Körfubolti

Þrír sigrar í röð hjá Ísfirðingum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Damier Erik Pitts.
Damier Erik Pitts. Mynd/Nordic Photos/Getty
KFÍ vann sinn þriðja leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta þegar Ísfiðringar fögnuðu sjö stiga heimasigri á Tindastól, 92-85 í fallbaráttuslag í kvöld. KFÍ komst alla leið upp í 9. sæti með þessum sigri.

KFÍ vann aðeins 2 af fyrstu 11 leikjum sínum á tímabilinu en hefur nú unnið dýrmæta sigra í síðustu þremur leikjum og alla á móti liðum í neðri hlutanum.

Damier Erik Pitts átti enn einn stórleikinn með liði KFÍ en hann braut 30 stiga múrinn í sjöunda leiknum í röð. Pitts var með 33 stig, 8 fráköst og 5 stoðsedningar í kvöld.

Kristján Pétur Andrésson átti líka flottan leik fyrir KFÍ áður en hann fékk sína fimmtu villu. Kristján var með sex þrista og alls 20 stig.

Roburt Sallie var með 24 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar í sínum fyrsta leik með Tindastól en það dugði ekki til. Þröstur Leó Jóhannsson var stigahæstur með 25 stig.

Staðan var jöfn í hálfleik, 41-41, en KFÍ lagði grunninn að sigrinum með því að vinna þriðja leikhlutann 25-17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×