New Jersey tapaði átjánda leiknum og setti vafasamt met New Jersey Nets setti nýtt met yfir verstu byrjun í sögu NBA-deildarinnar þegar liðið tapaði sínum átjánda leik á tímabilinu í nótt. New Jersey tapaði þá 101-117 fyrir Dallas Mavericks sem þýðir að ekkert lið hefur byrjað tímabilið jafn illa. Körfubolti 3. desember 2009 09:00
Artest fékk sér koníak í hálfleik Ron Artest er ekki hættur að ganga fram af fólki en hann hefur nú viðurkennt að hafa neytt áfengis í miðjum leik á meðan hann spilaði með Chicago Bulls en það var á árunum 1999-2002. Körfubolti 2. desember 2009 23:30
Lakers vann sinn sjöunda leik í röð en Phoenix tapaði Andrew Bynum var með 21 stig og Kobe Bryant skoraði 18 stig í léttum 110-99 sigri Los Angeles Lakers á New Orleans Hornets í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 2. desember 2009 09:00
Iverson á leið aftur til Philadelphia? Svo virðist sem Allen Iverson hafi fundið leið aftur í NBA-boltann en hans gamla félag, Philadephia Sixers, er talið vera til í að bjóða honum eins árs samning. Körfubolti 1. desember 2009 23:30
Kiki Vandeweghe verður þjálfari New Jersey Gamla kempan og starfandi framkvæmdastjóri New Jersey Nets, Kiki Vandeweghe, mun taka að sér þjálfun lélegasta liðs NBA-deildarinnar í dag en Nets ráku Lawrence Frank skömmu áður en liðið tapaði sínum sautjánda leik í röð. Körfubolti 1. desember 2009 20:15
Terry tryggði Dallas sigur - Ellis með 45 stig Jason Terry tryggði Dallas Mavericks 104-102 sigur á Philadelphia 76ers með því að skora sigurkörfuna 1,4 sekúndum fyrir leikslok. Dirk Nowitzki skoraði 28 stig og Jason Kidd var með 22 stig og 11 stoðsendingar en Dallas var nærri því búið að missa niður 17 stiga forskot í leiknum. Willie Green skroaði 23 stig fyrir Philadelphia. Körfubolti 1. desember 2009 09:45
Rekinn rétt áður en liðið jafnaði metið yfir verstu byrjunina Lawrence Frank var ekki lengur þjálfari New Jersey Nets þegar liðið jafnaði metið yfir verstu byrjun í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Frank var rekinn frá liðinu aðeins nokkrum klukkutímum áður en liðið taðið á móti meisturunum í Los Angeles Lakers. Körfubolti 30. nóvember 2009 09:15
New Jersey Nets jafnaði metið yfir verstu byrjun liðs í NBA New Jersey Nets tapaði í nótt sínum 17. leik í röð í NBA-deildinni þegar liðið sótti meistarana í Los Angeles Lakers heim. Nets varð þar með þriðja liðiðí sögu deildarinnar til að tapa 17 fyrstu leikjum sínum á tímabilinu en hin tvö voru Miami Heat (1988-89) og Los Angeles Clippers (1999). Körfubolti 30. nóvember 2009 09:00
NBA í nótt: Cleveland vann Dallas Cleveland var ekki lengi að jafna sig á tapinu fyrir Charlotte í fyrrinótt þar sem liðið vann góðan sigur á sterku liði Dallas í gærkvöldi. Körfubolti 29. nóvember 2009 10:00
NBA í nótt: Shaq og LeBron töpuðu fyrir Charlotte - Melo með 50 stig Charlotte Bobcats vann í nótt nokkuð öruggan sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir slaka frammistöðu í fjórða leikhluta, 94-87. Körfubolti 28. nóvember 2009 11:00
NBA í nótt: Howard öflugur í sigri Orlando Orlando Magic vann í nótt góðan sigur á Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta, 93-76. Körfubolti 27. nóvember 2009 09:00
Útlit fyrir að Allen Iverson sé að hætta Allt útlit er fyrir að Allen Iverson muni fljótlega leggja skóna á hilluna eftir langan feril í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 26. nóvember 2009 11:15
NBA í nótt: Beasley tryggði Miami sigur með troðslu Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann afar nauman sigur á grönnum sínum í Orlando, 99-98, þar sem Michael Beasley skoraði umdeilda sigurkörfu í blálokin. Körfubolti 26. nóvember 2009 09:00
NBA í nótt: Enn tapar New Jersey New Jersey tapaði í nótt sínum fjórtánda leik í röð í NBA-deildinni og hefur því enn ekki unnið einn einasta leik á tímabilinu til þessa. Körfubolti 25. nóvember 2009 09:00
NBA í nótt: Duncan góður í sigri San Antonio Tim Duncan átti góðan leik þegar að San Antonio vann sigur á Milwaukee, 112-98, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 24. nóvember 2009 08:43
Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Flautukarfa Kevin Garnett í lok framlengingar í leik Boston og New York í NBA-deildinni í nótt tryggði fyrrnefnda liðinu sigur í leiknum, 107-105. Körfubolti 23. nóvember 2009 09:00
NBA-deildin: New Orleans endaði sigurgöngu Atlanta Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar að Atlanta Hawks tapaði loks eftir að hafa unnið sjö leiki í röð en New Orleans Hornets batt endi á sigurgönguna. Körfubolti 22. nóvember 2009 11:00
NBA-deildin: James með 40 stig í sigri Cleveland Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar að LeBron James átti enn einn stórleikinn í vetur, Orlando vann risaslaginn gegn Boston og Atlanta er áfram á sigurbraut. Körfubolti 21. nóvember 2009 11:00
NBA-deildin: Gasol sneri aftur með stæl í sigri Lakers Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar endurkoma Spánverjans Pau Gasol í sannfærandi 108-93 sigri LA Lakers gegn Chicago Bulls í Staples Center. Körfubolti 20. nóvember 2009 09:15
LeBron James meiddi sig við að troða í nótt LeBron James leikmaður Cleveland Cavaliers er þekktur fyrir að troða boltanum með glæsilega í körfur andstæðinganna og er fyrir vikið reglulegur gestur í niðurtalningum á flottustu tilþrifum dagsins. Körfubolti 19. nóvember 2009 16:00
NBA-deildin: Nowitzki fór á kostum í sigri gegn Spurs Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en mesta spennan var í 99-94 sigri Dallas Mavericks gegn San Antonio Spurs eftir framlengdan leik. Körfubolti 19. nóvember 2009 09:15
Iverson er ekki tilbúinn að leggja NBA-skóna á hilluna Umboðsmaður Allen Iverson segir sinn mann ekki vera tilbúinn að setja punktinn á bak við NBA-feril sinn þrátt fyrir að hafa látinn fara frá Memphis Grizzlies í vikunni. Iverson er orðinn 34 ára gamall en hann hefur skorað 27,0 stig að meðaltali í 889 leikjum í9 NBA-deildinni. Körfubolti 18. nóvember 2009 16:45
NBA-deildin: Bryant rauf 40 stiga múrinn í sigri Lakers Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem stórstjörnurnar Kobe Bryant hjá LA Lakers og LeBron James Cleveland Cavaliers voru í miklu stuði með liðum sínum. Körfubolti 18. nóvember 2009 09:15
NBA í nótt: Fimmti sigur Atlanta í röð Atlanta vann í nótt sinn fimmta sigur í NBA-deildinni í röð er liðið vann sigur á Portland, 99-95, í framlengdum leik. Körfubolti 17. nóvember 2009 09:00
Abdul-Jabbar: Afar þakklátur fyrir allan stuðninginn NBA-goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar kveðst alls ekki sjá eftir því að hafa nýlega tilkynnt opinberlega að hann hafi greinst með sjaldgæfa tegund af hvítblæði og væri nú í meðferð út af veikindunum. Körfubolti 16. nóvember 2009 15:30
NBA-deildin: Meistararnir lágu heima gegn Houston Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar 91-101 sigur Houston Rockets gegn LA Lakers í Staples Center í Los Angeles. Körfubolti 16. nóvember 2009 09:15
Ekki líklegt að NBA leggi treyju númer 23 Eins og Vísir greindi frá á föstudaginn þá stendur LeBron James fyrir átaki þar sem hann hvetur alla leikmenn deildarinnar með númerið 23 á bakinu til þess að leggja númerinu af virðingu við Michael Jordan. Körfubolti 15. nóvember 2009 11:00
NBA: Lakers og Boston töpuðu bæði Denver Nuggets kjöldró meistara LA Lakers er liðin mættust í Denver í gær. Denver var að snúa heim eftir sex leikja ferðalag og kom heim með stæl. Körfubolti 14. nóvember 2009 11:13
LeBron hættir að nota númerið 23 til að heiðra Jordan LeBron James vill að allir leikmenn NBA-deildarinnar sem noti númerið 23 hætti að nota það til þess að heiðra Michael Jordan. Körfubolti 13. nóvember 2009 19:00
NBA: Sigrar hjá Lakers og Cleveland Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og þeir voru reyndar ekkert af ódýrari gerðinni. Lakers lagði Phoenix og Cleveland skellti Miami. Körfubolti 13. nóvember 2009 09:00