Selur 60 prósenta hlut í félagi sem metið er á um 42 milljarða króna Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2022 20:38 Bradi Pitt stofnaði Plan B ásamt Jennifer Aniston, þávarandi kærustu sinni, árið 2001. Getty Bandaríski stórleikarinn Brad Pitt hefur selt franska fjölmiðlarisanum Mediawan meirihluta í framleiðslufyrirtækinu Plan B Productions. Bandarískir fjölmiðlar segja að félagið sé metið á 300 milljónir Bandaríkjadala, eða rúma 42 milljarða íslenskra króna. Framleiðslufyrirtækið Plan B hefur staðið fyrir framleiðslu á fjölda verðlaunamynda, meðal annars Moonlight og The Big Short. Pitt hefur nú selt Mediawan 60 prósenta eignarhlut. Plan B var stofnað árið 2001 af Pitt, þáverandi kærustu hans, Jennifer Aniston, og umboðsmanninum Brad Grey sem lést árið 2017. Eftir skilnað Pitt og Aniston varð Pitt hins vegar eini eigandi félagsins. Í frétt WSJ segir að samkvæmt samningnum nú eigi Pitt og viðskiptafélagar hans, Gardner og Jeremy Kleiner, að koma áfram að starfsemi framleiðslufélagsins. Brad Pitt og Jennifer Aniston voru heitasta parið í Hollywood árið 2001 þegar þau stofnuðu Plan B.Getty Pitt sagði í viðtali við Financial Times að félagið hafi strax í byrjun hafi fyrirtækið verið „of stórt fyrir litla bílskúrinn okkar“. Hver verðlaunamyndin á fætur annarri Þrjár af myndum Plan B – The Departed, 12 Years a Slave og Moonlight – hafa unnið Óskarsverðlaun sem besta kvikmynd ársins. Í hópi nýrri mynda má svo nefna Blonde, mynd um Marilyn Monroe, og She Said, mynd sem fjallar um sögu blaðamanna hjá New York Times sem áttu þátt í að afhjúpa kynferðisbrot kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Pitt segir í samtali við FT að honum hafi þótt að Mediawan hafi boðið sanngjart verð í félagið. Mediawan hefur á síðustu árum staðið að framleiðslu á til dæmis þáttunum Call My Agent og myndinni um Skytturnar þrjár. Mediawan var stofnað árið 2019 af fjarskiptamógúlnum Xavier Niel, fjárfestinum Matthieu Pigasse og sjónvarpsframleiðandanum Pierre-Antoine Capton. Umsvif félagsins hafa vaxið mikið á síðustu árum og hefur það keypt upp minni framleiðslufyrirtæki, meðal annars á Spáni og í Þýskalandi. Plan B er fyrsta bandaríska framleiðslufyrirtækið sem Mediawan kaupir. „Plan B er besta óháða framleiðslufyrirtækið í Bandaríkjunum,“ segir forstjóri Mediawan, Pierre-Antoine Capton. Reese Witherspoon seldi sitt félag WSJ segir í grein sinni að kaup Mediawan á Plan B sé eitt af mörgum nýlegum dæmum þar sem fjölmiðlarisar hafi keypt upp smærri framleiðslufyrirtæki sem stofnuð voru af þekktum Hollywood-stjörnum. Á síðasta ári keypti þannig skemmtanarísinn Candle Media, sem er í eigu fyrrverandi fjármálastjóra Disney, Kevin Mayer, og Tom Staggs, framleiðslufyrirtækið Hello Sunshine sem stórleikkonan Reese Witherspoon stofnaði á sínum tíma. Hello Sunshine hefur framleitt þætti á borð við The Morning Show á Apple TV+. Sá samningur var metinn á 900 milljónir dala, um 160 milljarða króna. Sömu sögu er að segja af framleiðslufyrirtækinu Westbrook sem Candle Media keypti hlut í á síðasta ári. Hjónin Will Smith og Jada Pinkett-Smith stofnuðu Westbrook árið 2019. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Brad Pitt óvænt með fyrstu listsýningu sína í Finnlandi Brad Pitt hefur alltaf verið þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum en nýjasta för hans innan listaheimsins er á svið myndhöggvara. Nú stendur yfir hans fyrsta listasýning en staðsetning hennar hefur vakið athygli. 20. september 2022 11:35 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Plan B hefur staðið fyrir framleiðslu á fjölda verðlaunamynda, meðal annars Moonlight og The Big Short. Pitt hefur nú selt Mediawan 60 prósenta eignarhlut. Plan B var stofnað árið 2001 af Pitt, þáverandi kærustu hans, Jennifer Aniston, og umboðsmanninum Brad Grey sem lést árið 2017. Eftir skilnað Pitt og Aniston varð Pitt hins vegar eini eigandi félagsins. Í frétt WSJ segir að samkvæmt samningnum nú eigi Pitt og viðskiptafélagar hans, Gardner og Jeremy Kleiner, að koma áfram að starfsemi framleiðslufélagsins. Brad Pitt og Jennifer Aniston voru heitasta parið í Hollywood árið 2001 þegar þau stofnuðu Plan B.Getty Pitt sagði í viðtali við Financial Times að félagið hafi strax í byrjun hafi fyrirtækið verið „of stórt fyrir litla bílskúrinn okkar“. Hver verðlaunamyndin á fætur annarri Þrjár af myndum Plan B – The Departed, 12 Years a Slave og Moonlight – hafa unnið Óskarsverðlaun sem besta kvikmynd ársins. Í hópi nýrri mynda má svo nefna Blonde, mynd um Marilyn Monroe, og She Said, mynd sem fjallar um sögu blaðamanna hjá New York Times sem áttu þátt í að afhjúpa kynferðisbrot kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Pitt segir í samtali við FT að honum hafi þótt að Mediawan hafi boðið sanngjart verð í félagið. Mediawan hefur á síðustu árum staðið að framleiðslu á til dæmis þáttunum Call My Agent og myndinni um Skytturnar þrjár. Mediawan var stofnað árið 2019 af fjarskiptamógúlnum Xavier Niel, fjárfestinum Matthieu Pigasse og sjónvarpsframleiðandanum Pierre-Antoine Capton. Umsvif félagsins hafa vaxið mikið á síðustu árum og hefur það keypt upp minni framleiðslufyrirtæki, meðal annars á Spáni og í Þýskalandi. Plan B er fyrsta bandaríska framleiðslufyrirtækið sem Mediawan kaupir. „Plan B er besta óháða framleiðslufyrirtækið í Bandaríkjunum,“ segir forstjóri Mediawan, Pierre-Antoine Capton. Reese Witherspoon seldi sitt félag WSJ segir í grein sinni að kaup Mediawan á Plan B sé eitt af mörgum nýlegum dæmum þar sem fjölmiðlarisar hafi keypt upp smærri framleiðslufyrirtæki sem stofnuð voru af þekktum Hollywood-stjörnum. Á síðasta ári keypti þannig skemmtanarísinn Candle Media, sem er í eigu fyrrverandi fjármálastjóra Disney, Kevin Mayer, og Tom Staggs, framleiðslufyrirtækið Hello Sunshine sem stórleikkonan Reese Witherspoon stofnaði á sínum tíma. Hello Sunshine hefur framleitt þætti á borð við The Morning Show á Apple TV+. Sá samningur var metinn á 900 milljónir dala, um 160 milljarða króna. Sömu sögu er að segja af framleiðslufyrirtækinu Westbrook sem Candle Media keypti hlut í á síðasta ári. Hjónin Will Smith og Jada Pinkett-Smith stofnuðu Westbrook árið 2019.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Brad Pitt óvænt með fyrstu listsýningu sína í Finnlandi Brad Pitt hefur alltaf verið þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum en nýjasta för hans innan listaheimsins er á svið myndhöggvara. Nú stendur yfir hans fyrsta listasýning en staðsetning hennar hefur vakið athygli. 20. september 2022 11:35 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Brad Pitt óvænt með fyrstu listsýningu sína í Finnlandi Brad Pitt hefur alltaf verið þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum en nýjasta för hans innan listaheimsins er á svið myndhöggvara. Nú stendur yfir hans fyrsta listasýning en staðsetning hennar hefur vakið athygli. 20. september 2022 11:35