Körfubolti

LA Lakers lagði Miami

Kobe Bryant skorar mun minna í ár en í fyrra, en lið LA Lakers spilar enn betur
Kobe Bryant skorar mun minna í ár en í fyrra, en lið LA Lakers spilar enn betur NordicPhotos/GettyImages

Fjöldi leikja fór fram í NBA deildinni á degi Martin Luther King í Bandaríkjunum. Kobe Bryant og félagar í LA Lakers stöðvuðu sigurgöngu Miami með 124-118 sigri í framlengdum leik í Staples Center í Los Angeles.

Leikur Lakers og Miami var sýndur beint á NBA TV og þar fengu áhorfendur að fylgjast með Kobe Bryant í essinu sínum í nýju hlutverki hjá liði Lakers. Bryant hefur haft mun hægar um sig í sóknarleiknum í vetur en í fyrra og tekur hvorki meira né minna en 9 skotum minna í leik nú en þá. Liðið er þó mun sterkara núna og fleiri menn sem deila með sér verkum í sókninni.

Bryant og Bryan Cook skoruðu 25 stig hvor í sigrinum á Miami í gær og Smush Parker skoraði 17 stig. Dwyane Wade skoraði 35 stig fyrir Miami og Udonis Haslem skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst.

New York lagði Sacramento 102-97 en þetta var 6. tap Sacramento í röð. Stephon Marbury skoraði 25 stig fyrir New York en Kevin Martin skoraði 30 stig fyrir Sacramento.

Milwaukee lagði Charlotte 99-91 á útivelli. Matt Carroll skoraði 22 stig fyrir Charlotte en Earl Boykins skoraði 30 stig fyrir Milwaukee.

Atlanta lagði Boston 100-96. Josh Childress skoraði 23 stig og hirti 14 fráköst en Gerald Green og Allan Ray skoruðu 22 stig fyrir Boston.

Chicago lagði San Antonio 99-87. Manu Ginobili skoraði 22 stig fyrir San Antonio en Kirk Hinrich skoraði 23 stig fyrir Chicago.

Toronto skellti Philadelphia 104-86 á útivelli. Chris Bosh skoraði 27 stig fyrir Toronto en Andre Iquodala skoraði 15 stig fyrir Philadelphia.

Minnesota skellti Detroit í framlengingu þar sem Ricky Davis skoraði 21 stig fyrir Minnesota en Rip Hamilton var með 32 stig fyrir Detroit.

New Jersey lagði Indiana 105-95 þar sem Vince Carter skoraði 31 stig fyrir New Jersey en Al Harrington 18 fyrir Indiana.

Golden State lagði LA Clippers 108-93. Elton Brand skoraði 19 fyrir CLippers en Monta Ellis 24 fyrir Golden State.

Phoenix lagði Memphis 137-122. Amare Stoudemire skoraði 42 stig af bekknum fyrir Phoenix en Mike Miller var með 25 stig fyrir Memphis.

Þá vann Washington sigur á Utah eins og áður hafði komið fram 114-111, þar sem Gilbert Arenas skoraði 51 stig og sigurkörfuna um leið og lokaflautið gall.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×