Íslenski boltinn

Þór/KA gefur ekkert eftir og vann stórsigur á FH

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen. Mynd/Daníel
Þór/KA-konur gefa ekkert eftir á toppi Pepsi-deildar kvenna en þær náðu sex stiga forskoti eftir 6-0 sigur á FH í fyrsta leik 13. umferðar á Akureyri í kvöld. Stjörnukonur geta minnkað forskotið aftur niður í þrjú stig seinna í kvöld.

Þór/KA hefur unnið 10 af 13 leikjum sínum í sumar en Jóhann Kristinn Gunnarsson er að gera frábæra hluti með norðanstelpur.

Mörk liðsins í kvöld skoruðu þær Arna Sif Ásgrímsdóttir (2), Sandra María Jessen (2), Lára Einarsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir. Sandra María er það með komin með fjórtán mörk í deildinni í sumar en hún er markahæst.

Arna Sif og Lára skoruðu með tveggja mínútna millibili um miðjan fyrri hálfleikinn og Sandra María gerði út um leikinn með þriðja markinu eftir rúman hálftíma. Katrín bætti síðan við fjórða markinu í upphafi seinni hálfleiks.

Arna Sif og Sandra María bættu síðan við öðru marki sínu í leiknum á lokamínútunum og 6-0 stórsigur var í höfn.

Upplýsingar um markaskorara er fengnar af netsíðunni úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×