Körfubolti

Tilþrifin úr Stjörnuleiknum um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristófer Acox
Kristófer Acox Mynd/Daníel
Hinn árlegi Stjörnuleikur íslenska körfuboltans fór fram um helgina og höfðu margir gaman af enda einbeittu leikmenn sér að því að skemmta sér og áhorfendum. SportTV.is sýndi beint frá leiknum og strákarnir þar hafa nú tekið saman samantekt frá deginum.

Það var nóg um troðslur í Stjörnuleiknum og má sjá þær í þessari samantekt en þar má meðal annars sjá hinn unga Kristófer Acox troða í körfuna en þessi 19 ára KR-ingur var með 20 stig í leiknum. Það er hægt að nálgast samantektina með því að smella hér.

Jay Threatt úr Snæfelli var valinn besti maður leiksins en hann var með fallega þrennu eða 21 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar.

Í þriggja-stiga keppninni vann Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson en það þurfti að knýja fram úrslit með framlengingu í úrslitunum en hann og ÍR-ingurinn Eric James Palm voru jafnir.

Í troðslukeppninni vann Billy Baptist hjá Keflavík en hann var með glæsileg tilþrif og fékk nánast alltaf fullt hús stiga hjá dómurunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×