt hefði verið um áreksturinn klukkan tuttugu mínútur yfir sex í morgun og að í upphaflegri tilkynningu hafi verið talað um átta bíla, sem væru talsvert mikið skemmdir eftir áreksturinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×