Besta byrjun þjálfara í sögu NBA 14. mars 2006 18:45 Avery Johnson hefur náð frábærum árangri með Dallas síðan hann tók við af Don Nelson síðastliðið vor, en hann hefur greinilega lært mikið af mönnum eins og Nelson og Gregg Popovich sem þjálfuðu hann á dögum hans sem leikmaður NordicPhotos/GettyImages Dallas Mavericks tekur á móti Cleveland Cavaliers í NBA deildinni í nótt og burtséð frá því hvernig leikurinn fer, er Avery Johnson þjálfari Dallas búinn að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar. Johnson hefur náð bestum árangri allra þjálfara í sögu deildarinnar í fyrstu 82 leikjum sínum sem aðalþjálfari. Undir stjórn hins unga Johnson, hefur Dallas unnið 65 leiki og tapað aðeins 16 síðan hann tók við seint á síðasta tímabili. Þar með er ljóst að þó Dallas tapi fyrir Cleveland í nótt, mun árangur Johnson alltaf toppa árangur Paul Westphal hjá Phoenix árið 1992-3 um minnst þrjá leiki. "Ég vissi að Avery yrði góður þjálfari og var ekki einn um þá skoðun," sagði Donnie Walsh, forseti Dallas. "Ég hinsvegar hefði aldrei geta gert mér í hugarlund að hann næði svona góðum árangri." Dallas er nú í harðri baráttu við meistara San Antonio um besta vinningshlutfallið í Vesturdeildinni, en vegna breytts fyrirkomulags um uppröðun liða í úrslitakeppninni, er baráttan um efsta sætið enn harðari en áður. Þó Dallas verði með næst besta árangurinn í Vesturdeildinni á eftir San Antonio, verður liðið aðeins fjórða lið inn í úrslitakeppnina ef það nær ekki toppsætinu í riðli sínum og því er til mikils að vinna fram á vorið. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Dallas Mavericks tekur á móti Cleveland Cavaliers í NBA deildinni í nótt og burtséð frá því hvernig leikurinn fer, er Avery Johnson þjálfari Dallas búinn að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar. Johnson hefur náð bestum árangri allra þjálfara í sögu deildarinnar í fyrstu 82 leikjum sínum sem aðalþjálfari. Undir stjórn hins unga Johnson, hefur Dallas unnið 65 leiki og tapað aðeins 16 síðan hann tók við seint á síðasta tímabili. Þar með er ljóst að þó Dallas tapi fyrir Cleveland í nótt, mun árangur Johnson alltaf toppa árangur Paul Westphal hjá Phoenix árið 1992-3 um minnst þrjá leiki. "Ég vissi að Avery yrði góður þjálfari og var ekki einn um þá skoðun," sagði Donnie Walsh, forseti Dallas. "Ég hinsvegar hefði aldrei geta gert mér í hugarlund að hann næði svona góðum árangri." Dallas er nú í harðri baráttu við meistara San Antonio um besta vinningshlutfallið í Vesturdeildinni, en vegna breytts fyrirkomulags um uppröðun liða í úrslitakeppninni, er baráttan um efsta sætið enn harðari en áður. Þó Dallas verði með næst besta árangurinn í Vesturdeildinni á eftir San Antonio, verður liðið aðeins fjórða lið inn í úrslitakeppnina ef það nær ekki toppsætinu í riðli sínum og því er til mikils að vinna fram á vorið.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira