Innlent

Mildi að ekki fór verr þegar farmur féll á Hring­braut

Jón Þór Stefánsson skrifar
Nokkur umferð myndaðist vegna slyssins.
Nokkur umferð myndaðist vegna slyssins. Vísir/Ólafur

„Það er mikil mildi að ekki fór verr,“ segir Guðmundur Berg, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um farm úr járni sem féll af vörflutningabíl á Hringbraut í Reykjavík um tvöleytið í dag.

„Þarna var farmur sem fór á ferðina og var á flatvagni. Hann veltur þarna fram af og rúllar niður fram af steyptum kanti,“ útskýrir Guðmundur.

Einungis urðu skemmdir á sjálfum farminum og ljósastaur sem lenti illa í því.

Guðmundur segir að sem betur fer hafi engin slys orðið á fólki, en litlu hefði mátt muna því mikil umferð sé um Hringbraut.

Líkt og áður segir fór farmurinn niður um tvöleytið í dag, en hann hefur nú verið fjarlægður. Það tók þó sinn tíma, enda var járnfarmurinn þungur og því þurfti að koma græjum að til að fjarlægja hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×