Innlent

Tollastríð Trumps hefur á­hrif víða

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta að setja tolla á innflutning frá öllum löndum heims. 

Ísland lendir í lægsta flokki og við heyrum viðbrögð frá atvinnulífinu og stjórnmálamönnum en talað er um eina mestu breytingu sem gerð hafi verið á efnahagskerfi heimsins í heila öld. 

Formaður rannsóknarnefndar um Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á áttunda áratugnum segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð við beiðni um að fólk lýsi reynslu sinni af starfsemi stofnunarinnar.

Einnig fjöllum við um snörp orðaskipti sem urðu á Alþingi í morgun í óundirbúnum fyrirspurnartíma og tökum stöðuna á eldgosinu á Reykjanesskaga sem virðist vera búið, þótt goslokum hafi ekki verið lýst enn.

Í íþróttapakka dagsins verður sjónum beint að úrslitakeppninni í körfuboltanum sem fer fjörlega af stað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×