Sport

16. heimasigurinn í röð hjá Dallas

Dirk Nowitzki og Melvin Ely kljást um boltann í leiknum í nótt.
Dirk Nowitzki og Melvin Ely kljást um boltann í leiknum í nótt.

10 leikir voru í NBA körfuboltanum í gærkvöldi. Allen Iverson skoraði 43 stig þegar Philadelfia vann Washington, 119-113. Dallas Mavericks vann 16. heimaleik sinn í röð í gærkvöldi. Dallas tapaði fyrir San Antonio Spurs í fyrrakvöld á útivelli en það var aðeins annar ósigur liðsins í 21 af síðustu leikjum liðsins.

En Dallas er firnasterkt á heimavelli, síðast tapaði liðið í American höllinni í Dallas 30. des og þá fyrir Golden State Warriros. Í gærkvöld stóðu leikmenn Charlotte Bobcats lengi í Dallas-mönnum. En Þjóðverjinn, Dirk Nowitzki, tók til sinna ráða en hann var stigahæstur hjá Dallas, skoraði 26 stig. Næstur honum kom Jason Terry með 17 stig þar af skoraði hann 10 stig í þriðja leikhluta. Gerald Wallace var stigahæstur hjá Bobcats með 14 stig. Charlotte hefur nú tapað 8 af síðustu 10.

Önnur úrslit í gærkvöldi urðu:

Atlanta - Sacramento 93-102

Philadelfia - Washington 119-113

New York Knicks - Chicago 101-98

Boston - Indiana 99-98. Paul Pierce skoraði sigurkörfu úr 3ja stiga skoti

Houston - Denver 89-78

Utah Jazz - LA Clippers 105-103

Phoenix - Orlando 123-118

Seattle - Detroit 96-98

Golden State - LA Lakers 94-106, Kobe Bryant með 42 stig fyrir Lakers.

Dallas - Charlotte 90-76




Fleiri fréttir

Sjá meira


×