NBA

Fréttamynd

Enn vinnur Miami

Miami Heat er á mikilli sigurgöngu í NBA deildinni þessa dagana og í nótt vann liðið 13. leik sinn af síðustu 14 þegar það skellti Boston 107-104. Sigurinn var þó fjarri því að vera sannfærandi, því Miami lenti á tíma 25 stigum undir í fyrri hálfleiknum. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV.

Sport
Fréttamynd

Anthony tryggði Denver sigur á Indiana

Carmelo Anthony skoraði enn eina sigurkörfuna fyrir lið sitt Denver Nuggets í nótt þegar það bar sigurorð af Indiana Pacers á útivelli 101-99. Þetta var annar sigur Denver í röð í Indiana eftir að hafa ekki unnið þar í 9 ár. Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver, en Peja Stojakovic skoraði 22 stig fyrir Indiana.

Sport
Fréttamynd

Spilar ekki meira í vetur

Framherjinn Emeka Okafor hjá Charlotte Bobcats sem kjörinn var nýliði ársins í NBA deildinni á síðasta ári, mun ekki leika meira með liðinu í vetur eftir að í ljós kom að ökklameiðslin sem hafa haldið honum frá keppni síðan í desember voru nokkuð alvarlegri en haldið var í fyrstu.

Sport
Fréttamynd

Miami valtaði yfir Utah

Lið Miami vann í nótt sinn 13. leik af síðustu 14. þegar liðið gjörsamlega valtaði yfir Utah Jazz á heimavelli sínum 121-83. Dwayne Wade skoraði 25 stig á 29 mínútum fyrir Miami, sem fór langt með að vinna leikinn með því að vinna fyrsta leikhlutann 41-14, en Utah sá aldrei til sólar eftir það. Matt Harpring skoraði 20 stig fyrir gestina.

Sport
Fréttamynd

Memphis - Boston í beinni

Leikur Memphis Grizzlies og Boston Celtics verður sjónvarpsleikurinn á NBA TV á Digital Ísland í kvöld og hefst hann klukkan eitt eftir miðnætti. Boston hefur verið á ágætis spretti undir stjórn Paul Pierce undanfarið og er ekki langt undan sæti í úrslitakeppninni, en Memphis hefur hinsvegar tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum.

Sport
Fréttamynd

Besta byrjun þjálfara í sögu NBA

Dallas Mavericks tekur á móti Cleveland Cavaliers í NBA deildinni í nótt og burtséð frá því hvernig leikurinn fer, er Avery Johnson þjálfari Dallas búinn að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar. Johnson hefur náð bestum árangri allra þjálfara í sögu deildarinnar í fyrstu 82 leikjum sínum sem aðalþjálfari.

Sport
Fréttamynd

Iverson missir úr fjóra leiki

Skorunarmaskínan Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers mun líklega missa úr að minnsta kosti fjóra leiki með liði sínu eftir að hann sneri sig illa á ökkla í síðasta leik liðsins. Iverson er annar stigahæsti leikmaður deildarinnar með 33,2 stig að meðaltali í leik. Hann spilar flestar mínútur allra í deildinni að meðaltali, er í fimmta sæti í stolnum boltum og áttunda sæti í stoðsendingum.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur Kaman gegn Clippers

Hinn smáfríði miðherji LA Clippers, Chris Kaman, leiddi lið sitt til sigurs 95-87 gegn Minnesota í sjónvarpsleiknum á NBA TV í nótt. Kaman skoraði 24 stig og hirti 23 fráköst fyrir Clippers en Ricky Davis skoraði 20 stig fyrir Minnesota.

Sport
Fréttamynd

Dwayne Wade vann einvígið við LeBron James

Undrabarnið LeBron James skoraði 47 stig fyrir lið sitt Cleveland í leik gegn Miami í nótt, en það dugði skammt gegn Dwayne Wade og félögum. Wade skoraði 35 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Miami í 98-92 sigri liðsins.

Sport
Fréttamynd

New Orleans - New Jersey í beinni

Leikur New Orleans/Oklahoma City Hornets og New Jersey Nets verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á miðnætti í nótt. New Orleans hefur komið allra liða mest á óvart í vetur undir dyggri stjórn nýliðans Chris Paul - sem á titilinn nýliði ársins í NBA vísan í vor.

Sport
Fréttamynd

Nash sneri aftur með stórleik

Leikstjórnandinn Steve Nash sneri aftur eftir ökklameiðsli með liði sínu Phoenix Suns í nótt og ekki var að sjá að hann kenndi til í ökklanum í sigri á Minnesota 110-102. Nash skoraði 31 stig og gaf 11 stoðsendingar, Tim Thomas skoraði 19 stig og Boris Diaw skoraði 18 stig. Hjá Minnesota var Kevin Garnett atkvæðamestur með 28 stig og 10 fráköst og Trenton Hassell var með 21 stig.

Sport
Fréttamynd

Lakers lagði San Antonio

Los Angeles Lakers vann í nótt óvæntan útisigur á San Antonio Spurs á útivelli 100-92. Meistararnir komust aldrei í gang í leiknum og virkuðu þreyttir eftir mikið leikjaálag síðustu daga og skoraði Tim Duncan t.a.m. aðeins 12 stig í leiknum. Kobe Bryant skoraði 29 stig fyrir Lakers.

Sport
Fréttamynd

San Antonio valtaði yfir Phoenix

Það sýndi sig svart á hvítu í gær hve mikilvægur hlekkur Steve Nash er í liði Phoenix Suns, þegar það steinlá á heimavelli sínum fyrir San Antonio Spurs 117-93. Nash gat ekki spilað með Phoenix vegna meiðsla og þykir tap liðsins sýna af hverju talað er um að Nash verði annað árið í röð valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Philadelphia - Denver í beinni

Leikur Philadelphia 76ers og Denver Nuggets verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í kvöld og hefst hann klukkan eitt eftir miðnætti. Þetta verður fyrsti leikur Denver á sjö leikja ferðalagi, en Philadelphia hefur tapað tveimur leikjum í röð.

Sport
Fréttamynd

Bryant eyðilagði heimkomu New Orleans

New Orleans Hornets spilaði í nótt fyrsta heimaleik sinn í endurnýjaðri heimahöll sinni í New Orleans síðan fellibylurinn Katrín lagði borgina í rúst í sumar, en því miður fyrir stuðningsmenn heimaliðsins voru það Kobe Bryant og félagar í LA Lakers sem komu í heimsókn. Bryant skoraði 18 af 40 stigum sínum í fjórða leikhluta og tryggði Lakers sigur 113-107.

Sport
Fréttamynd

Houston - Indiana í beinni

Viðureign Houston Rockets og Indiana Pacers verður sýnd í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland klukkan 1:30 eftir miðnætti í nótt. Indiana tapaði síðasta leik sínum illa á heimavelli fyrir slöku liði New York, en Houston hefur unnið þrjá leiki í röð og 13 af síðustu 17. Búist er við að Tracy McGrady verði með Houston í kvöld, en hann hefur átt við bakmeiðsli að stríða undanfarið.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti heimaleikurinn síðan Katrín reið yfir

New Orleans Hornets spilar í kvöld sinn fyrsta leik á heimavelli síðan fellibylurinn Katrín reið yfir borgina þann 29. ágúst á síðasta ári, en liðið hefur spilað megnið af heimaleikjum sínum í Oklahoma City síðan þá. Liðið spilar aðeins þrjá leiki í New Orleans Arena í ár og sex leikir eru fyrirhugaðir þar á næsta tímabili.

Sport
Fréttamynd

Fyrsta sigurganga New York í tvo mánuði

Botnlið New York vann í nótt annan leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liði skellti Indiana nokkuð óvænt á útivelli 107-92, en þetta er í fyrsta sinn í tvo mánuði sem New York vinnur tvo leiki í röð og hafa báðir sigrar liðsins komið á útivelli. Jalen Rose skoraði 21 stig gegn sínum gömlu félögum, en þeir Peja Stojakovic og Stephen Jackson skoruðu 20 hvor fyrir Indiana.

Sport
Fréttamynd

Dallas - Portland í beinni

Leikur Dallas Mavericks og Portland Trailblazers verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í nótt klukkan 1:30 eftir miðnætti. Dallas hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum eftir að hafa tekið 19-1 rispu á dögunum og líta leikmenn liðsins væntanlega á leikinn við Portland sem kjörið tækifæri til að rétta úr kútnum.

Sport
Fréttamynd

Shaq hélt upp á afmælið með sigri

Miðherjinn Shaquille O´Neal hélt upp á 34 ára afmælið sitt í gær með því að skora 35 stig og hirða 12 fráköst í naumum sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats 106-105 í framlengdum leik. Shaq skoraði öll 8 stig Miami í framlengingunni. Gerald Wallace skoraði 26 stig og hirti 15 fráköst fyrir Charlotte.

Sport
Fréttamynd

LA Lakers - San Antonio í beinni

Það verður góður leikur á dagskrá á NBA TV fyrir hörðustu nátthrafna í kvöld þegar Los Angeles Lakers tekur á móti meisturum San Antonio, en leikurinn hefstu klukkan 3:30 að íslenskum tíma. Leikurinn verður svo sýndur aftur í fyrramálið venju samkvæmt.

Sport
Fréttamynd

Tíundi sigur Phoenix í röð

Phoenix Suns er heitasta lið NBA deildarinnar í dag eftir að liðið vann tíunda leik sinn í röð í nótt gegn Dallas á útivelli 115-107. Þetta var annað tap Dallas í síðustu þremur leikjum, en áður hafði liðið verið á mikilli sigurgöngu.

Sport
Fréttamynd

Ótrúlegur sigur Miami á Atlanta

Kobe Bryant skoraði 40 stig fyrir Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, þegar liðið lagði Detroit, 105-94. Miami Heat vann sinn áttunda leik í röð með naumum sigri á Atlanta Hawks, 95-93. Miami átti frábæran endasprett og náði að tryggja sér sigurinn á ótrúlegan hátt með 1.8 sekúndu eftir á klukkunni, eftir að hafa verið 17 stigum undir.

Sport
Fréttamynd

16. heimasigurinn í röð hjá Dallas

10 leikir voru í NBA körfuboltanum í gærkvöldi. Allen Iverson skoraði 43 stig þegar Philadelfia vann Washington, 119-113. Dallas Mavericks vann 16. heimaleik sinn í röð í gærkvöldi. Í gærkvöld stóðu leikmenn Charlotte Bobcats lengi í Dallas-mönnum. En Þjóðverjinn, Dirk Nowitzki, tók til sinna ráða en hann var stigahæstur hjá Dallas, skoraði 26 stig.

Sport
Fréttamynd

Dallas - Charlotte í beinni

Leikur Dallas Mavericks og Charlotte Bobcats verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan 01:30 í nótt. Fyrirfram mætti reikna með stórsigri Dallas, því Charlotte hefur aðeins unnið 6 útileiki í allan vetur en Dallas hefur aðeins tapað 4 leikjum á heimavelli.

Sport
Fréttamynd

San Antonio vann toppslaginn

Meistarar San Antonio Spurs sýndu að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum í nótt þegar liðið skellti heitasta liði deildarinnar Dallas Mavericks í uppgjöri tveggja efstu liða Vesturdeildarinnar 98-89 á heimavelli sínum. Liðin eru nú hnífjöfn á toppi deildarinnar með 45 sigra og 12 töp.

Sport
Fréttamynd

Chicago - Cleveland í beinni

Það má sannarlega búast við skemmtilegum körfubolta í beinni útsendingu á NBA TV í kvöld þegar Chicago Bulls og Cleveland Cavaliers leiða saman hesta sína. Leikmenn Cleveland mæta væntanlega eins og öskrandi ljón til leiks í kvöld, því liðið hefur tapað fimm leikjum í röð. Leikurinn er á besta tíma og hefst klukkan tólf á miðnætti.

Sport
Fréttamynd

Iverson skoraði 40 stig

Allen Iverson verður ekki boðið að taka þátt í æfingabúðum þar sem valið verður í landslið Bandaríkjanna fyrir HM og Ólympíuleikana í körfubolta og í gær svaraði hann því á sinn hátt þegar hann skoraði 40 stig og gaf 10 stoðsendingar í sigri Philadelphia á Houston, þrátt fyrir að vera með flensu.

Sport
Fréttamynd

Hinrich með stórleik

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Chicago Bulls lagði Minnesota Timberwolves 111-100 á heimavelli sínum, en sigurinn var kostnaðarsamur þar sem liðið missti tvo menn útaf meidda eftir samstuð.

Sport
Fréttamynd

Detroit lagði Cleveland

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Detroit Pistons lagði Cleveland Cavaliers 90-78. Chauncey Billups skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar í liði Detroit, en LeBron James skoraði 22 stig fyrir Cleveland. Þetta var 5. sigur Detroit í röð.

Sport