Sport

San Antonio valtaði yfir Phoenix

Varnarmenn Phoenix réðu ekkert við Tony Parker í nótt en hann skoraði 29 stig fyrir San Antonio
Varnarmenn Phoenix réðu ekkert við Tony Parker í nótt en hann skoraði 29 stig fyrir San Antonio NordicPhotos/GettyImages

Það sýndi sig svart á hvítu í gær hve mikilvægur hlekkur Steve Nash er í liði Phoenix Suns, þegar það steinlá á heimavelli sínum fyrir San Antonio Spurs 117-93. Nash gat ekki spilað með Phoenix vegna meiðsla og þykir tap liðsins sýna af hverju talað er um að Nash verði annað árið í röð valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar.

Tony Parker skoraði 29 stig fyrir San Antonio í leiknum, Manu Ginobili 18 og Tim Duncan 16, en liðið nýtti 55% skorta sinna í leiknum. Shawn Marion skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst fyrir Phoenix.

Denver vann nauman sigur á Philadelphia 97-93. Carmelo Anthony skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst fyrir Denver, Ruben Patterson skoraði 20 og Marcus Camby skoraði 13 stig og hirti 14 fráköst. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia og Chris Webber 17 stig og hirti 20 fráköst fyrir Philadelphia.

Þá vann Dallas annan sigurinn í röð á Portland á tveimur dögum 109-92. Dirk Nowitzki skoraði 33 stig og hirti 10 fráköst fyrir Dallas og Jason Terry skoraði 19. Zach Randolph skoraði 29 stig fyrir Portland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×