Körfubolti

Ætlar sér að vinna titil

Nú munu stuðningsmenn Detroit loksins hætta að púa á Chris Webber.
Fréttablaðið/Gettyimages
Nú munu stuðningsmenn Detroit loksins hætta að púa á Chris Webber. Fréttablaðið/Gettyimages

Chris Webber mun spila með Detroit Pistons í NBA-deildinni í vetur. Nú er að sjá hvort hann geti hjálpað Pistons á svipaðan hátt og Rasheed Wallace gerði á meistaraárinu 2004.

„Ég get ekki beðið eftir því að fara að spila með hæfileikaríkum leikmönnum og vinna að því að færa Detroit sinn fjórða meistaratitil," sagði Webber eftir að hann tilkynnti að hann myndi spila með Detroit. Webber er fæddur í Detroit og spilaði frábærlega með Michigan-háskólanum á sínum tíma.

„Við teljum að Chris muni passa vel inn í okkar leik. Það eru allir mjög spenntir, leikmenn, þjálfarar sem og borgin öll," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit Pistons. Philadelphia 76ers keypti upp samning Webbers, sem hafði bara spilað 18 leiki í vetur og aðeins skorað í þeim 11 stig að meðaltali.- óój

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×