Sport

Iverson missir úr fjóra leiki

Töffarinn Allen Iverson verður á hliðarlínunni hjá Philadelphia í næstu leikjum eftir að hann sneri sig á ökkla þegar hann steig á fótinn á boltastrák við hliðarlínuna í síðasta leik Philadelphia.
Töffarinn Allen Iverson verður á hliðarlínunni hjá Philadelphia í næstu leikjum eftir að hann sneri sig á ökkla þegar hann steig á fótinn á boltastrák við hliðarlínuna í síðasta leik Philadelphia. NordicPhotos/GettyImages

Skorunarmaskínan Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers mun líklega missa úr að minnsta kosti fjóra leiki með liði sínu eftir að hann sneri sig illa á ökkla í síðasta leik liðsins. Iverson er annar stigahæsti leikmaður deildarinnar með 33,2 stig að meðaltali í leik. Hann spilar flestar mínútur allra í deildinni að meðaltali, er í fimmta sæti í stolnum boltum og áttunda sæti í stoðsendingum.

Iverson hefur aðeins misst úr fjóra leiki til þessa á tímabilinu, en Philadelphia náði að vinna tvo þeirra. Iverson er jafnan talinn einn allra harðasti leikmaður deildarinnar "pund fyrir pund", en fáir leikmenn eru lamdir oftar í gólfið í hverjum einasta leik en einmitt Iverson. Hann hefur þó hingað til ekki látið sig muna um að spila meiddur og ekki þyrfti að koma á óvart þó hann sneri aftur fyrr en áætlað var.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×