Slökkvilið

Fréttamynd

Hlupu út úr turninum með mat á diskum og rúllur í hárinu

Eldur kviknaði á jarðhæð turnsins á Höfðatorgi fyrir hádegi í dag en búið er að slökkva hann. Rýma þurfti bygginguna sem var ekkert smáræði þar sem mörg hundruð manns starfa í turninum. Allmargir biðu átekta fyrir utan Höfðatorg án þess að vita hvað þeir ættu að gera við sig þar sem þeir neyddust margir til að skilja bíllykla, húslykla og aðrar

Innlent
Fréttamynd

„Það er mikil­vægt að fólk hlýði þessum boðum“

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir enn ekki vitað hvað orsakaði eldinn sem kviknaði á Höfðatorgi um klukkan 11:30. Slökkvistarf hafi gengið vel og þar hafi hjálpað til hversu vel húsið er hólfað niður og hannað.

Innlent
Fréttamynd

Héldu fyrst að um æfingu væri að ræða

Maður sem starfar í turninum við Höfðatorg, þar sem eldur logar nú á fyrstu hæð, segir slökkvilið hafa komið hratt á vettvang. Rýming virðist hafa gengið vel þrátt fyrir að fjöldi fólks væri í húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í fjöl­býlis­húsi á Akra­nesi

Töluverður viðbúnaður er á Akranesi vegna elds í fjölbýlishúsi. Eldurinn var á fyrstu hæð í þriggja hæða blokk á Akranesi. Enginn var heima í íbúðinni sem eldurinn var í. Tveir voru heima í öðrum íbúðum en eru ekki slasaðir. Slökkvilið vinnur nú að því að reykræsta húsið. 

Innlent
Fréttamynd

„Það er heil­mikil kæling af þessu“

Hraunkæling við varnargarðana við Grindavík hefur staðið yfir síðan í nótt. Kælingin virðist hafa borið árangur að mati slökkvistjóra. Á sama tíma hefur vinna við hækkun varnargarðanna staðið yfir. Verkfræðingur hjá Verkís fagnar því minnkandi hraunrennsli.

Innlent
Fréttamynd

Stofna starfs­hóp vegna fjölda bruna í tengslum við þak­pappa­lagningu

Í ljósi fjölda eldsvoða í tengslum við þakframkvæmdir á síðustu árum hefur HMS hafið samstarfsverkefni um gerð verklagsleiðbeininga fyrir vinnu með eld í þakframkvæmdum.Myndaður hefur verið starfshópur til að vinna að gerð svokallaðs Rb-blaðs um verklag fyrir lagningu þakpappa og þær öryggisráðstafanir sem þarf að gera við slíka vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Tók langan tíma að finna upp­runa ammoníak­lekans

Slökkvilið Vesturbyggðar vann að því í allan dag að leita að ammoníakleka í gömlu frystihúsi á Tálknafirði, nú Vesturbyggð. Tilkynnt var um mikla ammoníaklykt um klukkan 2:23 í nótt. Lekinn var að enda fundinn en slökkvilið segir að það hafi „heldur betur bæst í reynslubankann“ í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hætta hraunkælingu og meta stöðuna í dag

Slökkviliðsmenn í Grindavík hafa hætt að dæla vatni yfir hraunið sem teygði sig upp yfir varnargarðinn við Svartsengi. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna segir fyrsta hraunkælingaraðgerð frá Heimaeyjargosinu hafa verið tilraun en að þegar hafi verið búið að stöðva framgang hraunsins.

Innlent
Fréttamynd

Hraunkælingin ekki gengið snurðu­laust fyrir sig

Slökkviliðsmenn á vegum Brunavarna Suðurnesja voru í nótt að dæla vatni á hraun við varnargarðinn við Svartsengi. Kælingin hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig þar sem upp komu vandræði með vatnsþrýstinginn.

Innlent
Fréttamynd

Hraunkælingin gengur vel og heldur á­fram í alla nótt

Slökkvilið Grindavíkur hóf fyrr í kvöld ásamt úrvalsliði viðbragðsaðila að dæla vatni yfir hraun sem hóf að teygja sig yfir varnargarðinn við Svartsengi. Um er að ræða fyrstu hraunkælingu af þessu tagi síðan í Heimaeyjargosinu.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­lið undir­býr hraunkælingu við varnar­garð við Svarts­engi

Í dag fór lítil spýja úr eldgosinu við Sundhnúk yfir varnargarð við Sýlingafell. Varnargarðurinn ver orkuverið í Svartsengi. Slökkvilið Grindavíkur vinnur á vettvangi auk ýmissa verktaka á vegum almannavarna á vinnutækjum sem eru reyna að reyna að stöðva flæði yfir varnargarðinn. Ekki hefur sú aðferð verið notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu 1973.

Innlent
Fréttamynd

Kringlan lokuð til fimmtu­dags

Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var bara eins og hryðju­verk“

Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er stór­tjón fyrir okkur“

Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján.

Innlent
Fréttamynd

Flúðu vett­vang eftir harðan á­rekstur

Fólksbifreið var ekið í veg fyrir jeppa á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að jeppinn valt nokkra hringi. Ökumaður og farþegi fólksbifreiðarinnar flúðu vettvang en lögreglu tókst að handtaka þá skömmu síðar.

Innlent
Fréttamynd

Myndir: Allt á floti í Kringlunni

Greint hefur verið frá því að mikið vatn sé nú á gólfum Kringlunnar vegna slökkvistarfs slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem barðist við eld á þaki verslunarmiðstöðvarinnar í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

„Sumar búðir hafa sloppið vel, aðrar ekki“

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að slökkvistarfi við utanverða Kringluna sé lokið. Nú dæli slökkvilið vatni af þakplötu verslunarmiðstöðvarinnar, þar sem að eldurinn kviknaði í dag. Og þá segir hann töluverða vinnu eftir inni í Kringlunni.

Innlent