Sport

Lakers lagði San Antonio

Kobe Bryant og félagar gerðu góða ferð til San Antonio í nótt
Kobe Bryant og félagar gerðu góða ferð til San Antonio í nótt NordicPhotos/GettyImages

Los Angeles Lakers vann í nótt óvæntan útisigur á San Antonio Spurs á útivelli 100-92. Meistararnir komust aldrei í gang í leiknum og virkuðu þreyttir eftir mikið leikjaálag síðustu daga og skoraði Tim Duncan t.a.m. aðeins 12 stig í leiknum. Kobe Bryant skoraði 29 stig fyrir Lakers.

Orlando burstaði Cleveland 102-73 á heimavelli. Carlos Arroyo skoraði 17 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Orlando, en LeBron James skoraði 25 stig og hirti 8 fráköst fyrir Cleveland þrátt fyrir að spila með flensu.

Denver vann enn á útivelli og skellti Toronto 108-97, þrátt fyrir að Carmelo Anthony færi meiddur af velli í byrjun leiks. Andre Miller skoraði 23 stig fyrir Denver og Reggie Evans hirti 20 fráköst, en Mike James var atkvæðamestur hjá Toronto með 25 stig.

Milwaukee lagði Boston á útivelli 92-86. Michael Redd skoraði 24 stig fyrir Milwaukee en Paul Pirerce skoraði 26 fyrir Boston.

Golden State vann mjög óvæntan útisigur á Miami 111-106. Jason Richardson skoraði 44 stig fyrir Golden State, en Dwayne Wade skoraði 42 fyrir Miami.

Indiana lagði New Orleans á útivelli 92-90. Peja Stojakovic skoraði 26 stig fyrir Indiana og sigurkörfuna skömmu fyrir leikslok, en David West skoraði 20 stig fyrir New Orleans.

LA Clippers sigraði Chicago 107-98. Sam Cassell skoraði 32 stig fyrir Clippers, en Kirk Hinrich skoraði 21 stig fyrir Chicago.

Sacramento lagði Memphis á heimavelli sínum 105-93. Ron Artest skoraði 30 stig fyrir Sacramento, en Pau Gasol skoraði 26 stig, hirti 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Memphis.

Loks vann Seattle góðan sigur á Minnesota 107-96. Ray Allen skoraði 38 stig fyrir Seattle, en Mark Blount skoraði 23 fyrir Minnesota.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×