Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Stjörnustúlkur í stuði - myndir

    Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu sinn annan leik í röð í Pepsi-deild kvenna í kvöld er KR kom í heimsókn. Stjarnan komst með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar en KR er í næstneðsta sæti.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Meistararnir féllu báðir í fyrsta sinn

    Mörg lið ætla að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna ef marka má úrslitin í 1. umferð. Íslandsmeistarnir og bikarmeistararnir töpuðu báðir sínum fyrsta leik sem hefur aldrei gerst áður.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pepsi-deild kvenna: Katrín raðar inn mörkum í miðjum prófum

    Katrín Ásbjörnsdóttir byrjaði frábærlega með Þór/KA í Pepsi-deild kvenna um liðna helgi. Hún skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja í 3-1 sigri á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í 1. umferðinni. Það er skammt stórra högga á milli hjá Katrínu því hún þreytir þessa dagana stúdentspróf í MR.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Tvær frá Pittsburgh Panthers til KR

    Bandarísku leikmennirnir Liz Carroll og Katelyn Ruhe komu til landsins í gær en þær ætla að spila með KR í Pepsi-deild kvenna í sumar. Þær Liz og Katelyn léku þó ekki gegn Selfossi í gær enda ekki komnar með leikheimild. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pistill: Mætum á leiki hjá afrekskonunum okkar

    Grasið er orðið grænt og sumarið er á næsta leiti. Á sunnudaginn rúllar kvennaboltinn af stað með fimm leikjum í Pepsi deildinni. Bestu knattspyrnukonur landsins munu þá mætast á Akureyri, í Vestmannaeyjum, Kópavogi, Mosfellsbæ og í fyrsta sinn á Selfossi.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Stjörnukonur byrja sumarið vel - myndir

    Stjörnukonur eru meistarar meistaranna í fyrsta sinn eftir 3-1 sigur á Val á Stjörnuvellinum í kvöld. Stjarnan varð Íslandsmeistari síðasta sumar en Valur vann bikarinn. Stjörnukonur halda áfram að enda sigurgöngur Vals því Valskonur voru búnar að vinna Meistarakeppnina fimm ár í röð.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    KR og Breiðablik verða Íslandsmeistarar í haust

    KR og Breiðabliki var spáð Íslandsmeistaratitlunum í Pepsi-deildum karla og kvenna í fótbolta á árlegum kynningarfundi fyrir úrvalsdeildirnar en fundurinn fór fram í dag. Bæði liðin tryggðu sér sigur í Lengjubikarnum á dögunum og hafa verið að gera góða hluti á undirbúningstímabilinu.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Mist hetja Vals | Björk með þrennu

    Valur tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í framlengdum leik í Egilshöll. Mist Edvardsdóttir, miðvörður Vals, skoraði bæði mörk Valskvenna.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Stóraukin umfjöllun | Pepsi-mörkin í opinni dagskrá

    KSÍ, Ölgerðin og 365 miðlar undirrituðu í dag umfangsmikinn samning um Pepsi-deild karla og kvenna í knattspyrnu. Stöð 2 Sport mun bjóða uppá a.m.k. 23 beinar útsendingar frá Pepsi-deild karla á komandi keppnistímabili sem hefst 6. maí. Einnig verða beinar útsendingar frá völdum leikjum í Pepsi-deild kvenna, aðgengilegar öllum á Vísi.is.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Áfram á Stöð 2 Sport

    365 miðlar hafa komist að samkomulagi við Sportfive um sýningarrétt frá leikjum Pepsi-deildar karla og kvenna sem og bikarkeppnum. Gildir samningurinn til næstu tveggja ára.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Sigurður Ragnar: Viljum endurvekja U-23 lið Íslands

    Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslitaleikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra.

    Íslenski boltinn