Körfubolti

Herbert snýr aftur - tekur við ÍR ásamt Steinari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Herbert Arnarson
Herbert Arnarson Mynd/Vilhelm
ÍR-ingar hafa fundið eftirmann Jóns Arnars Ingvarssonar og ráðið þjálfara fyrir lokasprettinn í Dominos-deild karla í körfubolta. ÍR-ingar hafa komist að samkomulagi við þá Steinar Arason og Herbert Arnarson um að taka við liðinu í sameiningu út tímabilið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR.

Steinar Arason hafði starfað sem aðstoðarþjálfari við hlið Jóns Arnars á þessu tímabili og þekkir því vel til hópsins en báðir eru þeir mætir og góðir ÍR-ingar og gert garðinn frægan með sem leikmenn liðsins á árum áður.

Herbert Arnarson snýr þar með aftur í íslenska körfuboltann en hann þjálfaði síðast í úrvalsdeildinni 2005-06 þegar hann stýri KR-ingum til 3. sætis í deildinni og inn í undanúrslit úrslitakeppninnar. Herbert var síðast í herbúðum ÍR-liðsins tímabilið 1996-97.

ÍR-liðið er í neðsta sæti Dominosdeildar karla eftir 14 umferðir en liðið tapaði sex síðustu deildarleikjum sínum undir stjórn Jóns Arnars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×