Icelandic Glacial höllin er nýjasta nafnið í íþróttahúsaflóru úrvalsdeildarinnar Körfuknattleiksdeild Þórs í Þorlákshöfn hefur gert þriggja ára samstarfssamning við fyrirtækið Icelandic Water Holdings og fyrsti heimaleikur liðsins í úrvalsdeild karla í fjögur og hálft ár verður því spilaður í Icelandic Glacial höllinni. Körfubolti 19. október 2011 14:30
Karfan.is valdi Guðjón Lárusson bestan í fyrstu umferðinni Karfan.is ætlar að velja besta leikmann hverrar umferðar í Iceland Express deild karla og Stjörnumaðurinn Guðjón Lárusson er Gatorade-leikmaður fyrstu umferðarinnar. Guðjón lék þá afar vel í í fjarveru Jovans Zdravevski þegar Stjarnan vann 14 stiga sigur á Tindastól á Króknum, 105-81. Körfubolti 18. október 2011 14:45
Umfjöllun: Njarðvíkingar sýndu klærnar í Ljónagryfjunni Njarðvík byrjar tímabilið í Iceland Express-deild karla vel en í kvöld vann liðið sigur á Haukum, 107-91. Njarðvíkingum var reyndar spáð falli úr deildinni fyrir tímabilið en þeir hafa svarað því með því að vinna fyrstu tvo leiki tímabilsins. Körfubolti 17. október 2011 21:20
Snæfell vann KR - Sigrar hjá Njarðvík og Stjörnunni Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld en þar bar helst góður sigur Snæfellinga á Íslandsmeisturum KR á heimavelli, 116-100. Körfubolti 17. október 2011 20:50
Þórsarar voru búnir að bíða lengi eftir þessum sigri Benedikt Guðmundsson og lærisveinar hans í Þór úr Þorlákshöfn unnu óvæntan níu stiga sigur á ÍR, 101-92, í Seljaskólanum í Iceland Express deild karla í körfubolta í gærkvöldi en það er óhætt að segja að Þórsarar hafi verið búnir að bíða lengi eftir þessum útisigri. Körfubolti 17. október 2011 13:00
Grindavík skellti Fjölni - myndir Hið sterka lið Grindavíkur lenti ekki í miklum vandræðum með Fjölnismenn í Grafarvoginum í gær. Körfubolti 17. október 2011 06:30
Sigurður: Förum í alla leiki til að vinna "Þetta var flottur sigur, við náðum takmarkinu okkar hér í kvöld," sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur eftir 95-73 sigur á Fjölni í Iceland Express deild karla í kvöld. Körfubolti 16. október 2011 21:45
Árni: Eigum eftir að stilla okkur betur saman "Við Fjölnismenn verðum að skoða okkur sjálfa í liðsvörninni, það þarf að stilla þetta eitthvað betur," sagði Árni Ragnarsson, leikmaður Fjölnis eftir 73-95 tap gegn Grindvíkingum í Iceland Express deild karla í kvöld. Körfubolti 16. október 2011 21:36
Umfjöllun: Grindvíkingar unnu öruggan sigur Leik Fjölnis og Grindavíkur lauk með 95-73 sigri Grindavíkur í Iceland-Express deild karla í kvöld. Grindavík hefur byrjað tímabilið vel, þeir unnu núverandi tvöfalda meistara, KR í meistarar meistaranna og unnu svo nágranna sína í Keflavík í fyrsta leik deildarinnar. Fjölnismenn töpuðu hins vegar fyrir ÍR í fyrstu umferð og voru því að leita að fyrsta sigrinum á þessu tímabili. Körfubolti 16. október 2011 21:25
Allt eftir bókinni í Iceland Express-deild karla Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Keflavík, Grindavík og Þór Þorlákshöfn unnu öll frekar auðvelda sigra á andstæðingum sínum. Körfubolti 16. október 2011 21:05
Ingi Þór: Enginn liðsbragur á þessu Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var alls ekki sáttur við frammistöðu deildarmeistaranna frá síðustu leiktíð þrátt fyrir góðan sigur á Haukum 89-93 á útivelli í kvöld. Körfubolti 14. október 2011 22:11
Pétur: Hefði frekar viljað spila illa í 38 mínútur og vinna Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka var að vonum svekktur eftir 89-93 tap gegn Snæfelli í kvöld þar sem Haukar glopruðu niður unnum leik á síðustu tveimur mínútum leiksins. Körfubolti 14. október 2011 22:09
Stjörnumenn byrja vel - unnu fjórtán stiga sigur á Króknum Stjarnan fór í góða ferð á Sauðárkrók í kvöld og vann 14 sigur á heimamönnum í Tindastól, 105-91, í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla. Stjarnan var með örugga forystu stærsta hluta leiksins en kláruðu þó ekki leikinn endanlega fyrr en með góðum spretti í upphafi fjórða leikhlutans. Körfubolti 14. október 2011 21:08
Umfjöllun: Lokaspretturinn tryggði Snæfelli tvö stig á Ásvöllum Snæfellingar unnu fjögurra stiga sigur á Haukum á Ásvöllum, 93-89, í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Haukar voru í fínni stöðu tæpum þremur mínútum fyrir leikslok en Snæfellingar unnu lokakafla leiksins 12-3 og tryggðu sér sigurinn. Körfubolti 14. október 2011 20:59
Njarðvíkingar burstuðu nýliða Valsmanna á Hlíðarenda Njarðvíkingar unnu 29 stiga stórsigur á Valsmönnum, 92-63, í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta. Báðum þessum liðum var spáð falli úr deildinni í árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða en Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með nýliða Vals í kvöld. Körfubolti 14. október 2011 20:40
Ingi Þór: Höfum æft vel og erum klárir í fyrsta leik "Við erum bara nokkuð vel stemmdir og undirbúningstímabilið er búið að vera gríðarlega langt,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, í samtali við Vísi. Körfubolti 14. október 2011 11:30
Upphitunarþáttur Stöðvar 2 sport um Iceland Express deildina Íslandsmótið í körfuknattleik karla hófst í gær með þremur leikjum í Iceland Express deildinni. Fyrstu umferð lýkur í kvöld með þremur leikjum. Stöð 2 sport sýndi veglegan upphitunarþátt um deildina s.l. miðvikudag og er hægt að sjá þáttinn í heild sinn á Vísir. Þar fór Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður Stöðvar 2 yfir málin með þeim Svala Björgvinssyni og Guðmundi Bragasyni. Körfubolti 14. október 2011 10:45
KR slapp með skrekkinn á móti strákunum hans Benna - myndir Íslandsmeistarar KR hófu tililvörnina á naumum sigri á nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn, 90-84, í DHL-höllinni í gærkvöldi en fyrsta umferð Iceland Express deildar karla hófst þá með þremur leikjum. Þór minnkaði muninn í þrjú stig þegar fáar sekúndur voru eftir af leiknum en KR-ingar lönduðu sigrinum. Körfubolti 14. október 2011 07:00
Hreggviður: Erum einfaldlega með betra lið „Þetta var glæsilegur sigur á móti vel spilandi Þórsliði,“ sagði Hreggviður Magnússon, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld. Körfubolti 13. október 2011 21:59
Benedikt: Drullusvekktur með þetta tap „Það var ekki mikill munur á liðunum en nægilega mikill til að tapa leiknum og það er ég drullusvekktur með,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. Körfubolti 13. október 2011 21:53
Hrafn: Mikilvægt fyrir okkur að byrja á sigri „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur þar sem við vissum alveg að Þórsarar kæmu brjálaðir hingað,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. Körfubolti 13. október 2011 21:48
Umfjöllun: Íslandsmeistararnir byrja á sigri gegn nýliðunum KR vann nokkuð sannfærandi sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn 90-84 í DHL-höllinni í kvöld, en þetta var fyrsti leikur beggja liða í Iceland-Express deild karla á tímabilinu. Mikill haustbragur var á leik liðanna og greinilegt að þau eru ekki komin í nægilega góða leikæfingu. Nýliðarnir frá Þorlákshöfn stóðu samt vel í KR-ingunum allan leikinn og fá hrós fyrir það. Körfubolti 13. október 2011 21:12
Grindavík stakk Keflavík af í þriðja leikhlutanum Grindvíkingar fylgdu eftir sigri í Meistarakeppni KKÍ um helgina með því að vinna sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Keflavík, 86-80, í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Grindavík lagði grunninn að sigrinum með góðum þriðja leikhluta eftir að Keflavík hafði verið með frumkvæðið framan af leik. Körfubolti 13. október 2011 20:58
Það var kominn tími á búning sem vekti athygli Karlalið KR mun frumsýna nýjan og endurbættan búning í kvöld er liðið tekur á móti sínum gamla þjálfara, Benedikt Guðmundssyni, og lærisveinum hans í Þór Þorlákshöfn. Breytingarnar koma þó ekki af góðu einu því aðalstjórn KR fór meðal annars fram á breytingar. Körfubolti 13. október 2011 08:30
Gamall skólabróðir og besti vinur Bartolotta verður með ÍR í vetur Karlalið ÍR í körfubolta hefur fundið eftirmann Brandon Bush sem var látinn fara á dögunum. Nýi bandaríski leikmaðurinn hjá liðinu heitir Williard Johnson, er 204 sm á hæð og spilar sem framherji. Körfubolti 11. október 2011 16:45
Sigurkarfa Páls Axels hefði ekki átt að standa Mikið hefur verið rætt og ritað um sigurkörfu Grindavíkur gegn KR í Meistarakeppni KKÍ. Hana skoraði Páll Axel Vilbergsson er 0,57 sekúndur voru eftir á klukkunni. Körfubolti 11. október 2011 16:00
KR ver titilinn samkvæmt spánni KR mun verja Íslandsmeistaratitil sinn í körfubolta karla samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna. Grindavík er spáð öðru sæti og Stjarnan kemur þar rétt á eftir. Körfubolti 11. október 2011 12:20
Eiríkur tekur slaginn með ÍR í vetur Gamla brýnið Eiríkur Önundarson, eða herra ÍR, er ekkert á því að leggja skóna á hilluna því hann hefur boðað komu sína á völlinn með ÍR í vetur. Körfubolti 11. október 2011 11:30
Páll Axel: Ég þarf ekki meiri tíma en þetta „Það var bara betra að það var búið að færa þriggja stiga línuna utar. Miðað við hvað ég var að flýta mér hefði ég annars örugglega þrumað boltanum í spjaldið,“ sagði Páll Axel hetja Grindvíkinga í leikslok. Körfubolti 9. október 2011 22:28
Hreggviður: Tekur tæknilega meiri tíma að taka skot Hreggviður Magnússon, leikmaður KR, setti stórt spurningamerki við sigurkörfu Grindvíkinga í viðureign liðanna í Vesturbænum í kvöld. Körfubolti 9. október 2011 22:26