Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 10:01 Friðrik Þór, einn aðstandenda þeirra sem létust í slysinu, hefur gagnrýnt flugmálayfirvöld harðlega í gegnum tíðina. Stöð 2 „Viðmót flugmálayfirvalda olli okkur verulegum vonbrigðum. Kannski eru þetta mannleg viðbrögð. En þetta sýnir að þetta getur rist djúpt, að einhverjir almennir borgarar geti farið að veita kerfinu aðhald, spyrja spurninga og efast um vinnubrögð þeirra,“ segir Friðrik Þór Guðmundsson. Sonur hans, Sturla Þór var einn af sex fórnarlömbum flugslyss sem átti sér stað í Skerjafirði árið 2000 og vakti upp mikinn óhug og sorg á meðal þjóðarinnar. Á heimleið af Þjóðhátíð Þann 7. ágúst árið 2000 var hrapaði lítil eins hreyfils flugvél í sjóinn í Skerjafirði, með sex manns innanborðs. Vélin var á vegum Leiguflugs Ísleifs Ottesen og var á leið heim frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vélin var við það að snerta flugbrautina og lenda þegar flugmaðurinn fékk skipun frá flugturni um að hætta við þar sem önnur flugvél var á flugbrautinni. Flugmaðurinn hækkaði þá flugið og ætlaði að taka annan hring. Flugvélin var komin í um 500 feta flughæð þegar hreyfillinn missti afl og stöðvaðist. Örstuttu síðar skall vélin í sjóinn, brotnaði og sökk á um sex metra dýpi, með alla innanborðs. Mjög margir sjónarvottar voru að slysinu, enda átti það sér stað við íbúabyggð í Skerjafirði. Stöð 2 Í þriðja þætti af Eftirmálum, sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi, er fjallað um þennan hörmungaratburð sem á sínum tíma vakti upp stórar spurningar um flugöryggi á Íslandi og varð eitt umtalaðasta fréttamál síðari ára. Auk Friðriks Þórs er rætt við Kjartan Jakob Hauksson atvinnukafara, sem kom að björgunaraðgerðum á slysstað umræddan dag, og Hilmar Foss flugsérfræðing. Þá er einnig rætt við Kristján Björn Ólafsson, sem missti bróður sinn í slysinu. Klippa: Fylgdist með flugvélinni fara niður Umrætt kvöld var greint frá því að eins hreyfils flugvél hefði lent í sjónum í Skerjafirði í Reykjavík laust eftir klukkan 20.30. Allt tiltækt björgunarlið slökkviliðsins, þar með talin köfunarsveit, var kallað út og einnig komu gúmmíbátar frá Flugmálastjórn, slökkviliði og lögreglu á staðinn. Flugmaðurinn, sem hét Mohammed Josef Daglas og einn af farþegunum, Karl Frímann Ólafsson voru úrskurðaðir látnir á staðnum. Gunnar Viðar Árnason var færður á bráðamóttöku þar sem reynt var í marga að bjarga honum en hann var að lokum úrskurðaður látinn um nóttina. Endurlífganir tókust hjá hinum þremur - en einn farþegi, Heiða Björk Viðarsdóttir, lést nokkrum dögum síðar. Þeir Sturla Þór Friðriksson og Jón Börkur Jónsson lifðu af en voru mikið slasaðir. Biðu milli vonar og ótta í fjóra mánuði Friðrik Þór Guðmundsson, blaðamaður og fræðimaður, er faðir Sturlu Þórs. Í þætti Eftirmála rifjar Friðrik upp þennan örlagaríka dag. Hann var þegar mættur á flugvöllinn til að sækja son þegar slysið átti sér stað í Skerjafirði. „Ég var í gamla flugturninum að bíða eftir að flugvélin lenti. Og ég fylgdist með þegar hún tók upp aftur, og fylgdist með þegar hún flaug frá og þegar hún fór niður. Ég hafði spurt mann sem var þarna í gamla flugturninum að því hvort þetta væri vél sem væri að koma frá Vestmannaeyjum. Og hann hélt það, þannig að grunsemdirnar voru miklar. Þegar hún fór niður gat ég ekki verið viss, og fyrstu fréttir bentu ekki til þess að þetta væri sú flugvél. Flugfélagið sendi frá sér rangan farþegalista. Friðrik Þór og hinir aðstandendurnir fengu því framgengt á sínum tíma að málið færi fyrir dómstóla í Bandaríkjunum.Stöð 2 Hann rifjar upp eftirmála slyssins. Sonur hans lá á milli heims og helju í fjóra mánuði. „Hjá mér, og fjölskyldunni að sjálfsögðu, var lífið uppi á spítala þessar næstu vikur og mánuði,“ rifjar Friðrik upp. Aðspurður um hvernig þessi tími var segir Friðrik að hann hafi verið „blendinn.“ „Fyrst var þetta auðvitað mikið til bið og krosslagðir puttar þegar það kom í ljós og þá erum við tala um október eða svo. Hann vaknaði smám saman og hausinn var heill. Þá var bara að takast á við líkamlega hlutann, og það gekk vel. Fram að byrjun desember, en þá byrjuðu sýkingar og kerfisbilanir að láta á sér kræla. Og hann náði ekki að jafna sig á því.“ Voru staðráðin að komast að sannleikanum Skömmu eftir slysið fór af stað rannsókn á vegum Rannsóknarnefndar flugslysa en þar sem aðstandendur fórnarlamba slyssins gerðu margvíslegar athugasemdir við þá rannsókn þá leiddi það til þess að einnig fór í gang lögreglurannsókn á málinu. Þann 30. mars árið 2001 lá niðurstaða Rannsóknarnefndar flugslysa fyrir. Kom þar fram að talið væri að orsök slyssins hefði verið skortur á eldsneyti til hreyfilsins í vélinni. Flugmaðurinn flaug ellefu ferðir með farþega milli Eyja og lands þennan dag og er ýjað að því í niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar að hann hafi verið þreyttur og ekki brugðist rétt við. Aðstandendurnir voru hins vegar alls ekki sáttir við þessa niðurstöðu og vildu meina að flugrekstarstjórinn og eigandi flugfélagsins, Ísleifur Ottesen, bæri ekki síður ábyrgð. Aðstandendurnir voru staðráðnir í að komast að sannleikanum í málinu og fóru því fram á óháða rannsókn, sem framkvæmd var af tveimur breskum sérfræðingum. Um svipað leyti skipaði Samgönguráðuneytið sérstaka rannsóknarnefnd, Líndalsnefndina svokölluðu, sem einnig rannsakaði málið. Flugslysið í Skerjafirði olli þjóðarsorg á sínum tíma. Blásið var til minningarathafnar um fórnarlömbin.Stöð 2 Í skýrslu Bretanna kemur fram að þeir telji að rannsókn Rannsóknarnefndar flugslysa hafi verið í samræmi við þágildandi reglugerðir en hafi ekki verið nægilega ítarleg og að í henni hafi verið komist að óviðeigandi niðurstöðum á grundvelli sönnunargagna. Það hafi leitt til þeirrar fljótfærnislegu niðurstöðu að líklegasta orsök slyssins hafi verið eldsneytisskortur. Bretarnir segja hins vegar að nánari skoðun gagna bendi til þess að úrbræðsla hreyfils sé ekki síður líkleg orsök. Vissi að það var ekki allt með felldu Rifjað er upp í þætti Eftirmála hvernig málið var gífurlega umtalað á sínum tíma, og olli meðal annars deilum innan flugsamfélagsins. Fólk hafði sterkar skoðanir á málinu og talað var um það ríkti trúnaðarbrestur á milli almennings og flugmálayfirvalda. Hilmar Foss flugsérfræðingur var fjölskyldunum innan handar á þessum tíma, en hann var jafnframt fjölskylduvinur tveggja piltanna sem létust í slysinu. „Ég vissi fyrirfram að það var ekki allt með felldu með flugvélina áður en hún fórst. Maður þekkti til flugrekstrartakta Ísleifs Ottesen. Sem að síðan kom afskaplega vel í ljós þegar farið var að skoða aðdraganda þessa flugslyss,“ segir Hilmar í samtali við Eftirmál. „Við fundum ýmislegt af þvi sem rannsóknarnefnd flugslysa bað síðar um, og flugmálastjórn og lögreglan. Allskonar gögn sem við höfðum fundið sem þeir áttu eftir að finna.“ Hilmar Foss var aðstandendum fórnarlamba slyssins innan handar á sínum tíma en býr yfir mikilli sérþekkingu á flugmálum.Stöð 2 Vafasöm viðskipti Í þætti Eftirmála er rifjað upp að uppruni flugvélarinnar var að mörgu leyti afar óljós. Af þeim sökum voru margir sannfærðir um að hún hefði aldrei átt að vera í loftinu. „Þetta var engin venjuleg flugvél. Hún hafði verið notuð í vafasöm viðskipti. Það voru villandi upplýsingar um árgerð vélarinnar, og fleira og fleira, sem gerði það að verkum að það var allt sem kallaði á sérstaka úttekt á þessari flugvél,“ segir Hilmar. Líkt og fyrr segir var það niðurstaða bresku sérfræðinganna á sínum tíma að úrbræðsla hreyfils væri líkleg orsök slyssins. Atburðarásin færðist til Bandaríkjanna Í þætti Eftirmála er rifjað upp hvernig málið tók ákveðna u-beygju þegar í ljós kom að hreyfilinn hafði verið seldur úr landi stuttu eftir slysið. Það vakti upp grunsemdir að sá sem keypti hreyfilinn af tryggingarfélaginu var sjálfur eigandi og rekstraraðili flugvélarinnar: Ísleifur Ottesen. Málið færðist þar af leiðandi að vissu leyti til Bandaríkjanna. Þegar aðstandendur komust að því að hreyfillinn væri farinn til Bandaríkjanna fór af stað hröð atburðarás, þar sem Hilmar Foss kom fremst við sögu. Hreyfilinn hafði farið til El Paso, til viðskiptafélags Ísleifs og síðan þaðan til fyrirtækis sem keypti hreyfilinn, sem heitir Western Skyways. Hilmar hófst þegar handa við að hringja út um allt, á þá staði þar sem gætu mögulega hýst hreyfilinn, og fann hann loks fyrir hálfgerða tilviljun. „The Icelandic engine, yes, I remember that“ „Ég hringdi í Western Skyways og fékk þar samband við herramann. Hann fór og fletti upp í þeirra bókum en fann ekki hreyfilinn. Þegar ég sagði honum að hreyfilinn hefði komið frá Íslandi þá sagði hann: „The Iceland engine, yes, I remember that.“ Í ljós kom að raðnúmer hreyfilsins hafði verið fært í þeirra bækur með einni skekkju í tölustaf. Í ljós kom að Western Skyways höfðu þá þegar verið búnir að selja íhluti í aðra hreyfla, og gátu notað allt nema sveifarásinn. Samkvæmt vitnisburði manns sem hafði átt við hreyfilinn var sennilegt að hreyfilinn hefði brætt úr sér. Á endanum var þó ekki hægt að sanna það hvort hreyfillinn hefði bilað. Engin ein skýring til staðar Tímaramminn til að höfða mál eftir slys af þessu tagi eru tvö ár. „Þegar ljóst var að eigandi flugfélagsins hafði flúið til Bandaríkjanna, og með í huga að ég er tvöfaldur ríkisborgari og fleira, þá fengum við því framgengt að málið yrði tekið upp í Bandaríkjunum,“ segir Friðrik Þór. „Þar var málið mestmegnis í gangi 2003 og 2004. Því lauk þar með dómssátt og ég get því miður ekki nefnt innihald þessarar dómsáttar. Þegar að lögfræðingarnir höfðu tekið sinn helming og kostnaður greiddur af stefnendum, og restinni dreift á sex aðila, þá var alveg ljóst að það yrði enginn ríkur á þessu.“ Niðurstaða fyrrnefndrar Líndalsnefndar leit dagsins ljós árið 2005. Þar kemur fram eins og í fyrstu skýrslunni að líklegasta ástæða slyssins hafi verið eldsneytisþurrð og reynsluleysi flugmannsins. En það var augljóslega enginn hreyfill til að rannsaka því hann var sendur úr landi. Það er því í raun og veru engin ein skýring sem liggur fyrir á tildrögum slyssins. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að gagnvart kerfinu væri ekki hægt að komast lengra. Líkindin sem reiknuð voru út varðandi eldsneytisskort þau standa út af fyrir sig en af því að hreyflinum var fargað og fleira þá er málið einfaldlega þannig að það er ekki hægt að segja með neinni vissu hvers vegna flugvélin fórst,“ segir Friðrik Þór. Ótal spurningar en fá svör Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála er margt enn á huldu; óljós saga og óskýr gögn, og aðstandendur fórnarlamba slyssins sitja uppi með ótal spurningar. Flugslysið í Skerjafirði leiddi engu að síður til þess að margvíslegar umbætur voru gerðar í flugöryggismálum hér á landi. Friðrik Þór segir margt hafa breyst í kjölfarið. „Eftirliti var breytt, lögum var breytt. Aðrir tóku til hjá sér og svo framvegis. Það höfðu orðið eitt til þrjú banaslys í íslenskri flugumferð um langt árabil árin á undan. Eftir þetta mál dó enginn í íslenskri flugumferð í níu ár.“ Fjórða þátt Eftirmála þar sem fjallað er um flugslysið í Skerjafirði má sjá á Stöð 2 plús. Flugslys í Skerjafirði 2000 Eftirmál Fréttir af flugi Bandaríkin Dómsmál Reykjavík Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Sonur hans, Sturla Þór var einn af sex fórnarlömbum flugslyss sem átti sér stað í Skerjafirði árið 2000 og vakti upp mikinn óhug og sorg á meðal þjóðarinnar. Á heimleið af Þjóðhátíð Þann 7. ágúst árið 2000 var hrapaði lítil eins hreyfils flugvél í sjóinn í Skerjafirði, með sex manns innanborðs. Vélin var á vegum Leiguflugs Ísleifs Ottesen og var á leið heim frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vélin var við það að snerta flugbrautina og lenda þegar flugmaðurinn fékk skipun frá flugturni um að hætta við þar sem önnur flugvél var á flugbrautinni. Flugmaðurinn hækkaði þá flugið og ætlaði að taka annan hring. Flugvélin var komin í um 500 feta flughæð þegar hreyfillinn missti afl og stöðvaðist. Örstuttu síðar skall vélin í sjóinn, brotnaði og sökk á um sex metra dýpi, með alla innanborðs. Mjög margir sjónarvottar voru að slysinu, enda átti það sér stað við íbúabyggð í Skerjafirði. Stöð 2 Í þriðja þætti af Eftirmálum, sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi, er fjallað um þennan hörmungaratburð sem á sínum tíma vakti upp stórar spurningar um flugöryggi á Íslandi og varð eitt umtalaðasta fréttamál síðari ára. Auk Friðriks Þórs er rætt við Kjartan Jakob Hauksson atvinnukafara, sem kom að björgunaraðgerðum á slysstað umræddan dag, og Hilmar Foss flugsérfræðing. Þá er einnig rætt við Kristján Björn Ólafsson, sem missti bróður sinn í slysinu. Klippa: Fylgdist með flugvélinni fara niður Umrætt kvöld var greint frá því að eins hreyfils flugvél hefði lent í sjónum í Skerjafirði í Reykjavík laust eftir klukkan 20.30. Allt tiltækt björgunarlið slökkviliðsins, þar með talin köfunarsveit, var kallað út og einnig komu gúmmíbátar frá Flugmálastjórn, slökkviliði og lögreglu á staðinn. Flugmaðurinn, sem hét Mohammed Josef Daglas og einn af farþegunum, Karl Frímann Ólafsson voru úrskurðaðir látnir á staðnum. Gunnar Viðar Árnason var færður á bráðamóttöku þar sem reynt var í marga að bjarga honum en hann var að lokum úrskurðaður látinn um nóttina. Endurlífganir tókust hjá hinum þremur - en einn farþegi, Heiða Björk Viðarsdóttir, lést nokkrum dögum síðar. Þeir Sturla Þór Friðriksson og Jón Börkur Jónsson lifðu af en voru mikið slasaðir. Biðu milli vonar og ótta í fjóra mánuði Friðrik Þór Guðmundsson, blaðamaður og fræðimaður, er faðir Sturlu Þórs. Í þætti Eftirmála rifjar Friðrik upp þennan örlagaríka dag. Hann var þegar mættur á flugvöllinn til að sækja son þegar slysið átti sér stað í Skerjafirði. „Ég var í gamla flugturninum að bíða eftir að flugvélin lenti. Og ég fylgdist með þegar hún tók upp aftur, og fylgdist með þegar hún flaug frá og þegar hún fór niður. Ég hafði spurt mann sem var þarna í gamla flugturninum að því hvort þetta væri vél sem væri að koma frá Vestmannaeyjum. Og hann hélt það, þannig að grunsemdirnar voru miklar. Þegar hún fór niður gat ég ekki verið viss, og fyrstu fréttir bentu ekki til þess að þetta væri sú flugvél. Flugfélagið sendi frá sér rangan farþegalista. Friðrik Þór og hinir aðstandendurnir fengu því framgengt á sínum tíma að málið færi fyrir dómstóla í Bandaríkjunum.Stöð 2 Hann rifjar upp eftirmála slyssins. Sonur hans lá á milli heims og helju í fjóra mánuði. „Hjá mér, og fjölskyldunni að sjálfsögðu, var lífið uppi á spítala þessar næstu vikur og mánuði,“ rifjar Friðrik upp. Aðspurður um hvernig þessi tími var segir Friðrik að hann hafi verið „blendinn.“ „Fyrst var þetta auðvitað mikið til bið og krosslagðir puttar þegar það kom í ljós og þá erum við tala um október eða svo. Hann vaknaði smám saman og hausinn var heill. Þá var bara að takast á við líkamlega hlutann, og það gekk vel. Fram að byrjun desember, en þá byrjuðu sýkingar og kerfisbilanir að láta á sér kræla. Og hann náði ekki að jafna sig á því.“ Voru staðráðin að komast að sannleikanum Skömmu eftir slysið fór af stað rannsókn á vegum Rannsóknarnefndar flugslysa en þar sem aðstandendur fórnarlamba slyssins gerðu margvíslegar athugasemdir við þá rannsókn þá leiddi það til þess að einnig fór í gang lögreglurannsókn á málinu. Þann 30. mars árið 2001 lá niðurstaða Rannsóknarnefndar flugslysa fyrir. Kom þar fram að talið væri að orsök slyssins hefði verið skortur á eldsneyti til hreyfilsins í vélinni. Flugmaðurinn flaug ellefu ferðir með farþega milli Eyja og lands þennan dag og er ýjað að því í niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar að hann hafi verið þreyttur og ekki brugðist rétt við. Aðstandendurnir voru hins vegar alls ekki sáttir við þessa niðurstöðu og vildu meina að flugrekstarstjórinn og eigandi flugfélagsins, Ísleifur Ottesen, bæri ekki síður ábyrgð. Aðstandendurnir voru staðráðnir í að komast að sannleikanum í málinu og fóru því fram á óháða rannsókn, sem framkvæmd var af tveimur breskum sérfræðingum. Um svipað leyti skipaði Samgönguráðuneytið sérstaka rannsóknarnefnd, Líndalsnefndina svokölluðu, sem einnig rannsakaði málið. Flugslysið í Skerjafirði olli þjóðarsorg á sínum tíma. Blásið var til minningarathafnar um fórnarlömbin.Stöð 2 Í skýrslu Bretanna kemur fram að þeir telji að rannsókn Rannsóknarnefndar flugslysa hafi verið í samræmi við þágildandi reglugerðir en hafi ekki verið nægilega ítarleg og að í henni hafi verið komist að óviðeigandi niðurstöðum á grundvelli sönnunargagna. Það hafi leitt til þeirrar fljótfærnislegu niðurstöðu að líklegasta orsök slyssins hafi verið eldsneytisskortur. Bretarnir segja hins vegar að nánari skoðun gagna bendi til þess að úrbræðsla hreyfils sé ekki síður líkleg orsök. Vissi að það var ekki allt með felldu Rifjað er upp í þætti Eftirmála hvernig málið var gífurlega umtalað á sínum tíma, og olli meðal annars deilum innan flugsamfélagsins. Fólk hafði sterkar skoðanir á málinu og talað var um það ríkti trúnaðarbrestur á milli almennings og flugmálayfirvalda. Hilmar Foss flugsérfræðingur var fjölskyldunum innan handar á þessum tíma, en hann var jafnframt fjölskylduvinur tveggja piltanna sem létust í slysinu. „Ég vissi fyrirfram að það var ekki allt með felldu með flugvélina áður en hún fórst. Maður þekkti til flugrekstrartakta Ísleifs Ottesen. Sem að síðan kom afskaplega vel í ljós þegar farið var að skoða aðdraganda þessa flugslyss,“ segir Hilmar í samtali við Eftirmál. „Við fundum ýmislegt af þvi sem rannsóknarnefnd flugslysa bað síðar um, og flugmálastjórn og lögreglan. Allskonar gögn sem við höfðum fundið sem þeir áttu eftir að finna.“ Hilmar Foss var aðstandendum fórnarlamba slyssins innan handar á sínum tíma en býr yfir mikilli sérþekkingu á flugmálum.Stöð 2 Vafasöm viðskipti Í þætti Eftirmála er rifjað upp að uppruni flugvélarinnar var að mörgu leyti afar óljós. Af þeim sökum voru margir sannfærðir um að hún hefði aldrei átt að vera í loftinu. „Þetta var engin venjuleg flugvél. Hún hafði verið notuð í vafasöm viðskipti. Það voru villandi upplýsingar um árgerð vélarinnar, og fleira og fleira, sem gerði það að verkum að það var allt sem kallaði á sérstaka úttekt á þessari flugvél,“ segir Hilmar. Líkt og fyrr segir var það niðurstaða bresku sérfræðinganna á sínum tíma að úrbræðsla hreyfils væri líkleg orsök slyssins. Atburðarásin færðist til Bandaríkjanna Í þætti Eftirmála er rifjað upp hvernig málið tók ákveðna u-beygju þegar í ljós kom að hreyfilinn hafði verið seldur úr landi stuttu eftir slysið. Það vakti upp grunsemdir að sá sem keypti hreyfilinn af tryggingarfélaginu var sjálfur eigandi og rekstraraðili flugvélarinnar: Ísleifur Ottesen. Málið færðist þar af leiðandi að vissu leyti til Bandaríkjanna. Þegar aðstandendur komust að því að hreyfillinn væri farinn til Bandaríkjanna fór af stað hröð atburðarás, þar sem Hilmar Foss kom fremst við sögu. Hreyfilinn hafði farið til El Paso, til viðskiptafélags Ísleifs og síðan þaðan til fyrirtækis sem keypti hreyfilinn, sem heitir Western Skyways. Hilmar hófst þegar handa við að hringja út um allt, á þá staði þar sem gætu mögulega hýst hreyfilinn, og fann hann loks fyrir hálfgerða tilviljun. „The Icelandic engine, yes, I remember that“ „Ég hringdi í Western Skyways og fékk þar samband við herramann. Hann fór og fletti upp í þeirra bókum en fann ekki hreyfilinn. Þegar ég sagði honum að hreyfilinn hefði komið frá Íslandi þá sagði hann: „The Iceland engine, yes, I remember that.“ Í ljós kom að raðnúmer hreyfilsins hafði verið fært í þeirra bækur með einni skekkju í tölustaf. Í ljós kom að Western Skyways höfðu þá þegar verið búnir að selja íhluti í aðra hreyfla, og gátu notað allt nema sveifarásinn. Samkvæmt vitnisburði manns sem hafði átt við hreyfilinn var sennilegt að hreyfilinn hefði brætt úr sér. Á endanum var þó ekki hægt að sanna það hvort hreyfillinn hefði bilað. Engin ein skýring til staðar Tímaramminn til að höfða mál eftir slys af þessu tagi eru tvö ár. „Þegar ljóst var að eigandi flugfélagsins hafði flúið til Bandaríkjanna, og með í huga að ég er tvöfaldur ríkisborgari og fleira, þá fengum við því framgengt að málið yrði tekið upp í Bandaríkjunum,“ segir Friðrik Þór. „Þar var málið mestmegnis í gangi 2003 og 2004. Því lauk þar með dómssátt og ég get því miður ekki nefnt innihald þessarar dómsáttar. Þegar að lögfræðingarnir höfðu tekið sinn helming og kostnaður greiddur af stefnendum, og restinni dreift á sex aðila, þá var alveg ljóst að það yrði enginn ríkur á þessu.“ Niðurstaða fyrrnefndrar Líndalsnefndar leit dagsins ljós árið 2005. Þar kemur fram eins og í fyrstu skýrslunni að líklegasta ástæða slyssins hafi verið eldsneytisþurrð og reynsluleysi flugmannsins. En það var augljóslega enginn hreyfill til að rannsaka því hann var sendur úr landi. Það er því í raun og veru engin ein skýring sem liggur fyrir á tildrögum slyssins. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að gagnvart kerfinu væri ekki hægt að komast lengra. Líkindin sem reiknuð voru út varðandi eldsneytisskort þau standa út af fyrir sig en af því að hreyflinum var fargað og fleira þá er málið einfaldlega þannig að það er ekki hægt að segja með neinni vissu hvers vegna flugvélin fórst,“ segir Friðrik Þór. Ótal spurningar en fá svör Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála er margt enn á huldu; óljós saga og óskýr gögn, og aðstandendur fórnarlamba slyssins sitja uppi með ótal spurningar. Flugslysið í Skerjafirði leiddi engu að síður til þess að margvíslegar umbætur voru gerðar í flugöryggismálum hér á landi. Friðrik Þór segir margt hafa breyst í kjölfarið. „Eftirliti var breytt, lögum var breytt. Aðrir tóku til hjá sér og svo framvegis. Það höfðu orðið eitt til þrjú banaslys í íslenskri flugumferð um langt árabil árin á undan. Eftir þetta mál dó enginn í íslenskri flugumferð í níu ár.“ Fjórða þátt Eftirmála þar sem fjallað er um flugslysið í Skerjafirði má sjá á Stöð 2 plús.
Flugslys í Skerjafirði 2000 Eftirmál Fréttir af flugi Bandaríkin Dómsmál Reykjavík Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira