Sacramento - Detroit í beinni Leikur Sacramento Kings og Detroit Pistons verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan hálf fjögur í nótt. Þarna eru á ferðinni tvö af sterkari liðum deildarinnar og því kjörið fyrir nátthrafna að stilla á NBA TV í nótt. Körfubolti 9. nóvember 2006 00:01
Carmelo Anthony gaf Syracuse 200 milljónir Framherjinn Carmelo Antony hjá Denver Nuggets gaf í gær gamla háskólanum sínum 200 milljónir króna sem varið verður til byggingar nýrrar æfingaaðstöðu fyrir körfuboltalið skólans. Anthony varð háskólameistari með liðinu árið 2003 á sínu eina ári í háskóla áður en hann gaf kost á sér í NBA deildina. Körfubolti 8. nóvember 2006 17:30
Besta byrjun í sögu Hornets New Orleans Hornets vann í nótt sinn fjórða leik í röð í upphafi leiktíðar í NBA og er þetta besta byrjun í sögu félagsins. Liðið skellti Golden State 97-93 á heimavelli í Oklahoma City þar sem Chris Paul skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir New Orleans en Baron Davis skoraði 22 stig fyrir Golden State. Körfubolti 8. nóvember 2006 14:57
Indiana - Philadelphia í beinni Leikur Indiana Pacers og Philadelphia 76ers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland á miðnætti í kvöld. Leikurinn er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að Philadelphia er eitt þriggja liða í NBA sem enn hafa ekki tapað leik og hefur þessi byrjun Philadelphia komið nokkuð á óvart. Körfubolti 7. nóvember 2006 19:01
Dallas enn án sigurs Lið Dallas Mavericks tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð á tímabilinu þegar liðið fékk fyrrum þjálfara sinn Don Nelson og lærisveina hans í Golden State í heimsókn. Utah Jazz skellti Detroit og hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína. Körfubolti 7. nóvember 2006 14:35
Fyrsta tap Lakers LA Lakers tapaði sínum fyrsta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið beið lægri hlut gegn Seattle. Ófarir meistaranna í Miami halda áfram og í nótt tapaði liðið gegn Philadelphia. Körfubolti 6. nóvember 2006 15:15
Arenas fór á kostum Gilbert Arenas hjá Washington var maður næturinnar í NBA-körfuboltanum en hann skoraði 44 stig í sigurleik liðs síns gegn Boston, 124-117. Þá fóru leikmenn Houston á kostum gegn Dallas á heimavelli sínum og unnu 107-76 sigur. Yao Ming skoraði 36 stig. Körfubolti 5. nóvember 2006 13:45
Bryant með 23 stig í fyrsta leik Kobe Bryant skoraði 23 stig í sínum fyrsta leik fyrir LA Lakers á tímabilinu þegar liðið bar sigurorð af Seattle, 118-112. LA Lakers hefur unnið alla þrjá leiki sína það sem af er leiktíð. Körfubolti 4. nóvember 2006 10:31
San Antonio - Cleveland í beinni á Sýn í kvöld Leikur San Antonio Spurs og Cleveland Cavaliers verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan eitt eftir miðnætti. Bæði lið hafa spilað einn leik til þessa í deildinni og höfðu þau bæði sigur. Körfubolti 3. nóvember 2006 18:17
"Rasheed reglan" farin að taka sinn toll Dómurum í NBA deildinni hefur verið gert að vera duglegri við að gefa leikmönnum tæknivillur fyrir að mótmæla dómum með væli eða ýktu látbragði í vetur og eru þessar áherslur strax farnar að setja svip sinn á deildarkeppnina. Körfubolti 3. nóvember 2006 16:44
Arftaki Yao Ming í nýliðavalið á næsta ári? Ef svo fer sem horfir mun kínverski framherjinn Yi Jianlian gefa kost á sér í nýliðavalinu í NBA næsta sumar, en þessi nítján ára gamli hávaxni leikmaður hefur vakið áhuga NBA liða í nokkur ár. Körfubolti 3. nóvember 2006 16:30
San Antonio lagði Dallas Tveir leikir voru á dagskrá í NBA deildinni liðna nótt og voru þeir báðir sýndir beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland. San Antonio vann baráttusigur á Dallas í uppgjöri Texasrisanna og LA Clippers vann sigur á Denver þar sem Carmelo Anthony var hent út úr húsi. Körfubolti 3. nóvember 2006 13:31
Körfuboltamaraþon í kvöld og alla helgina Það verður sannkölluð körfuboltaveisla á NBA TV sjónvarpsstöðinni og Sýn næstu daga. Veislan hefst í kvöld með stórleik Dallas og San Antonio á NBA TV sem hefst klukkan eitt í nótt og á sama tíma annað kvöld verður lið San Antonio aftur í eldlínunni þegar það tekur á móti LeBron James og félögum í Cleveland í beinni á Sýn. Körfubolti 2. nóvember 2006 19:45
New York lagði Memphis í maraþonleik Leiktíðin í ár fer öllu betur af stað en sú síðasta hjá New York Knicks í NBA deildinni, en í nótt lagði liðið Memphis Grizzlies 118-117 eftir þríframlengdan leik í Madison Square Garden. Quentin Richardson var sjóðandi heitur í liði New York og skoraði 31 stig og hirti 9 fráköst en Chucky Atkins skoraði 25 stig fyrir Memphis og Hakim Warrick skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst. Körfubolti 2. nóvember 2006 14:04
Tveir leikir í beinni í kvöld Það verða tveir leikir í beinni útsendingu á NBA TV sjónavrpsstöðinni í kvöld, en deildarkeppnin hófst með látum í gærkvöldi. Fyrri leikurinn er viðureign New Jersey og Toronto og hefst hún klukkan 1 eftir miðnætti og klukkan 3:30 eigast svo við Phoenix og LA Clippers. Körfubolti 1. nóvember 2006 20:07
Lakers skellti Phoenix Los Angeles Lakers vann góðan sigur á Phoenix Suns í síðari leiknum á opnunarkvöldi deildarkeppninnar í nótt 114-106. Lakers var án Kobe Bryant í nótt en það kom ekki að sök þar sem Lamar Odom fór fyrir liðinu með 34 stigum og 13 fráköstum á hrekkjavökukvöldi. Körfubolti 1. nóvember 2006 06:13
Chicago kippti meisturunum niður á jörðina Deildarkeppnin í NBA hófst með látum í nótt með leik meistara Miami og Chicago. Meistararnir fengu venju samkvæmt afhenta meistarahringa sína við skemmtilega athöfn fyrir leikinn, en það var eina ástæðan sem leikmenn Miami höfðu til að brosa í nótt því sprækt lið Chicago tók meistarana í nefið á þeirra eigin heimavelli 108-66. Körfubolti 1. nóvember 2006 05:02
Kaman og Howard gera nýja samninga ESPN sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur greint frá því að miðherjinn Chris Kaman hjá LA Clippers og framherjinn Josh Howard hjá Dallas Mavericks séu nú búnir að framlengja samninga sína við lið sín í NBA deildinni. Körfubolti 29. október 2006 16:15
Red Auerbach allur Red Auerbach, forseti Boston Celtics í NBA deildinni og fyrrum þjálfari, lést á laugardaginn 89 ára að aldri. Auerbach er einn þekktasti og sigursælasti þjálfari í sögu körfuknattleiksins en undir hans stjórn vann lið Boston átta meistaratitla í röð og níu alls á sjötta og sjöunda áratugnum. Körfubolti 29. október 2006 14:48
Æfingatímabilinu lauk í nótt Síðustu leikirnir á æfingatímabilinu í NBA fóru fram í nótt en deildarkeppnin hefst með látum næsta þriðjudagskvöld. Í sjónvarpsleiknum á NBA TV í nótt vann San Antonio öruggan sigur á Dallas 100-79, en þessi lið mætast einmitt á þriðjudagskvöldið í fyrsta deildarleik sínum. Körfubolti 28. október 2006 12:00
Denver skellti LA Lakers Denver lagði LA Lakers örugglega 126-108 í æfingaleik liðanna í nótt sem sýndur var beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Carmelo Anthony skoraði 32 stig á aðeins 31 mínútu fyrir Denver og Andre Miller skoraði 14 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 8 fráköst, en Andrew Bynum skoraði 23 stig og hirti 7 fráköst fyrir Lakers. Kobe Bryant var ekki með liði Lakers og er enn tæpur að ná fyrsta deildarleik liðsins eftir helgina. Körfubolti 27. október 2006 14:58
Mutombo ósáttur við kynþáttafordóma Miðherjinn Dikembe Mutombo hjá Houston Rockets lenti í orðaskaki við einn stuðningsmanna Orlando Magic í æfingaleik liðanna í NBA í fyrrakvöld eftir að hafa orðið fyrir kynþáttaníð í lok þriðja leikhlutans. Körfubolti 27. október 2006 03:18
LA Lakers - Denver í beinni í nótt Leikur LA Lakers og Denver Nuggets á undirbúningstímabilinu í NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland klukkan tvö eftir miðnætti í nótt. Kobe Bryant á enn við meiðsli að stríða og óljóst er hvort hann verður klár í byrjun tímabils eftir helgina. Sport 26. október 2006 21:45
Stern vill að leikmenn gangi um óvopnaðir David Stern, forseti NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú farið þess á leit við leikmenn í deildinni að þeir skilji skotvopn sín eftir heima hjá sér og gangi ekki með þau á sér úti á götu og á keppnisferðalögum. Körfubolti 26. október 2006 18:11
Houston burstaði Miami Átta leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en nú er smátt og smátt að færast meiri alvara í æfingaleikina þar sem deildarkeppnin byrjar eftir helgina. Houston Rockets burstaði meistara Miami Heat á útivelli í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Körfubolti 26. október 2006 15:32
Miami - Houston í beinni Það verður sannkallaður toppleikur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni í kvöld en annað kvöldið í röð eru það meistarar Miami sem verða í eldlínunni og að þessu sinni tekur liðið á móti Houston Rockets. Leikurinn hefst klukkan 12 á miðnætti og er hér um að ræða æfingaleik. Deildarkeppnin hefst svo á fullu um mánaðamótin þar sem tveir leikir verða sýndir beint á hverju kvöldi fyrstu vikuna af tímabilinu. Körfubolti 25. október 2006 22:53
Shaq kemur lögreglu til aðstoðar Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami Heat er í síauknum mæli farinn að starfa sem lögreglumaður, en í fréttir frá Bandaríkjunum í gær herma að hann hafi verið til aðstoðar í misheppnaðri innrás í hús í Virginíufylki í síðasta mánuði. Körfubolti 25. október 2006 17:30
San Antonio spáð sigri á næsta ári Það er hefði í NBA deildinni fyrir upphaf deildarkeppninnar að framkvæmdastjórar félaganna geri spá fyrir komandi leiktíð líkt og gerist hér á Íslandi. Meirihluti þessara manna spáir því að lið San Antonio muni standa uppi sem sigurvegari næsta sumar og hallast þeir að því að LeBron James verði kjörinn verðmætasti leikmaðurinn á tímabilinu. Körfubolti 25. október 2006 15:47
Níu æfingaleikir fóru fram liðna nótt Meistarar Miami Heat lögðu Orlando Magic 92-82 í æfingaleik í NBA deildinni í nótt, en leikurinn var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og var hin besta skemmtun. Antoine Walker skoraði 16 stig og hirti 10 fráköst fyrir Miami en Hedo Turkoglu skoraði 18 stig fyrir Orlando. Körfubolti 25. október 2006 14:39
Orlando - Miami í beinni Níu leikir eru á dagskrá á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt og verður leikur Flóridaliðanna Orlando Magic og Miami Heat sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á besta tíma í kvöld eða klukkan 23. Körfubolti 24. október 2006 20:14