Íslenski boltinn

Guðlaug búin að taka aftur fram skóna á 41. aldursári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðlaug Jónsdóttir.
Guðlaug Jónsdóttir. Mynd/Heimasíða KSÍ
Guðlaug Jónsdóttir, snéri aftur í úrvalsdeild kvenna í kvöld, þegar þessi fyrrum landsliðsmaður og margfaldur meistari með KR, kom inn á sem varamaður þegar KR vann 3-2 sigur á Fylki. Guðlaug hafði góð áhrif á Vesturbæjarliðið sem vann sinn fyrsta sigur í sumar.

Guðlaug verður 41. árs í næsta mánuði og hún var ekki búin að leika með KR-liðinu síðan sumarið 2008 þegar hún tók þátt í fjórum leikjum með Vesturbæjarliðinu. Hún er þjálfari 2. flokks hjá KR og þekkir því vel til í Vesturbænum.

Guðlaug lék sinn 56. og síðasta landsleik árið 2006 en hún er þrettándi leikjahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi og lék sinn 170. leik í efstu deild í kvöld.

Guðlaug lék fjóra leiki með KR árið 2008 og lauk þeim öllum með sigri en KR-liðið var ekki búið að vinna leik í Pepsi-deildinni í sumar fyrir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×