Körfubolti

Wade kemur Miami til bjargar

NordicPhotos/GettyImages

Hinn magnaði Dwyane Wade hjá meisturum Miami er kominn aftur á fulla ferð eftir að missa úr fjóra leiki vegna meiðsla og segist ekki hafa verið eins ferskur lengi. Það sýndi sig í nótt þegar hann tryggði Miami 107-103 sigur á Seattle með því að skora 14 af 29 stigum sínum á síðustu 8 mínútunum.

Wade gaf auk þess 13 stoðsendingar fyrir Miami og Jason Kapono skoraði 19 stig. Ray Allen skoraði 29 stig fyrir Seattle og Chris Wilcox skoraði 28 stig og hirti 13 fráköst.

Houston vann góðan sigur á LA Lakers 102-77 þar sem Juwan Howard skoraði 23 stig fyrir Houston og Dikembe Mutombo hirti 19 fráköst og varði 5 skot - og er nú kominn í annað sæti á lista yfir þá sem varið hafa flest skot í sögu deildarinnar. Kobe Bryant skoraði 20 stig fyrir Lakers.

Dallas vann 12. sigurinn í röð á liði Portland með 99-74 sigri á heimavelli. Jason Terry skoraði 20 stig fyrir Dallas en Zach Randolph skoraði 21 stig fyrir Portland.

San Antonio lagði Denver á útivellii 92-83. Tony Parker skoraði 26 stig fyrir San Antonio en Allen Iverson skoraði 33 stig fyrir Denver.

Önnur úrslit í nótt:

Atlanta 77 New Orleans 96

Washington 113 Chicago 103

Boston 83 Indiana 97

Detroit 96 Charlotte 103

New York 106 Philadelphia 99

Milwaukee 77 Toronto 90

Minnesota 91 LA Clippers 92

Golden State 76 Orlando 91

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×