Þjóðhátíð í Eyjum

Fréttamynd

Svona er Þjóðhátíðarlagið 2024

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár ásamt karlakórnum Fjallabræður. Lagið heitir Töfrar og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. 

Lífið
Fréttamynd

„Þá verður farið ofan í saumana á þessu“

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir mál 19 ára manns vegna aðgerða lögreglu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar ekki komið á borð til sín enn sem komið er. Hann eigi þó von á að það berist til sín á næstunni. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það“

Nítján ára maður, sem er dökkur á hörund, og var handtekinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar segir húðlit sinn hafa ráðið aðgerðum lögreglu. Hann segir fordóma í samfélaginu hafa færst í aukana. Lögmaður mannsins hefur krafist miskabóta úr hendi ríkisins. 

Innlent
Fréttamynd

Níu ára strákur í Kópavogi ætlar að verða heimsfrægur söngvari

„Ég ætla að verða heimsfrægur söngvari og mjög góður dansari “, segir níu ára strákur í Kópavogi, sem vann söngvakeppni barnanna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Það er ekki nóg með að strákurinn sé góður að syngja því hann hefur fengið fimmtán bikara og þrjátíu verðlaunapeninga í keppnum í samkvæmisdansi.

Lífið
Fréttamynd

Gáfust upp á troðningi og skora á Eyjamenn

Dagur Steinn Elfu Ómarsson skorar á forsvarsmenn Þjóðhátíðar að bæta aðstöðu fyrir þá sem mæta á hátíðina í hjólastól. Dagur og tveir starfsmenn hans gáfust upp á troðningnum í dalnum og fóru heim fyrir síðasta kvöldið.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðhátíðin í ár sé með þeim bestu hingað til

Verslunarmannahelgin sem nú er að líða undir lok fór að mestu leyti vel fram víðast hvar á landinu. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir Þjóðhátíðina í ár með þeim bestu hingað til frá löggæslulegu sjónarmiði séð. Hátíðahöld fóru einnig almennt vel fram á Akureyri, Flúðum og í Neskaupstað. 

Innlent
Fréttamynd

Sló til hunds og var hand­tekinn

Þjóðhátíðargestur var handtekinn eftir að hafa slegið til fíkniefnaleitarhunds lögreglu en var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt og ekki síður hjá fíkniefnaleitarhundum þar sem fimmtán mál tengd fíkniefnum komu upp.

Innlent
Fréttamynd

Þúsund hjörtu slá í takt!

Í ár eru 149 ár síðan fyrsta Þjóðhátíðin okkar var haldin. Þjóðhátíð er ein elsta menningarhátíð landsins. Einmitt þessi langa saga og hefð - og þessi órofa tenging við fortíð okkar og þá sem á undan fóru hér í Eyjum - leggur okkur ríkar skyldur á herðar. Við þurfum að hlúa að þessari miklu menningarperlu sem Þjóðhátíðin er.

Skoðun
Fréttamynd

Rigning á föstudag en síðan hæglætisveður

Senn líður að mestu ferðahelgi ársins, Verslunarmannahelginni, og eflaust fjöldi fólks sem hefur hug á því að elta veðrið, sem hefur verið misgott við fólk eftir landshlutum það sem af er sumri.

Veður
Fréttamynd

Íslensku lögin taka yfir topp tíu

Emmsjé Gauti situr staðfastur í fyrsta sæti Íslenska listans á FM með Þjóðhátíðarlagið Þúsund hjörtu. Íslenski listinn var fluttur á FM957 fyrr í dag og eiga efstu fimm lög listans í þessari viku það sameiginlegt að vera öll íslensk.

Tónlist
Fréttamynd

Frumsýning á Vísi: Þjóðhátíðarmyndband FM95BLÖ

„Þetta er okkar uppáhalds hátíð og til að keyra upp stemminguna ákváðum við að skella í myndband,“ segir Auðunn Blöndal einn forsprakka FM95BLÖ en Vísir frumsýnir í dag rándýrt myndband við nýjasta lag hópsins.

Lífið
Fréttamynd

Má ekki flytja lagið sitt og biður aðra um að gera það

Emmsjé Gauti segir viðtökurnar við þjóðhátíðarlaginu í ár hafa verið góðar. Það hafi þó ekki alltaf verið markmið að semja þjóðhátíðarlagið. Hann er spenntur fyrir því að frumflytja það í brekkunni í Vestmannaeyjum en ætlar þangað til að hlusta á annað fólk flytja lagið.

Tónlist
Fréttamynd

Gosloka­há­tíð ekki í sam­keppni við Þjóð­há­tíð

Goslokahátíð Vestmannaeyjabæjar verður sett í dag. Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Heima­eyj­argosi lauk munu hátíðarhöldin standa í heila viku. Bæjarstjóri segir hátíðina ekki í samkeppni við Þjóðhátíð, sem sé allt annars seðlis. 

Innlent
Fréttamynd

Prettyboitjokkó í fyrsta sinn á Þjóðhátíð

Þjóðhátíð í Eyjum er handan við hornið og hefur tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, þekktur sem Prettyboitjokkó, bæst í ört stækkandi hóp listamanna sem mun halda uppi stuðinu í Herjólfsdal í ár.

Lífið