Sport

Detroit lagði Cleveland

Ben Wallace treður hér með tilþrifum í leiknum í gær, en hann skoraði alls 11 stig og hirti 19 fráköst gegn Cleveland
Ben Wallace treður hér með tilþrifum í leiknum í gær, en hann skoraði alls 11 stig og hirti 19 fráköst gegn Cleveland NordicPhotos/GettyImages

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Detroit Pistons lagði Cleveland Cavaliers 90-78. Chauncey Billups skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar í liði Detroit, en LeBron James skoraði 22 stig fyrir Cleveland. Þetta var 5. sigur Detroit í röð.

Minnesota vann góðan sigur á Memphis 105-99, þrátt fyriri að Kevin Garnett hafi verið rekinn af leikvelli fyrir að kasta boltanum upp í áhorfendastæðin í svekkelsi. Ricky Davis skoraði 35 stig fyrir Minnesota, en Pau Gasol skoraði 23 stig fyrir Memphis.

Houston lagði Orlando 89-84. Yao Ming skoraði 29 stig og hirti 11 fráköst fyrir Houston, en Grant Hill skoraði 22 stig fyrir Orlando.

Indiana lagði New Jersey 101-91. Richard Jefferson skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir New Jersey, sem missti Vince Carter útaf meiddan í upphafi leiks. Fred Jones og Peja Stojakovic skoruðu 22 stig hvor hjá Indiana.

Boston vann sætan sigur á LA Lakers á útivelli 112-111. Paul Pierce skoraði 39 stig fyrir Boston, en Kobe Bryant skoraði 40 stig fyrir Lakers.

New Orleans lagði Portland á útivelli 88-75. Zach Randolph skoraði 23 stig fyrir Portland, en David West var með 22 stig hjá New Orleans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×