Nash sneri aftur með stórleik 12. mars 2006 05:17 Það var ekki að sjá á leik Steve Nash í gærkvöld að hann væri að spila á bólgnum og bláum ökkla, því hann skilaði 31 stigi og 11 stoðsendingum í sigri á Minnesota NordicPhotos/GettyImages Leikstjórnandinn Steve Nash sneri aftur eftir ökklameiðsli með liði sínu Phoenix Suns í nótt og ekki var að sjá að hann kenndi til í ökklanum í sigri á Minnesota 110-102. Nash skoraði 31 stig og gaf 11 stoðsendingar, Tim Thomas skoraði 19 stig og Boris Diaw skoraði 18 stig. Hjá Minnesota var Kevin Garnett atkvæðamestur með 28 stig og 10 fráköst og Trenton Hassell var með 21 stig. Detroit hefur nú tapað þremur af fimm leikjum sínum eftir að liðið lá í annað sinn í vetur fyrir Washington 110-92. Gilbert Arenas skoraði 34 stig fyrir Washington en Rasheed Wallace skoraði 18 stig fyrir Detroit. Washington er aðeins annað liðið í deildinni í vetur sem nær að vinna tvo leiki gegn Detroit, en efsta lið deildarinnar hefur einnig tapað tvisvar fyrir Utah Jazz. Chicago lagði Atlanta á útivelli 95-90. Al Harrington skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta, en Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago. Orlando vann annan leik sinn í röð þegar liðið skellti Golden State 103-92. Heido Turkoglu skoraði 21 stig, hirti 12 frákast og gaf 8 stoðsendingar fyrir Orlando, en Derek Fisher skoraði 20 stig fyrir Golden State. Charlotte lagði New York 116-109 í uppgjöri botnliðanna í deildinni, en með sigrinum jafnaði Charlotte árangur sinn frá því í fyrra þó enn sé mikið eftir af tímabilinu og verður það i raun að teljast ásættanlegt þegar horft er til þess að fá lið hafa verið eins óheppin með meiðsli lykilmanna og Charlotte í vetur. Jumaine Jones skoraði 28 stig fyrir Charlotte, en Jalen Rose skoraði 23 stig fyrir New York. Los Angeles Clippers vann góðan útisigur á Milwaukee 106-98. Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst og Sam Cassell bætti við 20 stigum. Michael Redd skoraði 32 stig fyrir Milwaukee. Að lokum vann Dallas nokkuð öruggan sigur á Utah á útivelli 90-87, en leikurinn var sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland og voru Evrópumennirnir í algjörum sérflokki í leiknum. Varnarmenn Utah réðu ekkert við Þjóðverjann Dirk Nowitzki hjá Dallas sem skoraði 34 stig og hirti 9 fráköst. Tyrkinn Mehmet Okur var bestur í liði Utah, skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst og Rússinn Andrei Kirilenko skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sjá meira
Leikstjórnandinn Steve Nash sneri aftur eftir ökklameiðsli með liði sínu Phoenix Suns í nótt og ekki var að sjá að hann kenndi til í ökklanum í sigri á Minnesota 110-102. Nash skoraði 31 stig og gaf 11 stoðsendingar, Tim Thomas skoraði 19 stig og Boris Diaw skoraði 18 stig. Hjá Minnesota var Kevin Garnett atkvæðamestur með 28 stig og 10 fráköst og Trenton Hassell var með 21 stig. Detroit hefur nú tapað þremur af fimm leikjum sínum eftir að liðið lá í annað sinn í vetur fyrir Washington 110-92. Gilbert Arenas skoraði 34 stig fyrir Washington en Rasheed Wallace skoraði 18 stig fyrir Detroit. Washington er aðeins annað liðið í deildinni í vetur sem nær að vinna tvo leiki gegn Detroit, en efsta lið deildarinnar hefur einnig tapað tvisvar fyrir Utah Jazz. Chicago lagði Atlanta á útivelli 95-90. Al Harrington skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta, en Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago. Orlando vann annan leik sinn í röð þegar liðið skellti Golden State 103-92. Heido Turkoglu skoraði 21 stig, hirti 12 frákast og gaf 8 stoðsendingar fyrir Orlando, en Derek Fisher skoraði 20 stig fyrir Golden State. Charlotte lagði New York 116-109 í uppgjöri botnliðanna í deildinni, en með sigrinum jafnaði Charlotte árangur sinn frá því í fyrra þó enn sé mikið eftir af tímabilinu og verður það i raun að teljast ásættanlegt þegar horft er til þess að fá lið hafa verið eins óheppin með meiðsli lykilmanna og Charlotte í vetur. Jumaine Jones skoraði 28 stig fyrir Charlotte, en Jalen Rose skoraði 23 stig fyrir New York. Los Angeles Clippers vann góðan útisigur á Milwaukee 106-98. Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst og Sam Cassell bætti við 20 stigum. Michael Redd skoraði 32 stig fyrir Milwaukee. Að lokum vann Dallas nokkuð öruggan sigur á Utah á útivelli 90-87, en leikurinn var sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland og voru Evrópumennirnir í algjörum sérflokki í leiknum. Varnarmenn Utah réðu ekkert við Þjóðverjann Dirk Nowitzki hjá Dallas sem skoraði 34 stig og hirti 9 fráköst. Tyrkinn Mehmet Okur var bestur í liði Utah, skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst og Rússinn Andrei Kirilenko skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sjá meira