Þorvaldur Davíð valinn í Shooting Stars hópinn fyrir 2023 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. desember 2022 09:30 Þorvaldur Davíð útskrifaðist fyrstur Íslendinga af leiklistarbraut Juilliard-listaháskólans í New York. Aðsent Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur verið valinn í Shooting Stars hópinn árið 2023. Á hverju ári velja samtökin European Film Promotion (EFP) tíu unga og efnilega leikara og leikkonur. Leikararnir eru valdir úr hópi aðildarlanda samtakana, sem hafa vakið sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. Hópurinn verður kynntur sérstaklega á Berlinale kvikmyndahátíðinni sem fer fram 16. til 26. febrúar 2023. Meðlimir EFP samtakanna eru kvikmynda- og kynningarmiðstöðvar frá 37 löndum og er Kvikmyndamiðstöð Íslands ein af þeim. Hraustlegt yfirbragð og viðkvæmni Átta konur og tveir karlar voru valin í hópinn í ár, af 27 tilnefndum. Það er fjölþjóðleg dómnefnd sem velur hópinn, skipuð Jan Komasa frá Póllandi, Rebeccu van Unen frá Hollandi, Mariu Ekerhovd frá Noregi, Leo Barraclough frá Englandi og Veronicu Echegui, sem áður var í hópi Shooting Stars. „Um leið og Þorvaldur Davíð birtist í kvikmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Svari við bréfi Helgu, stafar af honum mikil útgeislun. Hann fangar fullkomlega hlutverk ástsjúks bónda sem verður heltekinn af ástríðu fyrir upprennandi skáldkonu,“ segir í umsögn dómnefndar EFP. „Í honum sameinast hraustlegt yfirbragð og viðkvæmni, sem laðar áhorfendur að honum og fær þá til að taka afstöðu með honum.“ Þorvaldur Davíð í hlutverki sínu í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu.Aðsent Fyrstur í Juilliard „Þorvaldur Davíð lærði við hinn virta Juilliard-listaháskóla í New York. Hann útskrifaðist úr leiklistardeild skólans 2011, fyrstur Íslendinga, og naut meðal annars stuðnings styrktarsjóðs Robins Williams leikara á meðan náminu stóð. Ári eftir útskriftina fór hann með fyrsta aðalhlutverkið sitt í kvikmynd, í Svörtum á leik, og hlaut fyrir það tilnefningu til Edduverðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki. Árið 2020 hlaut hann Edduverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir sjónvarpsþáttaröðina Ráðherrann,“ segir í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Myndirnar Vonarstræti og Ég man þig nutu mikilla vinsælda á Íslandi og hafa myndir sem hann hefur leikið í verið sýndar á virtum kvikmyndahátíðum. Þorvaldur Davíð hefur að auki talsett teiknimyndir. Skemmst er að nefna Já-fólkið, eftir Gísla Darra Halldórsson, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna 2021. „Þorvaldur Davíð hefur einnig notið velgengni sem sviðsleikari og leikið í uppfærslum í bæði Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hann var tilnefndur til Grímuverðlauna, sem besti leikari í aðalhlutverki, fyrir frammistöðu sína í Furðulegu háttalagi hunds um nótt sem sýnt var í Borgarleikhúsinu,“ segir í tilkynningunni um valið. Nýjasta kvikmynd hans, Svar við bréfi Helgu, sem frumsýnd var 2022, hefur hlotið jákvæð viðbrögð gagnrýnenda og áhorfenda. Var myndin nýverið sýnd á Tallinn Black Nights kvikmyndahátíðinni í Eistlandi, sem er á meðal virtustu kvikmyndahátíða Evrópu. Hera Hilmarsdóttir sem leikur aðalhlutverk á móti honum í myndinni var í þessum sama Shooting Stars hóp árið 2015. Aðsent Í hópi með Daniel Craig og Ingvari E. Sigurðssyni Dæmi um þekkta leikara sem hafa verið í Shooting Stars eru meðal annars Maisie Williams (2015), Riz Ahmed (2012), Alicia Vikander (2010), Carey Mulligan (2009), Nikolaj Lie Kaas (2003), Daniel Brühl (2003) og Daniel Craig (2000). Íslenskir leikarar sem áður hafa verið í Shooting Stars hópnum eru: Ingvar E. Sigurðsson 1999. Hilmir Snær Guðnason 2000. Baltasar Kormákur 2001. Margrét Vilhjálmsdóttir 2002. Nína Dögg Filippusdóttir 2003. Tómas Lemarquis 2004. Álfrún Örnólfsdóttir 2005. Björn Hlynur Haraldsson 2006. Gísli Örn Garðarsson 2007. Hilmar Guðjónsson 2012. Edda Magnason (íslensk/sænsk leikkona sem var valin fyrir hönd Svíþjóðar) 2014. Hera Hilmarsdóttir 2015. Atli Óskar Fjalarsson 2016. Krístín Þóra Haraldsdóttir 2019. Bíó og sjónvarp Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Leikararnir eru valdir úr hópi aðildarlanda samtakana, sem hafa vakið sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. Hópurinn verður kynntur sérstaklega á Berlinale kvikmyndahátíðinni sem fer fram 16. til 26. febrúar 2023. Meðlimir EFP samtakanna eru kvikmynda- og kynningarmiðstöðvar frá 37 löndum og er Kvikmyndamiðstöð Íslands ein af þeim. Hraustlegt yfirbragð og viðkvæmni Átta konur og tveir karlar voru valin í hópinn í ár, af 27 tilnefndum. Það er fjölþjóðleg dómnefnd sem velur hópinn, skipuð Jan Komasa frá Póllandi, Rebeccu van Unen frá Hollandi, Mariu Ekerhovd frá Noregi, Leo Barraclough frá Englandi og Veronicu Echegui, sem áður var í hópi Shooting Stars. „Um leið og Þorvaldur Davíð birtist í kvikmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Svari við bréfi Helgu, stafar af honum mikil útgeislun. Hann fangar fullkomlega hlutverk ástsjúks bónda sem verður heltekinn af ástríðu fyrir upprennandi skáldkonu,“ segir í umsögn dómnefndar EFP. „Í honum sameinast hraustlegt yfirbragð og viðkvæmni, sem laðar áhorfendur að honum og fær þá til að taka afstöðu með honum.“ Þorvaldur Davíð í hlutverki sínu í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu.Aðsent Fyrstur í Juilliard „Þorvaldur Davíð lærði við hinn virta Juilliard-listaháskóla í New York. Hann útskrifaðist úr leiklistardeild skólans 2011, fyrstur Íslendinga, og naut meðal annars stuðnings styrktarsjóðs Robins Williams leikara á meðan náminu stóð. Ári eftir útskriftina fór hann með fyrsta aðalhlutverkið sitt í kvikmynd, í Svörtum á leik, og hlaut fyrir það tilnefningu til Edduverðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki. Árið 2020 hlaut hann Edduverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir sjónvarpsþáttaröðina Ráðherrann,“ segir í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Myndirnar Vonarstræti og Ég man þig nutu mikilla vinsælda á Íslandi og hafa myndir sem hann hefur leikið í verið sýndar á virtum kvikmyndahátíðum. Þorvaldur Davíð hefur að auki talsett teiknimyndir. Skemmst er að nefna Já-fólkið, eftir Gísla Darra Halldórsson, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna 2021. „Þorvaldur Davíð hefur einnig notið velgengni sem sviðsleikari og leikið í uppfærslum í bæði Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hann var tilnefndur til Grímuverðlauna, sem besti leikari í aðalhlutverki, fyrir frammistöðu sína í Furðulegu háttalagi hunds um nótt sem sýnt var í Borgarleikhúsinu,“ segir í tilkynningunni um valið. Nýjasta kvikmynd hans, Svar við bréfi Helgu, sem frumsýnd var 2022, hefur hlotið jákvæð viðbrögð gagnrýnenda og áhorfenda. Var myndin nýverið sýnd á Tallinn Black Nights kvikmyndahátíðinni í Eistlandi, sem er á meðal virtustu kvikmyndahátíða Evrópu. Hera Hilmarsdóttir sem leikur aðalhlutverk á móti honum í myndinni var í þessum sama Shooting Stars hóp árið 2015. Aðsent Í hópi með Daniel Craig og Ingvari E. Sigurðssyni Dæmi um þekkta leikara sem hafa verið í Shooting Stars eru meðal annars Maisie Williams (2015), Riz Ahmed (2012), Alicia Vikander (2010), Carey Mulligan (2009), Nikolaj Lie Kaas (2003), Daniel Brühl (2003) og Daniel Craig (2000). Íslenskir leikarar sem áður hafa verið í Shooting Stars hópnum eru: Ingvar E. Sigurðsson 1999. Hilmir Snær Guðnason 2000. Baltasar Kormákur 2001. Margrét Vilhjálmsdóttir 2002. Nína Dögg Filippusdóttir 2003. Tómas Lemarquis 2004. Álfrún Örnólfsdóttir 2005. Björn Hlynur Haraldsson 2006. Gísli Örn Garðarsson 2007. Hilmar Guðjónsson 2012. Edda Magnason (íslensk/sænsk leikkona sem var valin fyrir hönd Svíþjóðar) 2014. Hera Hilmarsdóttir 2015. Atli Óskar Fjalarsson 2016. Krístín Þóra Haraldsdóttir 2019.
Bíó og sjónvarp Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira