Verða kynnar þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2022 13:13 Hugleikur Dagsson og Ilmur Kristjánsdóttir verða kynnar Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Hörpu. Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Hörpu á laugardaginn. Nokkur fjöldi þekktra leikstjóra og leikara koma hingað til lands í tilefni af verðlaunahátíðinni, meðal annars frönsku leikkonuna Léa Seydoux og sænska leikstjórann Ruben Östlund. Verðlaunahátíðin er haldin í Berlín Þýskalandi annað hvert ár, en þess á milli í öðrum evrópskum borgum. Íslenska kvikmyndin Leynilögga, í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar, er tilnefnd í flokki gamanmynda að þessu sinni. Þetta er 35. hátíðin og hafa átta íslenskar myndir og stuttmyndir áður fengið tilnefningu í sögu verðlaunanna. Fyrir tíu árum síðan var gerður sérflokkur fyrir gamanmyndir og er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd er tilnefnd í þeim flokki. Í tilkynningu kemur fram að margir þekktir leikstjórarar og leikarar muni sækja landið heim en þá má búast við um sjö hundruð erlendum gestum og um hundrað erlendum blaðamönnum. „Kvikmyndin Triangle of Sadness hefur slegið í gegn hér á landi en sænski leikstjórinn Ruben Östlund er tilnefndur fyrir bestu evrópsku kvikmyndina, besta leikstjórann og besta handritið fyrir kvikmyndina. Með honum í för verða leikararnir Vicki Berlin, Sunnyi Melles og Zlatko Burić sem tilnefndur er sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni. Að neðan má sjá myndband með íslenskum leikurum og kvikmyndagerðarmönnum þar sem þeir kynna tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Einnig má nefna frönsku leikkonuna Léa Seydoux sem er þekkt fyrir leik sinn í James Bond kvikmyndinni, No Time to Die og kvikmynd Quentin Tarantino, Inglourious Basterds. Hún er nú tilnefnd sem besta evrópska leikkonan fyrir hlutverk sitt í myndinni One Fine Morning. Sænska fantasíumyndin Mæri var sýnd hér á landi fyrir nokkrum árum og vakti mikla athygli. Leikstjóri hennar, Ali Abbassi er tilnefnur fyrir bestu evrópsku kvikmyndina, besta leikstjórann og besta handritið fyrir nýjustu kvikmynd sína Holy Spider. Myndin fjallar um rannsóknarblaðakonu sem fléttast inn í vef raðmorðingja í heilögu borginni Mashhad í Íran, þar sem vændiskonur eru fórnarlömb hrottafenginna árása,“ segir í tilkynnigunni. Margir þekkja frönsku leikkonuna Léa Seydoux úr Bond-myndunum þar sem hún fór með hlutverk Madeleine Swann í Spectre og No Time to Die.EPA Unnsteinn Manúel listrænn stjórnandi Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum en Unnsteinn Manúel Stefánsson er listrænn stjórnandi. „Ilmur mun klæðast forláta kjól úr línu Steinunnar Sigurðardóttur frá árinu 2008. Kjólinn er safngripur sem hefur verið sýndur á söfnum víðsvegar um heiminn. Ásamt kjólnum mun Ilmur klæðast slá úr efni sem Guðrún Vigfúsdóttir óf á sjöunda áratugnum en hún rak vefstofu á Ísafirði. Efnið er íslensk ull og sláin hönnuð í sameiningu af barnabarni Guðrúnar, Guðrúnu Sturludóttur og Steinunni Sigurðardóttir. Sænski leikstjórinn Ruben Östlund.EPA Meðal annarra kynna má nefna danska leikarann Nikolaj Coster-Waldau sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones og í kvikmyndinni Oblivion. Sinfóníuhljómsveit Íslands, INNI music og GusGus munu sjá um tónlistina á hátíðinni. Evrópska kvikmyndaakademían leitast við að styðja og tengja saman 4.400 meðlimi sína ásamt því að kynna verk þeirra. Markmiðið er að miðla þekkingu og fræða áhorfendur á öllum aldri um evrópska kvikmyndagerð. Verðlaunin eru þau þekktustu og virtustu í evrópskri kvikmyndagerð og verða í beinni útsendingu í 24 löndum á laugardagskvöldið.“ Íslandsvinir Bíó og sjónvarp Harpa Menning Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin í Reykjavík í ár Samkomulag við Evrópsku kvikmynda akademíuna um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin var undirritað í Höfða í dag. Vegna heimsfaraldurs var Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2020 frestað en hátíðin verður haldin í Hörpu 10. desember næstkomandi. 2. mars 2022 16:31 Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17 Íslenskar stjörnur sáu um að kynna tilnefningar evrópsku stjarnanna Íslenskir leikarar og tónlistarfólk eru í aðalhlutverkum í myndbandi þar sem kynnt er hver eru tilnefnd í aðalflokkum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Hátíðin fer sem kunnugt er fram í Hörpu þann 10. desember. 9. nóvember 2022 15:57 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
Verðlaunahátíðin er haldin í Berlín Þýskalandi annað hvert ár, en þess á milli í öðrum evrópskum borgum. Íslenska kvikmyndin Leynilögga, í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar, er tilnefnd í flokki gamanmynda að þessu sinni. Þetta er 35. hátíðin og hafa átta íslenskar myndir og stuttmyndir áður fengið tilnefningu í sögu verðlaunanna. Fyrir tíu árum síðan var gerður sérflokkur fyrir gamanmyndir og er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd er tilnefnd í þeim flokki. Í tilkynningu kemur fram að margir þekktir leikstjórarar og leikarar muni sækja landið heim en þá má búast við um sjö hundruð erlendum gestum og um hundrað erlendum blaðamönnum. „Kvikmyndin Triangle of Sadness hefur slegið í gegn hér á landi en sænski leikstjórinn Ruben Östlund er tilnefndur fyrir bestu evrópsku kvikmyndina, besta leikstjórann og besta handritið fyrir kvikmyndina. Með honum í för verða leikararnir Vicki Berlin, Sunnyi Melles og Zlatko Burić sem tilnefndur er sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni. Að neðan má sjá myndband með íslenskum leikurum og kvikmyndagerðarmönnum þar sem þeir kynna tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Einnig má nefna frönsku leikkonuna Léa Seydoux sem er þekkt fyrir leik sinn í James Bond kvikmyndinni, No Time to Die og kvikmynd Quentin Tarantino, Inglourious Basterds. Hún er nú tilnefnd sem besta evrópska leikkonan fyrir hlutverk sitt í myndinni One Fine Morning. Sænska fantasíumyndin Mæri var sýnd hér á landi fyrir nokkrum árum og vakti mikla athygli. Leikstjóri hennar, Ali Abbassi er tilnefnur fyrir bestu evrópsku kvikmyndina, besta leikstjórann og besta handritið fyrir nýjustu kvikmynd sína Holy Spider. Myndin fjallar um rannsóknarblaðakonu sem fléttast inn í vef raðmorðingja í heilögu borginni Mashhad í Íran, þar sem vændiskonur eru fórnarlömb hrottafenginna árása,“ segir í tilkynnigunni. Margir þekkja frönsku leikkonuna Léa Seydoux úr Bond-myndunum þar sem hún fór með hlutverk Madeleine Swann í Spectre og No Time to Die.EPA Unnsteinn Manúel listrænn stjórnandi Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum en Unnsteinn Manúel Stefánsson er listrænn stjórnandi. „Ilmur mun klæðast forláta kjól úr línu Steinunnar Sigurðardóttur frá árinu 2008. Kjólinn er safngripur sem hefur verið sýndur á söfnum víðsvegar um heiminn. Ásamt kjólnum mun Ilmur klæðast slá úr efni sem Guðrún Vigfúsdóttir óf á sjöunda áratugnum en hún rak vefstofu á Ísafirði. Efnið er íslensk ull og sláin hönnuð í sameiningu af barnabarni Guðrúnar, Guðrúnu Sturludóttur og Steinunni Sigurðardóttir. Sænski leikstjórinn Ruben Östlund.EPA Meðal annarra kynna má nefna danska leikarann Nikolaj Coster-Waldau sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones og í kvikmyndinni Oblivion. Sinfóníuhljómsveit Íslands, INNI music og GusGus munu sjá um tónlistina á hátíðinni. Evrópska kvikmyndaakademían leitast við að styðja og tengja saman 4.400 meðlimi sína ásamt því að kynna verk þeirra. Markmiðið er að miðla þekkingu og fræða áhorfendur á öllum aldri um evrópska kvikmyndagerð. Verðlaunin eru þau þekktustu og virtustu í evrópskri kvikmyndagerð og verða í beinni útsendingu í 24 löndum á laugardagskvöldið.“
Íslandsvinir Bíó og sjónvarp Harpa Menning Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin í Reykjavík í ár Samkomulag við Evrópsku kvikmynda akademíuna um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin var undirritað í Höfða í dag. Vegna heimsfaraldurs var Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2020 frestað en hátíðin verður haldin í Hörpu 10. desember næstkomandi. 2. mars 2022 16:31 Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17 Íslenskar stjörnur sáu um að kynna tilnefningar evrópsku stjarnanna Íslenskir leikarar og tónlistarfólk eru í aðalhlutverkum í myndbandi þar sem kynnt er hver eru tilnefnd í aðalflokkum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Hátíðin fer sem kunnugt er fram í Hörpu þann 10. desember. 9. nóvember 2022 15:57 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin í Reykjavík í ár Samkomulag við Evrópsku kvikmynda akademíuna um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin var undirritað í Höfða í dag. Vegna heimsfaraldurs var Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2020 frestað en hátíðin verður haldin í Hörpu 10. desember næstkomandi. 2. mars 2022 16:31
Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17
Íslenskar stjörnur sáu um að kynna tilnefningar evrópsku stjarnanna Íslenskir leikarar og tónlistarfólk eru í aðalhlutverkum í myndbandi þar sem kynnt er hver eru tilnefnd í aðalflokkum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Hátíðin fer sem kunnugt er fram í Hörpu þann 10. desember. 9. nóvember 2022 15:57