Vestmannaeyjar

Fréttamynd

Átt­ræð kona sakar bæinn um mis­munun vegna trúar

Kona á áttræðisaldri sem er íslamstrúar sakar Vestmannaeyjabæ um ólögmæta mismunun á grundvelli kynþáttar og trúar og um að hafa sent sér svínakjöt vísvitandi. Málið er nú komið fyrir kærunefnd jafnréttismála. Vestmannaeyjabær hafnar öllum ásökunum og segir engan fót fyrir málflutningnum.

Innlent
Fréttamynd

Borgaði barni fyrir kyn­ferðis­lega mynd en sleppur

Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að afla sér kynferðislegrar ljósmyndar af fimmtán ára stúlku. Dómurinn taldi sannað að hann hefði framið brotið en miðað við þágildandi hegningarlög hefði hann aðeins fengið sekt fyrir athæfi sitt. Brot sem aðeins sekt liggur við fyrnast á tveimur árum og fyrningarfrestur rann út í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Þörf á ítar­legri rann­sóknum vegna Vestmannaeyjaganga

Veggjöld gætu staðið undir kostnaði við Vestmannaeyjagöng. Þörf er á ítarlegri jarðfræðirannsóknum áður en hægt verður að kveða upp úr með það hvort slík göng séu fýsileg. Þetta eru helstu niðurstöður starfshóps sem skilaði skýrslu um málið til innviðaráðherra í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ræddi við konuna og fékk bingó: „Tími til að fara aftur til Eyja

Eftir ævin­týri í Hong Kong, Portúgal og Sví­þjóð er komið að næsta kafla á þjálfara­ferli Þor­láks Árna­sonar sem hefur verið ráðinn þjálfari ÍBV sem leikur í Bestu deildinni á næsta ári. Láki, eins og hann er jafnan kallaður, er spenntur að snúa aftur til Eyja þar sem að hann átti góðar stundir sem krakki. Hann vill að ÍBV liðið sýni hinn sanna anda sem ein­kennir Eyja­menn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjögur fé­lög Bergvins gjald­þrota

Þann fjórtánda október voru fjórir gjaldþrotaúrskurðir kveðnir upp í Héraðsdómi Suðurlands. Öll félögin fjögur eru í eigu Bergvins Oddsonar, veitingamanns og fyrrverandi formanns Blindrafélags Íslands, eða eiginkonu hans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Karl Gauti til í odd­vitann eftir ó­vænt brott­hvarf Tómasar

Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir að búið sé að hafa samband við sig varðandi það að taka sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hann segist munu íhuga það vandlega að taka sæti á lista ef honum yrði boðið oddvitasætið.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­mála­ráð­herra búinn að endur­skoða þjóðlendukröfur

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið. Óbyggðanefnd kallar eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta og hefur nú framlengt kröfulýsingarfrest þeirra til 13. janúar 2025.

Innlent
Fréttamynd

Land­eldis­fyrir­tækið Lax­ey klárar láns­fjár­mögnun við Arion banka

Eldisfyrirtækið Laxey, sem áformar uppbyggingu á fiskeldisstöð í Vestmannaeyjum með árlegri framleiðslugetu upp á 32 þúsund tonn, og Arion banki hafa gengið frá samningi um fjármögnun. Lánsfjármögnunin frá Arion kemur í framhaldi af því að Laxey lauk fyrr á árinu hlutafjáraukningu, sem var í tveimur áföngum, upp á samtals um sjö milljarða frá innlendum og erlendum fjárfestum.

Innherji
Fréttamynd

Her­mann hættur með ÍBV

ÍBV verður með nýjan mann í brúnni þegar það spilar í Bestu deild karla í fótbolta á næsta tímabili. Hermann Hreiðarsson er hættur sem þjálfari liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggir ÍBV Bestu deildar sæti í dag? | „Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila“

Eyja­menn eru með ör­lögin í sínum höndum fyrir loka­um­ferð Lengju­deildar karla í fót­bolta í dag. Sigur gegn Leikni Reykja­vík gull­tryggir sæti ÍBV í Bestu deildinni á næsta tíma­bili og myndi um leið binda endi á stutta veru liðsins í næst­efstu deild. Her­mann Hreiðars­son, þjálfari ÍBV segir sína menn klára í al­vöru leik gegn hættu­legu liði Leiknis sem hefur að engu öðru að keppa nema stoltinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rann­sókn lög­reglu á á­höfn Hugins VE lokið

Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE í Vestmannaeyjum er nú lokið. Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segir lögreglu hafa lokið rannsókn sinni nýlega, í lok sumars, og hafi þá sent málið til ákærusviðs. Hann á von á ákvörðun þeirra á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Biður for­seta um breytt fyrir­komu­lag á skólamáltíðum

Nemandi við Grunnskólann í Vestmannaeyjum leggur til að að grunnskólar landsins taki upp staðlaðan vikumatseðil. Slíkt segir hann myndu koma í veg fyrir matarsóun og að hann lendi í því að fá sama matinn í hádegis- og kvöldmat. Hann býður forseta Íslands á fund sinn til að kynna hugmyndina betur og vita hvort hún geti komið henni áleiðis. 

Lífið