Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Rafn Ágúst Ragnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. ágúst 2024 15:51 Jómfrúarþjóðhátíð Kristínar og Köru byrjar hressilega með hávaðaroki og mígandi rigningu. Kolbeinn Tumi Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. Kristín og Karen eru á sinni jómfrúarþjóðhátíð og þeim ber ekki saman um líkurnar á því að þær komi aftur á næsta ári. „Það byrjaði með að við komum og það var mígandi rigning. Aldrei séð jafnmikla rigningu áður. Síðan um kvöldið byrjaði að hvessa. Við komum heim um nóttina eftir að hafa verið í Herjólfsdal og það var fínt veður þá. En svo er búið að vera brjálaður vindur og tjaldið okkar er í hakki,“ segir Karen. Ekkert heldur tjaldinu Þær segjast vera með þrjár ólíkar gerðir tjaldhæla en ekkert nær að tjóðra tjaldið við jörðina. Svefntjaldið sé búið að rifna og skjólið lítið sem ekkert. „Þetta er stemmari,“ segir Karen. Þær segjast vera að skoða möguleika sína en kalla eftir því að íþróttahúsið verði opnað fyrir næturgestum. „Þeir verða eiginlega að gera það því það er fullt af tjöldum hérna handónýt og mér finnst það það eina í stöðunni fyrir þau,“ segir Karen. Þeim bar ekki saman um hvort þær ætluðu sér að fara aftur til eyja næsta sumar. Aðspurð segir Kristín ekki ætla að koma aftur og að hún sé jafnvel að spá í að fara aftur í bæinn í dag. „Nei nei, við komum aftur á næsta ári og það er bókað mál að við verðum í húsi,“ segir Karen þá. Opna samkomuhúsið næturgestum Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að það hafi verið reifað í gærkvöldi að opna íþróttahúsið og leyfa fólki að koma sér fyrir þar yfir nóttina en að veðrið hafi batnað umtalsvert um kvöldið þannig að hætt var við það. Hann segir að samkomuhús sem opið er Þjóðhátíðargestum til að flýja vindinn, hlaða síma og fleira verði opnað og fólki leyft að gista þar sé fólk í sömu sporum og Kristín og Karen. „Þá gerum við það, klárlega. Við viljum hugsa mjög vel um fólkið,“ segir Jónas. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir „Börn sofa á plastklæddri dýnu á steyptum bekkjum” Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
Kristín og Karen eru á sinni jómfrúarþjóðhátíð og þeim ber ekki saman um líkurnar á því að þær komi aftur á næsta ári. „Það byrjaði með að við komum og það var mígandi rigning. Aldrei séð jafnmikla rigningu áður. Síðan um kvöldið byrjaði að hvessa. Við komum heim um nóttina eftir að hafa verið í Herjólfsdal og það var fínt veður þá. En svo er búið að vera brjálaður vindur og tjaldið okkar er í hakki,“ segir Karen. Ekkert heldur tjaldinu Þær segjast vera með þrjár ólíkar gerðir tjaldhæla en ekkert nær að tjóðra tjaldið við jörðina. Svefntjaldið sé búið að rifna og skjólið lítið sem ekkert. „Þetta er stemmari,“ segir Karen. Þær segjast vera að skoða möguleika sína en kalla eftir því að íþróttahúsið verði opnað fyrir næturgestum. „Þeir verða eiginlega að gera það því það er fullt af tjöldum hérna handónýt og mér finnst það það eina í stöðunni fyrir þau,“ segir Karen. Þeim bar ekki saman um hvort þær ætluðu sér að fara aftur til eyja næsta sumar. Aðspurð segir Kristín ekki ætla að koma aftur og að hún sé jafnvel að spá í að fara aftur í bæinn í dag. „Nei nei, við komum aftur á næsta ári og það er bókað mál að við verðum í húsi,“ segir Karen þá. Opna samkomuhúsið næturgestum Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að það hafi verið reifað í gærkvöldi að opna íþróttahúsið og leyfa fólki að koma sér fyrir þar yfir nóttina en að veðrið hafi batnað umtalsvert um kvöldið þannig að hætt var við það. Hann segir að samkomuhús sem opið er Þjóðhátíðargestum til að flýja vindinn, hlaða síma og fleira verði opnað og fólki leyft að gista þar sé fólk í sömu sporum og Kristín og Karen. „Þá gerum við það, klárlega. Við viljum hugsa mjög vel um fólkið,“ segir Jónas.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir „Börn sofa á plastklæddri dýnu á steyptum bekkjum” Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira