Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Móðir Cher er látin

Georgia Holt, móðir söngkonunnar Cher, er látin, 96 ára að aldri. Mæðgurnar voru mjög nánar en árið 2014 gerði Cher heimildarmynd um móður sína. 

Lífið
Fréttamynd

Bubbi vísaði keppanda út: „Ég ætla að skila þér“

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens var, eins og frægt er, einn af dómurunum þremur í fyrstu þáttaröðum Idol Stjörnuleitar. Bubbi var ekki þekktur fyrir það að fara mjúkum höndum um keppendur. Hann lét þá alltaf vita hvað honum fannst, sama hvort þeir voru góðir, lélegir eða „lala“, eins og hann orðaði það.

Lífið
Fréttamynd

Íslensku tröllin í aðalhlutverki í nýrri ævintýramynd

Í nýrri stiklu fyrir fjölskyldu- og ævintýramyndina Jólamóðir eru kynntir til leiks landsþekkir karakterar og þjóðargersemi, íslensku tröllin. Um leikstjórn sá hinn 27 ára gamli Jakobs Hákonarsonar, sem spreytir sig á stóra tjaldinu í fyrsta skiptið.

Jól
Fréttamynd

Ganga gapandi inn í Eldborg

Sjö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir til landsins í tengslum við Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Hörpu annað kvöld. Leikstjóri einnar vinsælustu kvikmyndar ársins og leikari úr Game of Thrones eru á meðal alþjóðlegra stórstjarna sem verða viðstaddar. Listrænn stjórnandi segir áhorfendur mega eiga von á óvæntum uppákomum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leikkonan Kirstie Alley er látin

Leikkonan Kirstie Alley er látin eftir baráttu við krabbamein. Hún var 71 árs. Alley var einna þekktust fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Cheers, Look Who's Talking myndunum og fyrir að tilheyra Vísindakirkjunni.

Lífið
Fréttamynd

Húrra fyrir evrópskri kvik­mynda­gerð!

Það er mikið fagnaðarefni að Evrópsku kvikmyndaverðlaunin séu haldin á Íslandi í ár og ástæða er til að hrósa stjórnvöldum fyrir að leggja í þá vinnu og fjármögnun. Verðlaunin eru stórviðburður og verða afhent, eins og kunnugt er, í Hörpu næsta laugardag að viðstöddu stórskotaliði evrópskrar kvikmyndaframleiðslu. Sýnt verður frá verðlaunaafhendingunni í beinni útsendingu á RÚV og um alla Evrópu.

Skoðun
Fréttamynd

Twin Peaks-leikari látinn

Bandaríski leikarinn Al Strobel, sem þekktastur er fyrir að fara með hlutverk hins einhenta Philip Gerrard í þáttunum Twin Peaks, er látinn. Hann varð 83 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Gunnar Angus slær í gegn sem Stubbasólin á Netflix

Þrátt fyrir að vera aðeins tveggja ára gamall hefur Gunnar Angus Ólafsson þegar tekið að sér verkefni fyrir stór fyrirtæki í Kanada. Það nýjasta og stærsta er sannkallað stjörnuhlutverk. Gunnar Angus er í hlutverki sólarinnar í Stubbunum (e. Teletubbies).

Lífið
Fréttamynd

Stiklusúpa: Indiana Jones mætir aftur, aftur

Lucasfilm og Disney birtu í gær fyrstu stiklu nýrrar kvikmyndar um fornleifafræðinginn og ævintýramanninn Indiana Jones. Myndin er sú fimmta um Jones, sem leikinn er af Harrison Ford, og ber hún titilinn Indiana Jones and The Dial of Destiny.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Orange Is the New Black-leikari látinn

Bandaríski leikarinn og fótboltaspilarinn Brad William Henke, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Orange Is the New Black, er látinn, 56 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Die Hard-stjarna látin

Bandaríski leikarinn Clarence Gilyard Jr., sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Walker, Texas Ranger og Matlock og aukahlutverk sitt í stórmyndinni Die Hard, er látinn, 66 ára að aldri.

Lífið