Körfubolti

Kobe Bryant með 68 stig á 15 mínútum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kobe Bryant nýtur lífsins í Kína.
Kobe Bryant nýtur lífsins í Kína. NORDIC PHOTOS / Getty
Kobe Bryant, helsta stjarna Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum, efndi til sýningar á góðgerðaleik í Kína með Nike um helgina. Bryant lék í 15 mínútur og skoraði 68 stig fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda.

Leikið var í tvisvar 15 mínútur og lék Bryant aðeins seinni hálfleikinn. Aðrir leikmenn sem tóku þátt í leiknum hafa ekki atvinnu að því að leika körfubolta og ákvað Bryant að líta á leikinn sem góða æfingu ef marka má skrif hans á Facebook síðu sinni.

„Ég vildi ekki valda neinum vonbrigðum og aðdáendurnir höfðu borgað sig inn á sýningu þannig að ég leit á seinni hálfleikinn sem æfingu fyrir úthaldið mitt. Ég hljóp og hljóp og hljóp. Að lokum skoraði ég 68 stig í seinni hálfleik og við unnum,“ sagði Kobe á Facebook síðu sinni.

Engum sögum fer af því hvort aðrir leikmenn í liði Kobe Bryant hafi snert boltann í seinni hálfleiknum, hvað þá skorað.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×