Leikkonan Kirstie Alley er látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2022 06:18 Kirstey Alley þótti afar snjöll og fyndin leikkona. Leikkonan Kirstie Alley er látin eftir baráttu við krabbamein. Hún var 71 árs. Alley var einna þekktust fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Cheers, Look Who's Talking myndunum og fyrir að tilheyra Vísindakirkjunni. Það voru börn Alley, William „True“ Stevenson og Lillie Price Stevenson, sem tilkynntu um andlát móður sinnar á samfélagsmiðlum. Þá hefur umboðsmaður hennar einnig staðfest fregnirnar. Í tilkynningu systkinanna kemur fram að krabbameinið hafi aðeins uppgötvast nýlega. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um andlát Alley eru fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir, leikarinn Parker Stevenson, Ted Danson, sem lék með henni í Cheers, og John Travolta, sem lék á móti Alley í Look Who's Talking. Danson sagði Alley hafa haft hjarta úr gulli en Kelsey Grammer, sem lék geðlækninn Frasier Crane í Cheers, sagði eftirfarandi: „Mér hefur alltaf fundist sorg vegna opinberrar persónu vera einkamál en ég hef þetta að segja; ég elskaði hana.“ Alley vann til Golden Globe- og Emmy-verðlauna fyrir frammistöðu sína í Cheers. View this post on Instagram A post shared by John Travolta (@johntravolta) Upp úr aldamótum fjallaði bandaríska slúðurpressan mikið um þyngdaraukningu Alley, sem hún svaraði með því að skapa og leika í þáttunum Fat Actress, sem fjölluðu um þessa pressuútgáfu af Alley; feita leikkonu að reyna að meika það í Hollywood og finn ástina á sama tíma. Síðar birtist Alley í nokkrum raunveruleikaþáttum, meðal annars Dancing with the Stars, The Masked Singer og Celebrity Big Brother í Bretlandi. Alley var ötull stuðningsmaður Donald Trump en sagði stuðning sinn við forsetann fyrrverandi hafa eyðilagt fyrir sér í Hollywood. Hollywood Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
Það voru börn Alley, William „True“ Stevenson og Lillie Price Stevenson, sem tilkynntu um andlát móður sinnar á samfélagsmiðlum. Þá hefur umboðsmaður hennar einnig staðfest fregnirnar. Í tilkynningu systkinanna kemur fram að krabbameinið hafi aðeins uppgötvast nýlega. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um andlát Alley eru fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir, leikarinn Parker Stevenson, Ted Danson, sem lék með henni í Cheers, og John Travolta, sem lék á móti Alley í Look Who's Talking. Danson sagði Alley hafa haft hjarta úr gulli en Kelsey Grammer, sem lék geðlækninn Frasier Crane í Cheers, sagði eftirfarandi: „Mér hefur alltaf fundist sorg vegna opinberrar persónu vera einkamál en ég hef þetta að segja; ég elskaði hana.“ Alley vann til Golden Globe- og Emmy-verðlauna fyrir frammistöðu sína í Cheers. View this post on Instagram A post shared by John Travolta (@johntravolta) Upp úr aldamótum fjallaði bandaríska slúðurpressan mikið um þyngdaraukningu Alley, sem hún svaraði með því að skapa og leika í þáttunum Fat Actress, sem fjölluðu um þessa pressuútgáfu af Alley; feita leikkonu að reyna að meika það í Hollywood og finn ástina á sama tíma. Síðar birtist Alley í nokkrum raunveruleikaþáttum, meðal annars Dancing with the Stars, The Masked Singer og Celebrity Big Brother í Bretlandi. Alley var ötull stuðningsmaður Donald Trump en sagði stuðning sinn við forsetann fyrrverandi hafa eyðilagt fyrir sér í Hollywood.
Hollywood Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira