Kvikmyndagerð á Íslandi

Fréttamynd

Fáir sáu ís­lenskar bíó­myndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk

Dæmi er um að innan við hundrað manns mæti á frumsýningar íslenskra kvikmynda. Um er að ræða myndir sem hlotið hafa á annað hundrað milljónir í styrki frá Kvikmyndasjóði Íslands sem rekinn er fyrir opinbert fé. Jón Gnarr hefur velt því upp hvort ekki sé tilefni til að styrkja frekar sjónvarpsþáttagerð hér á landi. Ritstjóri Klapptrés segir aðsókn á íslenskar kvikmyndir heilt yfir góða, veruleikinn sé sá að flestir sjái myndir annars staðar en í bíó.

Lífið
Fréttamynd

Um á­hrif niður­skurðar á fjár­lögum 2025 til kvik­mynda­gerðar og lista

Íslenskar kvikmyndir, heimildamyndir og leikið sjónvarpsefni eru menningarleg verðmæti sem að spegla samfélagið. Skerðing á stuðningi við þær takmarkar ekki aðeins þróun greinarinnar sjálfrar heldur dregur það einnig úr menningarlegri fjölbreytni á Íslandi og utan landsteinanna. Þá mun það draga úr hlutverki Íslands sem vettvangs alþjóðlegra kvikmynda- og sjónvarpsverkefna.

Skoðun
Fréttamynd

Verkin og vinnusemin tala sínu máli

Ég hef hrifist af þeim fjölmörgu verkum sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur komið til leiða á undanförnum árum til að efla menningu og skapandi greinar á Íslandi, ásamt viðurkenningunni á að um sé að ræða alvöru atvinnugreinar sem skila verulegum efnahagslegum áhrifum til samfélagsins líkt og nýlegar úttektir á hafa staðfest.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­bær kvik­mynda­gerð á Ís­landi

Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn hefur tekið mikilvægum framförum í sjálfbærari framleiðslu með fyrstu Green Film vottuninni hérlendis og hlaut kvikmyndin Fjallið fyrstu vottunina. Er það fyrsti vísirinn að sjálfbærari framtíð iðnaðarins þar sem áhersla er lögð á sjálfbæra framleiðsluhætti. Helst það í hendur við leiðarljós Kvikmyndastefnu um að styrkja tengsl kvikmyndagerðar við markmið Íslands á sviði sjálfbærni.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna segir Lilja ekki satt?

Margir kvikmyndagerðarmenn hafa haldið því fram að undanförnu að Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra segi ekki satt þegar hún segir nú að aukin framlög í Kvikmyndasjóð á árunum 2020-2021 hafi ekki verið vegna nýrrar kvikmyndastefnu - heldur vegna kóvid.

Skoðun
Fréttamynd

Þing­menn verða að vita að Lilja segir satt

Frjáls og virk skoðanaskipti eru grundvöllur hins sterka lýðræðisþjóðfélags sem við búum í. Í gær birtist einmitt áhugaverð skoðanagrein eftir Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmann undir yfirskriftinni Þingmenn verða að vita að Lilja segir ekki satt. Björn fer þar mikinn í umræðunni um Kvikmyndasjóð og meintrar ,,slátrunar‘‘ undirritaðar á sjóðnum þar sem hann rekur hvernig framlög ríkisins til Kvikmyndasjóðs hafa lækkað að undanförnu.

Skoðun
Fréttamynd

Öflugur Kvik­mynda­sjóður er for­senda kvikmyndastefnunnar

Höfuðmarkmið Kvikmyndastefnu Íslands til ársins 2030 sem leit dagsins ljós haustið 2020 er „að íslensk kvikmyndagerð megi blómstra og dafna á komandi áratug. Henni er ætlað að styrkja íslenska menningu og tungu og sjálfsmynd þjóðarinnar, efla atvinnulífið og stuðla að sterku orðspori Íslands.“ (Kvikmyndastefnan bls 7.)

Skoðun
Fréttamynd

Myndaveisla: Hlaupaveisla í Egils­höll

Forsýning á kvikmyndinni Laugavegurinn fór fram fyrir fullum sal í Egilshöll á dögunum. Í myndinni fylgir Garpur Elísabetarson, leikstjóri myndarinnar, eftir þeim Þorsteini Roy Jóhannssyni og Andreu Kolbeinsdóttur í 55 kílómetra löngu hlaupinu.

Lífið
Fréttamynd

Þetta eru höfundar Áramótaskaupsins 2024

Höfundar Áramótaskaupsins 2024 verða þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Friðgeir Einarsson, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ólafur Ásgeirsson, Hugleikur Dagsson og María Reyndal sem einnig er leikstjóri og yfirhandritshöfundur.

Lífið
Fréttamynd

Loka Sæ­braut á laugar­dag vegna kvik­mynda­töku

Sæbraut verður lokað frá klukkan 8 á laugardagsmorgun til klukkan 13 sama dag vegna kvikmyndatöku á Hollywoodmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev í Höfða árið 1986. Sæbrautinni verður lokað frá Borgartúni og að Snorrabraut. Búast má við umferðartöfum vegna lokunarinnar. 

Lífið
Fréttamynd

Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið

Leikstjóri kvikmyndar um Laugavegshlaupið segir það hafa verið gríðarlega krefjandi verkefni að fylgja eftir tveimur hlaupurum fyrir myndina. Hlaupið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig, hvorki fyrir hlauparana né tökulið. Myndin er frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag. Hlaupararnir segjast hafa gefið tökuliði lítinn gaum, enda hlaupið nógu krefjandi fyrir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Lýsir augna­blikinu þegar hann náði Örnu á sitt band

Björn Jörundur Friðbjörnsson og Arna Magnea Danks aðalleikarar kvikmyndarinnar Ljósvíkingar segjast muna það vel þegar þau hittust í fyrsta sinn við tökur á myndinni á Ísafirði. Björn hélt einkatónleika fyrir Örnu í sjoppu og segist fullviss um að þetta hafi verið augnablikið sem hann hafi náð henni á sitt band.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hlátrarsköll á svartri kómedíu

Frumsýning gamanmyndarinnar, Top 10 möst, fór fram fyrir fullum sal áhorfenda í Smárabíói í gærkvöldi. Um er að ræða kolsvarta kómedíu sem fjallar um viðkvæm málefni en er sett upp á spaugilegan hátt.

Lífið
Fréttamynd

Mikil stemning á lokahófi RIFF

Innlent og erlent kvikmyndargerðar- og bransafólk kom saman í vikunni á Parliament hótelinu til að fagna lokum RIFF kvikmyndahátíðarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Ó­skrifuðu Pálínuboðorðin

Pálínuboð eru stórkostleg. Allir koma með eitthvað í púkkið, það er ótrúleg fjölbreytni og enginn er fastur í eldhúsinu tímunum saman.

Skoðun
Fréttamynd

Nokkrum rang­færslum í mál­flutningi menningarráðherra svarað

Í síðustu viku birtum við greinina „Vegið að íslenskri kvikmyndagerð” þar sem við fórum yfir þau vandamál sem steðja að íslenskri kvikmyndagerð í dag í ljósi bágrar stöðu Kvikmyndasjóðs. Viðbrögðin hafa verið framar okkar björtustu vonum og hefur spunnist mikil umræða í kjölfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Dæmi um að leikarar fái 1300 á tímann

Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur á síðustu vikum fengið margar tilkynningar um óeðlilega lág laun fyrir þátttöku í sjónvarpsverkefnum. Dæmi eru um að leikarar hafi fengið tilboð upp á 1300 krónur á tímann, fyrir verkefni sem styrkt eru af Kvikmyndastöð og verða sýnd á RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Vegið að ís­lenskri kvik­mynda­gerð

Engin atvinnugrein á Íslandi er jafn sveiflukennd og kvikmyndabransinn. Frá því að við byrjuðum að starfa í þessum bransa höfum við horft upp á þrjá blóðuga niðurskurði á framlögum til kvikmyndagerðar. Sá fyrsti var í kjölfar bankahrunsins árið 2009 (35%) en engin önnur atvinnugrein tók á sig jafn stóran skell eftir hrunið nema þá kannski fjármálageirinn.

Skoðun
Fréttamynd

Hjalti er núllpunkturinn - herra Normalbrauð

Kvikmyndin Ljósvíkingar verður frumsýnd í Smárabíói þriðjudagskvöldið 3. september. Fullyrt er af aðstandendum að myndin sé hlý og notaleg mynd um vináttu og engin ástæða til að efast um það.

Lífið
Fréttamynd

Nastassja Kinski heiðurs­gestur á RIFF í ár

Þýska kvikmyndaleikkonan og fyrirsætan Nastassja Kinski er heiðursgestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár og hreppir heiðursviðurkenningu RIFF. Hátíðin hefst í Háskólabíói þann 26. september næstkomandi og stendur til 6. október.

Lífið
Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr Svörtu söndum 2

Fyrsta stiklan úr annarri seríu af Svörtu söndum sem sýnd verður á Stöð 2 í haust er komin í loftið á Vísi. Um er að ræða beint framhald af fyrri þáttaröð. Þráðurinn verður tekinn upp fimmtán mánuðum eftir atburðina á Svörtu söndum sem þjóðin fylgdist æsispennt með.

Bíó og sjónvarp