Körfubolti

Anthony körfuboltamaður ársins í Bandaríkjunum

Anthony spilaði mjög vel með liði Bandaríkjanna á HM, þó árangur liðsins í heild hefði valdið gríðarlegum vonbrigðum enn eina ferðina
Anthony spilaði mjög vel með liði Bandaríkjanna á HM, þó árangur liðsins í heild hefði valdið gríðarlegum vonbrigðum enn eina ferðina NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets var í dag kjörinn körfuboltamaður ársins í Bandaríkjunum fyrir frammistöðu sína með landsliðinu á HM í körfubolta sem fram fór í Japan í fyrra. Þetta þykja mörgum nokkuð kaldhæðnislegar fréttir í ljósi þess að hann situr nú af sér 15 leikja bann í NBA fyrir slagsmál.

Anthony var nokkuð óvænt besti leikmaður bandaríska landsliðsins á HM í fyrra og var stigahæsti leikmaður liðsins með rétt tæp 20 stig að meðaltali í leik. Mike Krzyzewski þjálfari var einn hinna fjölmörgu sem hrósuðu Anthony fyrir það hve mikinn þroska hann hefði sýnt á síðustu mánuðunum fyrir keppnina og hann hélt áfram að spila eins og engill þegar leiktíð hófst í NBA og skoraði yfir 30 stig að meðaltali í leik.

Það er því ekki ljóst við að hegðun kappans í New York fyrir nokkrum vikum hafi valdið gríðarlegum vonbrigðum, en þar gaf hann einum leikmanna New York tilefnislaust hnefahögg og var í kjölfarið dæmdur í 15 leikja bann, sem hann er nú að verða búinn að sitja af sér.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×