Lífið

Bubbi vísaði keppanda út: „Ég ætla að skila þér“

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Bubbi hafði litla þolinmæði fyrir keppanda í annarri þáttaröð af Idol Stjörnuleit.
Bubbi hafði litla þolinmæði fyrir keppanda í annarri þáttaröð af Idol Stjörnuleit.

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens var, eins og frægt er, einn af dómurunum þremur í fyrstu þáttaröðum Idol Stjörnuleitar. Bubbi var ekki þekktur fyrir það að fara mjúkum höndum um keppendur. Hann lét þá alltaf vita hvað honum fannst, sama hvort þeir voru góðir, lélegir eða „lala“, eins og hann orðaði það.

Það var ungur og ákaflega hress drengur sem mætti í áheyrnarprufur í Reykjavík fyrir átján árum síðan í annarri þáttaröð af Idol Stjörnuleit. Hann mætti hoppandi og skoppandi, íklæddur Havaí skyrtu, inn til dómnefndarinnar sem virtist glöð að sjá hann.

„Ég er búinn að bíða eftir þessu í viku,“ sagði hann áður en hann hóf raust sína og flutti smellinn Feel eftir Robbie Williams.

Brosin voru fljót að hverfa af andlitum dómaranna. „Þetta er fínt,“ sagði Bubbi sem stóð samstundis upp og fylgdi drengnum beinustu leið út. „Ég ætla að skila þér,“ sagði hann.

Klippa: Önnur sería Idol - Bubbi fékk nóg

„Hérna, takið hann til baka,“ sagði Bubbi og skellti á eftir honum.

Idol kynnirinn Simmi tók þá til sinna ráða og sagði drengnum að fara aftur inn og ná sér niður á Bubba með því að segja honum að hann væri með ljót gleraugu, sem hann gerði.

Bubbi virtist hafa mikinn húmor fyrir uppátækinu og svaraði Simma fullum hálsi.

„Ef þú stendur þig í vinnunni, þá einn daginn geturðu keypt svona gleraugu.“

Í tilefni þess að fimmta þáttaröð af Idol er nú í fullum gangi mun Vísir fara með lesendur aftur til fortíðar og rifja upp gömul Idol augnablik sem kalla fram sannkallaða nostalgíu.


Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fór í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember. 


Tengdar fréttir

1 dagur í Idol: Eftir­minni­legir kepp­endur úr fyrstu þátta­röð

Idol Stjörnuleit var haldin í fyrsta sinn hér á landi árið 2003. Þá hafði þátturinn farið sigurför um heiminn og áhuginn hér á landi því gríðarlegur. Um 1400 mans skráðu sig í áheyrnarprufur og freistuðu þess að verða fyrsta Idolstjarna Íslands.

13 dagar í Idol: Manst þú eftir fé­lögunum Arnari og Gunnari?

„Þið tveir ættuð eiginlega bara að flétta hárið ykkar saman og labba eins og síamstvíburar í einni og sömu lopapeysunni í leiklistarskólann.“ Þetta hafði Idol dómarinn Páll Óskar að segja eftir áheyrnarprufu félaganna Arnars og Gunnars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×