Körfubolti

Enginn tvíhöfði í Hólminum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður nóg að gera hjá Inga Þór Steinþórssyni um næstu helgi.
Það verður nóg að gera hjá Inga Þór Steinþórssyni um næstu helgi. Mynd/Anton
Körfuknattleikssambandið hefur gefið út tímasetningar á undanúrslitaleikjum í Powerade-bikarnum sem fara fram um næstu helgi. Snæfellingar fengu heimaleiki hjá bæði körlum og konum en leikirnir fara samt fram sitthvorn daginn.

Ingi Þór Steinþórsson þjálfar bæði lið Snæfells en vandamálið er að Sigurður Ingimundarson þjálfar bæði lið Keflavíkur sem eru líka bæði komin í undanúrslitin. Sigurður mætir með stelpurnar í Hólminn á laugardaginn og strákarnir hans fá síðan Grindavík í heimsókn í Keflavík daginn eftir.

Undanúrslitin hefjast í Hveragerði á föstudagskvöldið en þar keppast kvennalið Hamars og Vals að tryggja sér sæti í sínum fyrsta bikarúrslitaleik frá upphafi. Síðasta leikurinn er síðan viðureign Snæfells og Stjörnunnar í Stykkishólmi á sunnudagskvöldið.

Undanúrslit Powerade-bikars kvenna 2012-2013:

Föstudagurinn 25 janúar kl. 19.15 Hamar-Valur

Laugardagurinn 26 janúar kl. 15.00 Snæfell-Keflavík

Undanúrslit Powerade-bikars karla 2012-2013:

Sunnudagurinn 27 janúar kl. 15.00 Keflavík-Grindavík

Sunnudagurinn 27 janúar kl. 19.15 Snæfell-Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×