Innlent

Fluttur á slysa­deild eftir bíl­veltu á Hafnar­fjarðar­vegi

Atli Ísleifsson skrifar
Olíuhreinsa þurfti veginn eftir veltuna. Myndin er úr safni.
Olíuhreinsa þurfti veginn eftir veltuna. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Bílvelta varð á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi skömmu fyrir klukkan fimm í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu voru tveir í bílnum og var annar þeirra fluttur á bráðamóttöku Landspítalans.

Slysið varð á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi, ekki langt frá mótum Kópavogs og Garðabæjar.

Lögregla óskaði einnig eftir aðstoð slökkviliðs við að þrífa vettvanginn þar sem meðal annars þurfti að olíuhreinsa veginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×