Körfubolti

Don Nelson hættur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Nelson lifði sig iðulega vel inn í leikinn
Nelson lifði sig iðulega vel inn í leikinn NORDIC PHOTOS / AFP
Don Nelson tilkynnti um helgina að hann er hættur þjálfun. Enginn þjálfari hefur sigrað fleiri leiki á sínum ferli en þjálfarinn litríki sem lauk ferlinum hjá Golden State Warriors.

Nelson stýrði liði í NBA á 30 tímabilum á 34 ára þjálfara ferli sínum. Hann vann 1335 leiki sem þjálfari og er einn af tveimur þjálfurum sem valdir hafa verið þjálfari ársins í þrígang, 1982, 1985 og 1992.

Nelson stýrði Milwaukee Bucks á árunum 1976 til 1987. Árin 1988 til 1995 var hann með Golden State Warriors, þá tók hann við New York Knicks en var þar aðeins eitt tímabil. Á árunum 1997 til 2005 þjálfaði hann Dallas Mavericks en síðustu árin var hann aftur hjá Warriors þar sem hann vann líklega sinn stærasta sigur sem þjálfari, þegar Warriors sigruðu Dallas Mavericks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar vorið 2007. Hann stýrði landsliði Bandaríkjanna að auki til sigurs í Heimsmeistarakeppninni 1994.

Sem leikmaður vann Nelson fimm meistaratitla með Boston Celtics á árunum 1965 til 1976.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×