Innlent

Einn fluttur á slysa­deild eftir bíl­veltu á Álfta­nesi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. Vísir/Mikael

Einn var fluttur á slysadeild eftir að bíll valt á vegi nálægt Hliðsnesi á Álftanesi. 

Þetta staðfestir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Hann segir tilkynninguna hafa borist upp úr klukkan þrjú í dag.

Sá sem var fluttur á slysadeildina var einn í bílnum þegar hann valt. Slökkviliðið hafði engar frekari upplýsingar um líðan mannsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×