Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2025 13:38 Ofnæmisvakar úr dýrum geta borist á milli íbúða í fjölbýlishúsum. Félag ofnæmis- og ónæmislækna mótmælir því frumvarpi sem felldi úr gildi skilyrði um samþykki íbúa fyrir gæludýrahaldi í fjölbýlishúsum. Vísir/Vilhelm Nýtt frumvarp sem gerði fólki auðveldara að halda gæludýr í fjölbýlishúsum skerðir verulega réttindi fólks með astma og ofnæmi fyrir dýrum um að vera að vera ekki útsett fyrir heilsutjóni á eigin heimili, að mati ofnæmis- og ónæmislækna. Félag þeirra leggst algerlega gegn því að frumvarpið verði að lögum. Ekki þyrfti lengur samþykki íbúa í fjölbýlishúsi fyrir hunda- og kattahaldi, jafnvel þótt íbúðir deili sameiginlegum inngangi, samkvæmt frumvarpi sem Inga Sæland, húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Markmið lagabreytingarinnar er sagt að liðka fyrir gæludýrahaldi fólks óháð efnahag og búsetu. Félag íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna leggst alfarið gegn frumvarpinu í umsögn sem það sendi inn um það. Það skerði verulega sjálfsögð réttindi fólks með astma og ofnæmi fyrir dýrum að vera að óþörfu útsett á eigin heimili fyrir þeim ofnæmisvaka sem valdi þeim heilsutjóni. „Fólk með ofnæmi gegn dýrum hefur mikinn heilsufarslegan ávinning af því að verða ekki útsett fyrir ofnæmisvökum frá dýrum í híbýlum sínum eða við að ganga um híbýli sín,“ segir í umsögninni. Inga Sæland vill koma núgildandi ákvæðum um gæludýrahald í lögum um fjöleignarhús fyrir kattarnef.Vísir/Anton Brink Getur skert lífsgæði verulega Bent er á að ofnæmissjúkdómar hafi farið vaxandi víða um heim á undanförnum áratugum. Á Íslandi séu um sex prósent fullorðinna og níu prósent skólabarna með astma. Um fjórðungur barna og fullorðinna sé með ofnæmi, meðal annars fyrir hundum og köttum. Margir séu einnig með astma. Fólk með ofnæmi er sagt eiga á hættu að fá astmaeinkenni sé það útsett fyrir ofnæmisvaka. Slík einkenni geti verið andþyngsli, hósti, surg fyrir brjósti og mæði. Þau geti verið alvarleg ef ofnæmisvakinn sé í einhverju magni eða þrálátur. Ef útsetningin er ítrekuð eða viðvarandi geti einkennin verið dagleg jafnvel þótt magn vakans sé lítið. Einkenni frá augum eða nefi séu algeng og geti skert lífsgæði verulega. Einstaklingar með ofnæmi séu mismunandi næmir fyrir ofnæmisvökum og því geti sumir fengið meiri einkenni en aðrir við lítið magn af ofnæmisvaka Dýr gefi frá sér ofnæmisvaka sem sitji á húðflögum, í hári, munnvatni, þvagi og öðrum vessum frá þeim. Oftast séu þeir ekki sýnilegir með berum augum. Ofnæmisvakarnir safnist fyrir í húsgögnum, fötum og á gólfi og geti þannig borist á milli staða, þar á meðal á milli íbúða yfir stigagang. Líkurnar séu enn meiri ef dýrin sjálf fara um stigaganga. Dýr Gæludýr Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hundar Kettir Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi sem felur í sér að samþykki annarra eigenda eigna í fjölbýlishúsi verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingur megi halda hund eða kött í fjölbýli – sama þó að íbúðir deili sameiginlegum stigagangi. 1. apríl 2025 06:17 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Ekki þyrfti lengur samþykki íbúa í fjölbýlishúsi fyrir hunda- og kattahaldi, jafnvel þótt íbúðir deili sameiginlegum inngangi, samkvæmt frumvarpi sem Inga Sæland, húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Markmið lagabreytingarinnar er sagt að liðka fyrir gæludýrahaldi fólks óháð efnahag og búsetu. Félag íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna leggst alfarið gegn frumvarpinu í umsögn sem það sendi inn um það. Það skerði verulega sjálfsögð réttindi fólks með astma og ofnæmi fyrir dýrum að vera að óþörfu útsett á eigin heimili fyrir þeim ofnæmisvaka sem valdi þeim heilsutjóni. „Fólk með ofnæmi gegn dýrum hefur mikinn heilsufarslegan ávinning af því að verða ekki útsett fyrir ofnæmisvökum frá dýrum í híbýlum sínum eða við að ganga um híbýli sín,“ segir í umsögninni. Inga Sæland vill koma núgildandi ákvæðum um gæludýrahald í lögum um fjöleignarhús fyrir kattarnef.Vísir/Anton Brink Getur skert lífsgæði verulega Bent er á að ofnæmissjúkdómar hafi farið vaxandi víða um heim á undanförnum áratugum. Á Íslandi séu um sex prósent fullorðinna og níu prósent skólabarna með astma. Um fjórðungur barna og fullorðinna sé með ofnæmi, meðal annars fyrir hundum og köttum. Margir séu einnig með astma. Fólk með ofnæmi er sagt eiga á hættu að fá astmaeinkenni sé það útsett fyrir ofnæmisvaka. Slík einkenni geti verið andþyngsli, hósti, surg fyrir brjósti og mæði. Þau geti verið alvarleg ef ofnæmisvakinn sé í einhverju magni eða þrálátur. Ef útsetningin er ítrekuð eða viðvarandi geti einkennin verið dagleg jafnvel þótt magn vakans sé lítið. Einkenni frá augum eða nefi séu algeng og geti skert lífsgæði verulega. Einstaklingar með ofnæmi séu mismunandi næmir fyrir ofnæmisvökum og því geti sumir fengið meiri einkenni en aðrir við lítið magn af ofnæmisvaka Dýr gefi frá sér ofnæmisvaka sem sitji á húðflögum, í hári, munnvatni, þvagi og öðrum vessum frá þeim. Oftast séu þeir ekki sýnilegir með berum augum. Ofnæmisvakarnir safnist fyrir í húsgögnum, fötum og á gólfi og geti þannig borist á milli staða, þar á meðal á milli íbúða yfir stigagang. Líkurnar séu enn meiri ef dýrin sjálf fara um stigaganga.
Dýr Gæludýr Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hundar Kettir Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi sem felur í sér að samþykki annarra eigenda eigna í fjölbýlishúsi verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingur megi halda hund eða kött í fjölbýli – sama þó að íbúðir deili sameiginlegum stigagangi. 1. apríl 2025 06:17 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi sem felur í sér að samþykki annarra eigenda eigna í fjölbýlishúsi verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingur megi halda hund eða kött í fjölbýli – sama þó að íbúðir deili sameiginlegum stigagangi. 1. apríl 2025 06:17