NBA í nótt: Lakers vann án Kobe | Utah stöðvaði San Antonio Kobe Bryant missti af sínum öðrum leik í röð með LA Lakers en liðið vann engu að síður sigur á New Orleans á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 93-91. Körfubolti 10. apríl 2012 09:01
Lamar Odom hættur hjá Dallas Núverandi NBA-meistaralið, Dallas Mavericks, varð í dag fyrir áfalli þegar tilkynnt var að Lamar Odom, leikmaður liðsins, myndi ekki spila meira með liðinu á tímabilinu. Körfubolti 9. apríl 2012 20:00
NBA: Ellefti sigur San Antonio í röð | Miami vinnur áfram án Wade San Antonio Spurs gefur ekkert eftir á toppi Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn ellefta leik í röð í nótt. Boston Celtics og Miami Heat unnu bæði sína leiki og Oklahoma City Thunder tókst að enda þriggja taphrinu sína en hún hafði kostað liðið efsta sætið í Vestrinu. Körfubolti 9. apríl 2012 11:00
NBA: Carmelo Anthony tryggði New York sigur á Chicago | Skoraði 43 stig Carmelo Anthony var í miklu stuði í kvöld þegar New York Knicks vann dramatískan eins stigs sigur á Chicago Bulls, 100-99, eftir framlengdan leik í Madison Square Garden. Anthony skoraði sigurkörfuna 8.2 sekúndum fyrir leikslok en hafði áður tryggt New York framlengingu. Körfubolti 8. apríl 2012 22:00
NBA: Kobe missti af fyrsta leiknum í tvö ár og Lakers tapaði Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers tapaði án Kobe Bryant, Boston Celtics vann flottan sigur á Indiana Pacers, Los Angeles Clippers er áfram í góðum gír eftir áttunda sigurinn í níu leikjum, Memphis Grizzlies vann Dallas Mavericks og Orlando Magic náði að enda fimm leikja taphrinu. Körfubolti 8. apríl 2012 11:00
NBA: Memphis Grizzlies keyrði yfir Miami | Aldrige hetja Portland Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt en alls fóru fram 11 leikir. Stórleikur kvöldsins var í beinni útsendingu á Stöð2 Sport þegar Miami Heat tók á móti Memphis Grizzlies. Gestirnir tóku völdin alveg frá byrjun og réðu ferðinni allan leikinn. Rudy Gay var góður í lið Memphis og fór fyrir sínu liði en hann gerði 17 stig. Körfubolti 7. apríl 2012 10:27
NBA: Orlando tapaði fimmta leiknum í röð | Chicago vann Boston Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og hrunið virðist vera algjört hjá liði Orlando Magic sem tapaði þá fimmta leiknum í röð. Los Angeles Clippers var fljótt að jafna sig eftir tapið fyrir Lakers og Chicago Bulls vann Boston Celtics án Derrick Rose. Körfubolti 6. apríl 2012 11:00
LeBron með 34 stig í sigri Miami á Oklahoma | Lakers vann borgarslaginn LeBron James fór fyrir liði Miami Heat sem marði sigur á Oklahoma City Thunder í NBA körfuboltanum í nótt. Þá vann Lakers sigur í slagnum um Los Angeles borg gegn Clippers. Körfubolti 5. apríl 2012 11:31
NBA: LeBron með 41 stig í sigri Miami Heat LeBron James var öflugur þegar Miami Heat tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með sigri á Philadelphia 76ers í nótt. Kobe Bryant skoraði mikilvægan þrist í blálokin á sigri Los Angeles Lakers á New Jersey Nets, Orlando Magic tapaði fjórða leiknum í röð og San Antonio Spurs vann áttunda leikinn sinn í röð. Körfubolti 4. apríl 2012 09:15
NBA: Lengsta sigurganga Los Angeles Clippers í tvo áratugi Los Angeles Clippers vann sinn sjötta leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Chicago Bulls tapaði í fyrsta sinn tveimur leikjum í röð í vetur og Memphis Grizzlies vann Oklahoma City Thunder á útivelli. Körfubolti 3. apríl 2012 09:00
Hnéaðgerð Jeremy Lin heppnaðist vel Jeremy Lin, leikmaður New York Knicks, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í kvöld að aðgerð sem hann gekkst undir á hné hafi heppnast vel. Körfubolti 2. apríl 2012 23:34
NBA: Rondo með þrennu í stórsigri Boston á Miami Miami Heat og Chicago Bulls, tvö efstu liðin í Austurdeildinni, þurftu bæði að sætta sig við stóra skelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant skoraði 40 stig í sigri Los Angeles Lakers og Orlando Magic tapaði sínum þriðja leik í röð. Körfubolti 2. apríl 2012 09:00
Stuðningsmenn Kentucky veltu við bílum og kveiktu í sófum Stuðningsmenn Kentucky-háskólans gengu af göflunum síðustu nótt þegar körfuboltalið skólans hafði tryggt sér sæti í úrslitaleik háskólaboltans. Körfubolti 1. apríl 2012 23:15
Krakkarnir hans Malone slá í gegn í íþróttum Það verður ekki annað sagt en að gamla körfuboltahetjan Karl Malone standi sig vel í að ala upp afreksmenn í íþróttum. Körfubolti 1. apríl 2012 22:45
Kentucky og Kansas leika til úrslita háskólakörfunni Það verða Kentucky og Kansas sem leika til úrslita um háskólatitilinn í körfubolta þetta árið í Bandaríkjunum en undanúrslitin fóru fram í nótt fyrir framan 74 þúsund áhorfendur í Superdome í New Orleans. Körfubolti 1. apríl 2012 12:30
Lin á leið í hnéaðgerð | Spurs búið að vinna sjö í röð NY Knicks vann í nótt en stuðningsmenn liðsins voru samt ekki í neinu páskastuði enda kom í ljós í gær að Jeremy Lin þarf að gangast undir hnéaðgerð og spilar því væntanlega ekki meira í vetur. Ömurlegur endir á Öskubuskutímabili hans. Körfubolti 1. apríl 2012 11:00
Stal taco af veitingastað og flúði Erving Walker, bakvörður Flórída-háskólans, virðist ekki vera beittasti hnífurinn í skúffunni en hann gerði sér lítið fyrir og stal 380 króna taco af veitingastað og flúði síðan. Körfubolti 1. apríl 2012 09:00
Frændi Wade á sjúkrahúsi eftir að hafa lent í skotárás Þó svo Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat, hafi farið mikinn gegn Toronto í gær og skorað 30 stig þá var hugur hans hjá frænda sínum sem særðist í skotárás í Chicago. Körfubolti 31. mars 2012 23:30
Kobe gat ekkert en tryggði Lakers samt sigur Kobe Bryant er engum líkur. Hann átti algjörlega skelfilegan leik gegn New Orleans í kvöld en afgreiddi samt leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu. Kobe klúðraði 18 (þetta er ekki innsláttarvilla) fyrstu skotum sínum í leiknum. Körfubolti 31. mars 2012 22:45
Marbury meistari í Kína Gamla NBA-stjarnan, Stephon Marbury, er að gera það gott í Kína og hann leiddi lið sitt, Bejing Ducks, til sigurs í kínversku deildinni í gær. Þetta var fyrsti meistaratitill Ducks. Körfubolti 31. mars 2012 22:30
Dallas og Miami á sigurbraut Dirk Nowitzki átti stórleik fyrir Dallas gegn Orlando í nótt og tryggði þeim nauman sigur með körfu sex sekúndum fyrir leikslok. Magic var með 15 stiga forskot í þriðja leikhluta en Dallas kom til baka og vann sjaldséðan sigur þessa dagana. Körfubolti 31. mars 2012 11:04
Fisher vann í LA | Miami pakkaði Dallas saman Tveir stórleikir fóru fram í NBA-deildinni. Liðin sem kepptu um titilinn í fyrra mættust í Miami og Derek Fisher snéri aftur til Los Angeles með Oklahoma. Körfubolti 30. mars 2012 09:00
LeBron ætlar að spila þrátt fyrir meiðslin LeBron James, leikmaður Miami Heat, staðfesti í gær að fingur hefði farið úr lið og það myndi eðlilega angra hann mikið næstu vikur. Engu að síður ætlar hann ekki að sleppa neinum leikjum. Körfubolti 29. mars 2012 11:45
Auðvelt hjá Knicks | Sex sigrar í röð hjá Spurs Þó svo Amar'e Stoudemire og Jeremy Lin væru meiddir og Carmelo Anthony væri haltrandi um völlinn valtaði NY Knicks yfir Orlando í nótt. Körfubolti 29. mars 2012 09:00
Rodman gjaldþrota og skuldum vafinn | Sagður vera alkóhólisti Fyrrum NBA-stjarnan og vandræðagemlingurinn Dennis Rodman er í afar vondum málum. Hann er orðinn gjaldþrota, skuldar háar upphæðir og gæti verið á leið í fangelsi. Körfubolti 28. mars 2012 12:15
LeBron meiddur á fingri Forráðamenn Miami Heat hafa áhyggjur af stjörnunni LeBron James sem er meiddur á fingri og getur verið að fingurinn hafi farið úr lið. Körfubolti 28. mars 2012 11:30
Kobe bjargaði Lakers gegn Golden State Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir LA Lakers í nótt og sá til þess að liðið marði sigur á Golden State í nótt. Lakers klúðraði niður 16 stiga forskoti í leiknum en Kobe jafnaði leikinn á ný undir lokin og skoraði körfuna sem kom Lakers aftur yfir. Körfubolti 28. mars 2012 08:57
Sonur Doc Rivers ætlar að fara strax í NBA-deildina Austin Rivers, sonur Doc Rivers þjálfara Boston Celtics, gæti verið farinn að spila á móti pabba sínum á næsta tímabili í NBA-deildinni. Rivers hefur ákveðið að hætta í Duke-háskólnum eftir aðeins eitt ár og skrá sig í nýliðaval NBA-deildarinnar í júní. Körfubolti 28. mars 2012 06:00
Miami fékk skell gegn Indiana Stjörnulið Miami Heat er eitthvað að gefa eftir í NBA-deildinni þessa dagana því liðið tapaði stórt annan leikinn í röð í nótt. Að þessu sinni gegn Indiana. Körfubolti 27. mars 2012 09:00
Oklahoma skellti Miami | Atlanta vann fjórframlengdan leik Strákarnir í Oklahoma sendu út sterk skilaboð í nótt er þeir unnu sannfærandi sigur á Miami í stórleik næturinnar í NBA-deildinni. Kevin Durant stigahæstur með 28 stig. Dwyane Wade stigahæstur hjá Miami með 22 stig. Körfubolti 26. mars 2012 08:59