Lífið

Þjóð­há­tíð sett í alíslensku sumar­veðri

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þjóðhátíð var sett með pompi og prakt í gær.
Þjóðhátíð var sett með pompi og prakt í gær. Bent M

Þjóðhátíð í eyjum var formlega sett í gær að viðstöddum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur og Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðksiptamálaráðherra í alíslensku sumarveðri. Meðal þeirra sem komu fram í gærkvöldi var Jóhanna Guðrún sem frumflutti þjóðhátíðarlagið „Töfra.

Tvíeykið Mammaðín steig á stokk og Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN og vöktu mikla lukku.

Bubbi Morthens steig svo á svið uppúr klukkan 22:00 og það ætlaði allt um koll að keyra og þessi 68 ára gamli snillingur keyrði upp alveg stórkostlega stemmningu með öllum sínum bestu lögum.

Í Facebook færslu í morgun sagði Bubbi „Eig­um við ekki bara að vera heiðarleg og segja bara: Ég átti Dal­inn. Maður má segja þetta þegar maður er orðinn 68 ára – það er bara svo­leiðis.“ Patrik Atlason, Prettyboitjokkó, steig svo á svið á eftir Bubba ásamt fríðu föruneyti og flutti meðal annars lag ársins 2023, Skína. Á miðnætti var svo kveikt í Brennunni á Fjósaklett.

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, var við setningunnar ásamt eiginmanni sínum Birni Skúlasyni og Lilju alfreðs. Þau voru í fylgd Írisar Róbertsdóttur bæjarstjóra og fleirra. Eftir setninguna fór föruneytið í Hvítu tjöldin í heimboð til heimamanna.

Halla þáði heimboð í Hvítu tjöldin ásamt Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptamálaráðherra.Bent M
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, var viðstödd setningu hátíðarinnar.Bent M
Í föruneyti forsetans voru þau Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Harðar Grettisson, formaður ÍBV, Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV og Jónas Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar.Bent M
Jóhanna Guðrún heillaði brekkuna.Bent M
Jóhanna Guðrún flutti þjóðhátíðarlagið í ár, Töfra, sem samið var af Halldóri Gunnari Pálssyni og Klöru Elíasdóttur.Bent M
Guðrún Ýr Norðfjörð, betur þekkt sem GDRN, tók sín bestu lög.Bent M
Margmenni var í Herjólfsdal að vana.Bent M





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.