Leikkonan Kirstie Alley er látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2022 06:18 Kirstey Alley þótti afar snjöll og fyndin leikkona. Leikkonan Kirstie Alley er látin eftir baráttu við krabbamein. Hún var 71 árs. Alley var einna þekktust fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Cheers, Look Who's Talking myndunum og fyrir að tilheyra Vísindakirkjunni. Það voru börn Alley, William „True“ Stevenson og Lillie Price Stevenson, sem tilkynntu um andlát móður sinnar á samfélagsmiðlum. Þá hefur umboðsmaður hennar einnig staðfest fregnirnar. Í tilkynningu systkinanna kemur fram að krabbameinið hafi aðeins uppgötvast nýlega. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um andlát Alley eru fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir, leikarinn Parker Stevenson, Ted Danson, sem lék með henni í Cheers, og John Travolta, sem lék á móti Alley í Look Who's Talking. Danson sagði Alley hafa haft hjarta úr gulli en Kelsey Grammer, sem lék geðlækninn Frasier Crane í Cheers, sagði eftirfarandi: „Mér hefur alltaf fundist sorg vegna opinberrar persónu vera einkamál en ég hef þetta að segja; ég elskaði hana.“ Alley vann til Golden Globe- og Emmy-verðlauna fyrir frammistöðu sína í Cheers. View this post on Instagram A post shared by John Travolta (@johntravolta) Upp úr aldamótum fjallaði bandaríska slúðurpressan mikið um þyngdaraukningu Alley, sem hún svaraði með því að skapa og leika í þáttunum Fat Actress, sem fjölluðu um þessa pressuútgáfu af Alley; feita leikkonu að reyna að meika það í Hollywood og finn ástina á sama tíma. Síðar birtist Alley í nokkrum raunveruleikaþáttum, meðal annars Dancing with the Stars, The Masked Singer og Celebrity Big Brother í Bretlandi. Alley var ötull stuðningsmaður Donald Trump en sagði stuðning sinn við forsetann fyrrverandi hafa eyðilagt fyrir sér í Hollywood. Hollywood Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Það voru börn Alley, William „True“ Stevenson og Lillie Price Stevenson, sem tilkynntu um andlát móður sinnar á samfélagsmiðlum. Þá hefur umboðsmaður hennar einnig staðfest fregnirnar. Í tilkynningu systkinanna kemur fram að krabbameinið hafi aðeins uppgötvast nýlega. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um andlát Alley eru fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir, leikarinn Parker Stevenson, Ted Danson, sem lék með henni í Cheers, og John Travolta, sem lék á móti Alley í Look Who's Talking. Danson sagði Alley hafa haft hjarta úr gulli en Kelsey Grammer, sem lék geðlækninn Frasier Crane í Cheers, sagði eftirfarandi: „Mér hefur alltaf fundist sorg vegna opinberrar persónu vera einkamál en ég hef þetta að segja; ég elskaði hana.“ Alley vann til Golden Globe- og Emmy-verðlauna fyrir frammistöðu sína í Cheers. View this post on Instagram A post shared by John Travolta (@johntravolta) Upp úr aldamótum fjallaði bandaríska slúðurpressan mikið um þyngdaraukningu Alley, sem hún svaraði með því að skapa og leika í þáttunum Fat Actress, sem fjölluðu um þessa pressuútgáfu af Alley; feita leikkonu að reyna að meika það í Hollywood og finn ástina á sama tíma. Síðar birtist Alley í nokkrum raunveruleikaþáttum, meðal annars Dancing with the Stars, The Masked Singer og Celebrity Big Brother í Bretlandi. Alley var ötull stuðningsmaður Donald Trump en sagði stuðning sinn við forsetann fyrrverandi hafa eyðilagt fyrir sér í Hollywood.
Hollywood Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira