Sport

Ótrúlegur sigur Miami á Atlanta

Alonzo Mourning og félagar fagna hér mögnuðum sigri í nótt.
Alonzo Mourning og félagar fagna hér mögnuðum sigri í nótt.

Kobe Bryant skoraði 40 stig fyrir Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, þegar liðið lagði Detroit, 105-94. Bryant varð á föstudagskvöld yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til þess að skora 16.000 stig í deildinni.

Miami Heat vann sinn áttunda leik í röð með naumum sigri á Atlanta Hawks, 95-93. Shaquille O'Neal skoraði 21 stig og náði 8 fráköstum fyrir Miami áður en hann fékk sína fimmtu villu þegar 3.45 mín voru eftir af leiknum.

Miami átti frábæran endasprett og náði að tryggja sér sigurinn á ótrúlegan hátt þegar 1.8 sekúnda var eftir af leiknum eftir að hafa verið 17 stigum undir þrátt fyrir að leika án Dwyane Wade sem er meiddur. Alonzo Mourning fékk boltann og setti hann ofan í þegar 1.8 sek voru eftir á klukkunni en það var í fyrsta sinn sem Miami komst yfir í leiknum og tryggði sigurinn.

Önnur úrslit næturinnar í NBA urðu þannig;

New York - Milwaukee 103-98

San Antonio - Portland 101-81

Denver - Orlando 110-94

New Jersey - Toronto 105-100 e. framl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×