Körfubolti

Aðeins minni geðveiki hjá Lakers - Matt Barnes til LA Clippers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matt Barnes.
Matt Barnes. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það þótti mörgum fullmikið af því góða að vera með Ron Artest, nú Metta World Peace, og

Matt Barnes saman í liði en svo verður ekki lengur hjá Los Angeles Lakers. Matt Barnes hefur nefnilega gert samning við nágrannana í Los Angeles Clippers.

Matt Barnes er 32 ára framherji sem á að baki níu tímabil í NBA-deildinni. Hann var búinn að vera í tvö tímabil við hlið Metta World Peace og Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers en var bara með 7,8 stig og 5,5 fráköst að meðaltali á síðasta tímabili.

Barnes hefur spilað fyrir átta félög í NBA og þar á meðal fyrir öll fjögur félögin í Kaliforníuríki. Hann byrjaði ferilinn hjá Los Angeles Clippers árið 2004, spilaði með Sacramento Kings (2004-05) og með Golden State Warriors (2006-2008). Barnes hefur líka spilað fyrir New York Knicks, Philadelphia 76ers, Phoenix Suns og Orlando Magic.

Los Angeles Clippers hefur verið duglegt að safna að sér reynsluboltum að undanförnu en liðið hefur einnig samið við þá Lamar Odom, Grant Hill, Jamal Crawford og Ronny Turiaf. Allir eiga þeir síðan að styðja við bakið á súperstjörnunum Chris Paul og Blake Griffin.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×