Tónlist

Tví­dranga­tón­­skáldið Angelo Bada­la­­menti látinn

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Angelo Badalamenti lést á heimili sínu í gær.
Angelo Badalamenti lést á heimili sínu í gær. Getty/Winter

Tónskáldið og Grammy-verðlaunahafinn Angelo Badalamenti lést á heimili sínu í gær, 85 ára gamall. Badalamenti er þekktastur fyrir tónlistina í Blue Velvet, Twin Peaks og Mulholland Drive.

Badalamenti hóf ungur að spila á píanó, átta ára gamall, og því næst lærði hann á franskt horn. Hann útskrifaðist með meistaragráðu úr Manhattan School of Music árið 1959 og samdi tónlist allar götur síðan. 

Badalamenti hóf síðar að vinna að Blue Velvet með leikstjóranum David Lynch árið 1986. Samstarf þeirra var með eindæmum gott og gerðu þeir Twin Peaks og Twin Peaks: Fire Walk With Me í kjölfarið. Hollywood Reporter greindi frá.

Angelo vann einnig með tónlistarmönnum á borð við Ninu Simone, Nancy Wilson, Dawid Bowie og Paul McCartney svo einhver séu nefnd. 

Badalamenti samdi þannig Falling, aðallag þáttanna Tvídranga, sem Julee Cruise söng.

Hann samdi einnig tónlistina við National Lampoon's Christmas Vacation og lagið spilað var undir þegar kveikt var á Ólympíueldinum á Ólympíuvellinum í Barcelona þegar leikarnir fóru þar fram árið 1992.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.