Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 3-1 21. ágúst 2012 13:06 Stjarnan vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 3-1 sigur á Breiðablik í Pepsi deild kvenna. Róðurinn varð þungur þegar þær misstu Önnu Maríu Baldursdóttir af velli eftir 28. mínútur en frábær mörk Hörpu Þorsteinsdóttir skildi liðin að í dag. Fyrir leikinn var víst að bæði liðin þurftu á sigri að halda í baráttu sinni. Lið Stjörnunnar vissi að með tapi væru möguleikar þeirra á sigri í deildinni nánast úr sögunni eftir sigur Þór/Ka á Akureyri. Blikar gátu blandað sér með sigri í baráttuna um 2-4 sæti í deildinni en 10 stig eru í næsta lið. Garðbæingar byrjuðu leikinn betur og náðu forskotinu eftir aðeins tíu mínútur. Þar var að verki Veronica Perez þegar hún mætti á fjærstöng eftir fyrirgjöf Ingu Birnu Friðjónsdóttir. Aðeins átján mínútum síðar átti sér stað dýrt atvik fyrir Stjörnuna, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir slapp ein í gegn um vörn Stjörnunnar og Anna María Baldursdóttir felldi hana. Örvar Sær Gíslason, dómari leiksins var ekki í vafa og veifaði rauðu spjaldi framan í Önnu. Ógæfan fyrir Stjörnustúlkur var þó ekki búin, upp úr horninu kom jöfnunarmark Breiðabliks. Fanndís Friðriksdóttir átti fyrirgjöf sem rataði á fjærstöng þar sem Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir var mætt til að skora sitt fyrsta mark í Pepsi deildinni. Blikar komu sterkari inn í seinni hálfleik og voru að ná undirtökum þegar næsta mark leiksins kom. Þar var að verki Harpa Þorsteinsdóttir, hún fékk sendingu að vítateigsboganum þar sem hún stýrði boltanum upp í loftið og hamraði boltann viðstöðulaust í boga yfir Birnu Kristjánsdóttir í marki Breiðabliks. Harpa var svo aftur á ferðinni aðeins fimm mínútum seinna, þá nýtti hún sér sofandihátt í vörn Blika, stakk sér inn fyrir varnarmennina og potaði boltanum framhjá Birnu. Markið verður að skrifast algerlega á varnarleik gestanna, boltinn skoppaði tilviljanakennt inn í teig þeirra og virtist engin vera of áhugasöm allt þar til Harpa nýtti sér sofandihátt þeirra. Blikar fundu engin svör við þessum mörkum frá Hörpu og lauk leiknum því með 3-1 sigri Stjörnunnar. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Stjörnuna sem halda spennu í toppbaráttunni en lið Breiðabliks hlýtur að naga sig í handabökin. Þær fengu í kvöld möguleika á að saxa á forskot Stjörnunnar og komast yfir Valsliðið en nýttu sér það ekki þrátt fyrir að vera manni fleiri í meira en klukkutíma. Harpa: Vorum ekkert að spila sambabolta frammi„Það má segja að við höfum haldið spennu í baráttunni, við pældum ekkert í hinum leikjunum," sagði Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir leikinn. „Mér fannst dómarinn vera að stríða okkur aðeins í kvöld, fannst hann gera okkur erfitt fyrir með þessu rauða spjaldi." Heimamenn þurftu að spila með tíu menn í yfir klukkustund vegna brottvísunar á 28. mínútu þegar Önnu Maríu Baldursdóttir var vísað af velli. „Þetta er í annað sinn í sumar sem við fáum svona í andlitið snemma en mér fannst við ráða allan tímann við þetta hér í kvöld." „Við hugsum núna bara um okkar leiki, við ætlum ekki að gefast upp fyrr en ómögulegt er. Þetta verður þó erfitt núna, það er ljóst." Liðsmenn Stjörnunnar komu grimmari inn í leikinn og byrjuðu leikinn betur. „Við lögðum leikinn vel upp, þetta eru alltaf erfiðir leikir og alltaf fjörugir. Tólf spjöld í leiknum í Kópavogi segja sitt en við náðum að halda haus og spila vel, ég er rosalega stolt af frammistöðunni í kvöld. Við vorum ekkert að spila sambabolta frammi manni færri en varnarleikurinn var frábær í kvöld," sagði Harpa. Hans: Kalla eftir meiri ábyrgð hjá leikmönnunum mínum„Þegar lið skorar mark þá fylgja liðin yfirleitt áfram og láta kné fylgja kviði. Sagan okkar í sumar segir hinsvegar að við erum yfirleitt að fá á okkur mörk á næstu 5-8 mínútum eftir markið og þetta skrifast bara á einbeitingarleysi sem við verðum að laga fyrir næsta sumar," sagði Hans Sævar Sævarsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn. „Við erum með undirtökin en svo kemur þetta frábæra mark hjá Hörpu, við byrjuðu seinni hálfleikinn vel og fáum þetta einfaldlega í andlitið. Eftir það mætum við ekki til leiks." Með sigri í kvöld hefðu Blikar geta lyft sér upp fyrir Valsliðið og á sama tíma stimplað sig inn í baráttuna um 2-4. sæti. „Við vorum í kjörstöðu til að komast aftur inn í þennan pakka. Mér fannst við vera betri í fyrri hálfleik og erum manni fleiri en við náum að klúðra því." „Ég veit ekki hvernig aðrir leikir fóru en við þurfum einfaldlega að mæta stemmdar í næsta leik. Í síðustu fjórum leikjum höfum við fengið aðeins eitt stig." Þriðja mark Stjörnunnar kom eftir vægast sagt slakann varnarleik hjá Blikum. „Munurinn á okkur og hinum toppliðunum er það að það eru fleiri í hinu liðinu sem vilja vinna leikina og hafa karakterinn í það. Við köllum eftir því að leikmenn okkar sýni meiri karakter og taki betri ábyrgð á því sem gerist inn á vellinum," sagði Hans. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Stjarnan vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 3-1 sigur á Breiðablik í Pepsi deild kvenna. Róðurinn varð þungur þegar þær misstu Önnu Maríu Baldursdóttir af velli eftir 28. mínútur en frábær mörk Hörpu Þorsteinsdóttir skildi liðin að í dag. Fyrir leikinn var víst að bæði liðin þurftu á sigri að halda í baráttu sinni. Lið Stjörnunnar vissi að með tapi væru möguleikar þeirra á sigri í deildinni nánast úr sögunni eftir sigur Þór/Ka á Akureyri. Blikar gátu blandað sér með sigri í baráttuna um 2-4 sæti í deildinni en 10 stig eru í næsta lið. Garðbæingar byrjuðu leikinn betur og náðu forskotinu eftir aðeins tíu mínútur. Þar var að verki Veronica Perez þegar hún mætti á fjærstöng eftir fyrirgjöf Ingu Birnu Friðjónsdóttir. Aðeins átján mínútum síðar átti sér stað dýrt atvik fyrir Stjörnuna, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir slapp ein í gegn um vörn Stjörnunnar og Anna María Baldursdóttir felldi hana. Örvar Sær Gíslason, dómari leiksins var ekki í vafa og veifaði rauðu spjaldi framan í Önnu. Ógæfan fyrir Stjörnustúlkur var þó ekki búin, upp úr horninu kom jöfnunarmark Breiðabliks. Fanndís Friðriksdóttir átti fyrirgjöf sem rataði á fjærstöng þar sem Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir var mætt til að skora sitt fyrsta mark í Pepsi deildinni. Blikar komu sterkari inn í seinni hálfleik og voru að ná undirtökum þegar næsta mark leiksins kom. Þar var að verki Harpa Þorsteinsdóttir, hún fékk sendingu að vítateigsboganum þar sem hún stýrði boltanum upp í loftið og hamraði boltann viðstöðulaust í boga yfir Birnu Kristjánsdóttir í marki Breiðabliks. Harpa var svo aftur á ferðinni aðeins fimm mínútum seinna, þá nýtti hún sér sofandihátt í vörn Blika, stakk sér inn fyrir varnarmennina og potaði boltanum framhjá Birnu. Markið verður að skrifast algerlega á varnarleik gestanna, boltinn skoppaði tilviljanakennt inn í teig þeirra og virtist engin vera of áhugasöm allt þar til Harpa nýtti sér sofandihátt þeirra. Blikar fundu engin svör við þessum mörkum frá Hörpu og lauk leiknum því með 3-1 sigri Stjörnunnar. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Stjörnuna sem halda spennu í toppbaráttunni en lið Breiðabliks hlýtur að naga sig í handabökin. Þær fengu í kvöld möguleika á að saxa á forskot Stjörnunnar og komast yfir Valsliðið en nýttu sér það ekki þrátt fyrir að vera manni fleiri í meira en klukkutíma. Harpa: Vorum ekkert að spila sambabolta frammi„Það má segja að við höfum haldið spennu í baráttunni, við pældum ekkert í hinum leikjunum," sagði Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir leikinn. „Mér fannst dómarinn vera að stríða okkur aðeins í kvöld, fannst hann gera okkur erfitt fyrir með þessu rauða spjaldi." Heimamenn þurftu að spila með tíu menn í yfir klukkustund vegna brottvísunar á 28. mínútu þegar Önnu Maríu Baldursdóttir var vísað af velli. „Þetta er í annað sinn í sumar sem við fáum svona í andlitið snemma en mér fannst við ráða allan tímann við þetta hér í kvöld." „Við hugsum núna bara um okkar leiki, við ætlum ekki að gefast upp fyrr en ómögulegt er. Þetta verður þó erfitt núna, það er ljóst." Liðsmenn Stjörnunnar komu grimmari inn í leikinn og byrjuðu leikinn betur. „Við lögðum leikinn vel upp, þetta eru alltaf erfiðir leikir og alltaf fjörugir. Tólf spjöld í leiknum í Kópavogi segja sitt en við náðum að halda haus og spila vel, ég er rosalega stolt af frammistöðunni í kvöld. Við vorum ekkert að spila sambabolta frammi manni færri en varnarleikurinn var frábær í kvöld," sagði Harpa. Hans: Kalla eftir meiri ábyrgð hjá leikmönnunum mínum„Þegar lið skorar mark þá fylgja liðin yfirleitt áfram og láta kné fylgja kviði. Sagan okkar í sumar segir hinsvegar að við erum yfirleitt að fá á okkur mörk á næstu 5-8 mínútum eftir markið og þetta skrifast bara á einbeitingarleysi sem við verðum að laga fyrir næsta sumar," sagði Hans Sævar Sævarsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn. „Við erum með undirtökin en svo kemur þetta frábæra mark hjá Hörpu, við byrjuðu seinni hálfleikinn vel og fáum þetta einfaldlega í andlitið. Eftir það mætum við ekki til leiks." Með sigri í kvöld hefðu Blikar geta lyft sér upp fyrir Valsliðið og á sama tíma stimplað sig inn í baráttuna um 2-4. sæti. „Við vorum í kjörstöðu til að komast aftur inn í þennan pakka. Mér fannst við vera betri í fyrri hálfleik og erum manni fleiri en við náum að klúðra því." „Ég veit ekki hvernig aðrir leikir fóru en við þurfum einfaldlega að mæta stemmdar í næsta leik. Í síðustu fjórum leikjum höfum við fengið aðeins eitt stig." Þriðja mark Stjörnunnar kom eftir vægast sagt slakann varnarleik hjá Blikum. „Munurinn á okkur og hinum toppliðunum er það að það eru fleiri í hinu liðinu sem vilja vinna leikina og hafa karakterinn í það. Við köllum eftir því að leikmenn okkar sýni meiri karakter og taki betri ábyrgð á því sem gerist inn á vellinum," sagði Hans.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira